Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 28

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 28
Bankar og tryggingar EES og buddan okkar Fyrir nokkru var gerður samningur milli EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. Aukið frelsi og aukin samkeppni munu án efa verða fylgifiskar þessa samnings. Ein af þeim spurningum sem brenna á vörum margra neytenda er hvort aukin samkeppni muni tryggja lægra verð á vöru og þjónustu til neytenda. Þetta er mjög skiljanlegt, þar sem inni- hald buddunnar skiptir okkur öll miklu máli. Ekkerl einhlílt og einfalt svar er til við þessari spumingu, líminn verður hreinlega að leiða í Ijós hvernig okkur tekst að vinna úr þeim möguleikum sem bjóðast. Mikið af þeirri vinnu sem hingað til hefur verið lögð í EES stefnir að þvf að tryggja hag neytenda. Það er gert ráð fyrir auknu samkeppniseftirliti, meðal annars til að tryggja að ekki sé um ólögmætt samráð fyrirtækja á markaðnum að ræða. ■ Fjármagnsmarkaðurinn Verð á fjármagni, það er vextir, er núna mun hærra hér á landi en gerist í þeim löndum sem eru aðilar að EES- samkomulaginu. Neytendur og fyrir- tæki hér á landi búa því við verri kjör hvað v'arðar lántökur en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Ýmsir fyrirvarar eru í samningum hvað varðar fjár- magnsflutninga. Öll höfum við heyrt um sérákvæðið hvað varðar fjárfesting- ar í fiskveiðum og fiskvinnslu. Einnig hefur fsland aðlögunartíma hvað varðar fjármagnsflutninga. Bein fjárfesting er- lendra aðila í bankastarfsemi hér á landi er til dæmis ekki möguleg fyrr en eftir 1. janúar 1996. Skammtíma- hreyfingar fjármagns verða ekki leyfðar fyrr en eftir 1. janúar 1995. Þessi tími er hugsaður til samræmingar laga og reglna til að skapa sam- bærileg starfskilyrði lána- stofnana í öllum aðildar- ríkjunum. Eftir aðlögunartímann verða í það minnsta fjórir möguleikar fyrir erlendar lánastofnanir til að veita fjármagnsþjónustu hér á landi. í fyrsta lagi geta erlendar lánastofnanir opnað hér útibú; þetta er möguleiki frá 1. janúar 1992, eða um leið og samningur- inn hefur verið undirritaður. I öðru lagi hafa erlendir aðilar möguleika á að | stofna dótturfyrirtæki hér á landi. I 28 þriðja lagi geta erlendar lánastofnanir keypt starfandi lánastofnanir hér á landi og í fjórða lagi er möguleiki á að veita fjármagnsjrjónustu án þess að lánastofn- unin sé staðsett hér. Eins og sjá má eru möguleikar erlendra aðila margir hvað varðar fjármagnsmark- Sólrún Halldórsdóttir skrifar aðinn. En er líklegt að þeir muni nýta sér þessa möguleika? Jafnvel þó að fjöldi lánastofnana muni ekki aukast, er opinn möguleiki fyrir neytendur að sækja sér þessa þjónuslu erlendis. ■ Tryggingar Samningar um vátryggingastarfsemi eru ekki komnir mjög langt á veg innan EES. Mismunandi stefnur hafa tekist á hvað varðar vátryggingastarfsemi, og virðist ekki vera grundvöllur fyrir al- gjöru frjálsræði í starfsemi tryggingafé- laga. Skýringin á þessu er að mjög mis- munandi löggjöf liggur að baki vátryggingastarfsemi í löndunum 17. Við getum tekið dæmi sem við þekkjum öll úr ökutækjatryggingum. Hér á landi er slysatrygging ökumanns og eigenda skyldutrygging og innifalin í iðgjaldi á- byrgðartryggingar ökutækis. Víða í Evr- ópu er sambærilegt tjón bætt úr al- mannatryggingasjóðum viðkomandi lands. Vegna þessara og annarra atriða í mismunandi starfsskilyrðum trygginga- félaga verður ekki mögulegt fyrir neyt- endur á íslandi að taka sjálfir tryggingar erlendis. Aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Erlend tryggingafélög hafa möguleika á að opna hér útibú, þau hafa möguleika á að stofna dótturfyrirtæki hér á landi og þau hafa möguleika á að kaupa sig inn í starfandi tryggingafélög hér á landi. Eitt erlendt tryggingafélag hefur nú þegar gert hið síðastnefnda og stefnir að því að veita keppinautum sín- um harða samkeppni á íslenska trygg- ingamarkaðnum. Erlend tryggingafélög mega ekki fremur en þau íslensku bjóða lægri iðgjöld en sem samsvarar þeirri á- hættu sem er á markaðnum. Þessi regla er sett til að sterkir erlendir aðilar geti ekki í krafti stærðar sinnar og stöðu hrakið tryggingafélög út af markaðnum á röngum forsendum, það er að segja ekki rekið tryggingastarfsemina með tapi einungis til að verða eitt eftir á markaðnum og hækka þá iðgjöld á nýjan leik. Almennt má segja að lægri iðgjöld muni því aðeins verða veruleiki ef unnt verður að minnka kostnað í trygg- ingastarfsemi. Þá er bæði átt við útgjöld til greiðslu tjóns- bóta og rekstrarkostnað tryggingafélaganna. Það er hér sem samkeppnin mun eiga sér stað, ásamt því að tryggingafélögin munu lík- lega keppast um að auka framboð trygginga. Líklegt er að nákvæmari flokkun á tryggingatökum eftir áhættu- hópum muni eiga sér stað. Þannig að þeir sem tilheyra hópi sem hefur lága tjónalíðni eiga þess kost að fá ódýrari tryggingar en hópar með háa tjónatíðni. I fyrrnefnda hópnum eru til dæmis konur á öllum aldri. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.