Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 6
 Streitunni varpað yfir á börnin Viö finnum fyrir því í byrjun desember aö börnin veröa spennt. Þaö er greinilegt aö fullorðnir varpa spennu yfir á börnin vegna jólanna, hvort sem þaö er kaupæðið, hreingerningaæöiö eöa eitthvað annaö sem veldur. Kaup „Nú var þessi tími framundan á ný. Venju samkvæmt yröi pening- um ausiö í allar áttir, greiöslukort- iö þaniö til hins ítrasta og skuldum safnað eins og lánstraustiö frekast þoldi. Þó vantaöi töluvert á nú eins og endranær, aö Hermann væri búinn aö jafna sig eftir síö- ustu jól. Þá tók hann tvö hundruö þúsund króna víxil í Landsbankan- um og fór tvo mánuöi fram úr á greiðslukortinu. Hann haföi ætlað aö greiða af þessu í sumar meö mikilli aukavinnu eins og jafnan áöur. Sá peningur fór hins vegar allur í annaö.“ Þetta segir Guðrún Alda Harðardóttir, leikskólastjóri leikskólans við Marbakka í Kópavogi, í samtali við Neytendablaðið. Guðrún Alda segir að flestir leikskólar hafi það að markmiði að hafa starfið á lágu nótunum í desember vegna streit- unnar sem myndast í heimi hinna full- orðnu í jólamánuðinum. - Við reynum að halda jólastreitunni fyrir utan leikskólann, þótt við ger- um ýmislegt í tilefni af jólunum. Við komum okkur í jólastemningu, en það má segja að það sé meira í ætt við baðstofu- stemningu, segir Guðrún Alda. - Kaupþrýstingurinn fer beinustu leið í bömin og við erum auðvitað að búa til streitu hjá þeim með þessum látum segir Guð- rún Alda. Hún segist telja nauð- synlegt að fullorðnir ræði um auglýsingar við bömin sín, setji nokk- urs konar afruglara á þær. - Auglýsingamar eru slungnar og börn hafa enn síður forsendu til þess að taka þeim með fyrirvara en við þessi fullorðnu. Sjónvarpið er einstefnumiðill, við eigum engin samskipti við það, en við verðum að kenna bömunum að vera gagnrýnin á það og gleypa ekki við öllu. - Eg finn það sem foreldri að auglýs- ingamar stjórna löngunum barnanna að GuSrún segist vilja sjá for- eldra taka meira tillit til barnanna. miklu leyti og raunar finnur maður þetta á sjálfum sér líka. Ég er alls ekki sátt við hvemig auglýsendur höfða til bama og til- finninga þeirra. Margar auglýsingar af þessu tagi eru á mörkum þess að vera sið- ferðilega verjandi. Guðrún Alda segist gjarna vilja sjá for- eldra taka meira tillit til barnanna við undirbúning jólanna. Hún telur að jóla- haldið og undirbúningur þess sé of mikið á forsend- um hinna fullorðnu en ekki bamanna. Hún setur spumingarmerki við þá fullyrðingu sem stundum er slegið fram að jólin séu hátíð barnanna. Spennan er mögnuð hjá bömunum allt fram eftir aðfangadags- kvöldi, en svo fá bömin að taka upp alla pakkana sína í einum grænum hvelli og þá er allt búið. - Ég vil sjá þetta miklu rólegra og hátíðlegra. En ef við viljum vera með þetta stress ættum við þó að minnsta kosti að gefa okkur einn dag í rólegheitum með baminu, á forsendum þess. Að upplifa jólastemninguna í bænum í rólegheitum án þess að vera að stressast við að kaupa jólagjafir handa hinum og þessum í leiðinni. Við getum komið til móts við bömin þótt við getum ekki klippt á auglýsingamar og stressið, segir Guðrún Alda Harðardóttir. Hermann þessi er söguhetja í samnefndri skáldsögu eftir Ammund Backman lög- fræðing. Bókin kom út fyrir jólin 1989. Hermann er óforbetranlegur neysluþræll og jólin valda honum ónotum og kvíða. Hann þekkir sig og sitt heimafólk og veit að fjölskyldan mun upphefja sama neyslusukkið fyrir þessi jól og undanfarin jól. Þau þenja greiðslukortið til hins ítrasta 6 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.