Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 11
Neytendasamtökin Leiðin liggur um opnari dyr að hljómar hjákátlega að á sama tíma og Islendingar demba sér inn á gal- opinn Evrópumarkað skuli ríkisvaldið dunda sér við að skera niður framlög til neytendavemdar á Islandi. Meginregla Evrópubandalagsins á sviði neytendamála er að upplýsa og fræða almenning í gegn- um frjáls félagasamtök. Til þessa verks eru Neytendasamtökin að sjálfsögðu upp- lögð. Andstætt því sem tíðkast á Norður- löndum, þar sem opinberar eða hálfopin- berar stofnanir gæta réttinda neytenda, leggur Evrópubandalagið ábyrgðina meira á neytandann sjálfan. Þess vegna er svo mikilvægt að upplýsingar séu nægjanlegar og löggjöf styrk. Hann á að vera það vel vopnum búinn að hann geti valið og hafnað á markaðnum. Að mörgu leyti er skilningur EB ríkja á neytend- amálum neytendum enn frekar í vil en við eigum að venjast. Skrifi Islendingar undir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, þarf að bæta nokkru við íslenska lagasafnið. Má nefna lög um öryggi framleiðsluvara, um öryggi leikfanga, um neytendalán, um ferðalög, um greiðslukortastarfsemi, ýmsar breyt- ingar varðandi alls kyns staðla og lög um farandsölu. Brýnt mál er að stytta leiðina í gegnum dómstólakerfið og er þess að vænta að smámáladómstóll komist á. Ýmislegt af þessu tagi hefur verið í und- irbúningi í viðskiptaráðuneytinu. Aðild að meira og minna galopnum markaði, þar sem búa 350 milljónir manna, er í senn ögrun og opnar mögu- leika fyrir íslenska neytendur sem og framleiðendur. En hver verður beinn hag- ur íslenskra neytenda af EES? I skýrslum EB er útreiknað að með því að skapa einn samfelldan markað frá 1993 (sem EFTA- • ••••• Þorlákur Helgason ríkin sigla inn í), eigi vöruverð að lækka og framleiðsla að aukast. Kaupmáttur ætti því að verða meiri. Fyrir íslendinga beint má auðvitað færa rök fyrir því að með tollfrjálsum markaði fyrir íslenskar af- urðir aukist þjóðartekjur, takist okkur að nýta tækifærin sem gefast. Bætt lífskjör eru neytendamál í hæsta máta. Um einstök mál getum við mest getið okkur til um á þessu stigi málsins. Margir hafa litið hýru auga til trygg- ingaskilmála. Lækka bílatryggingar t.d. um helming? Verður ódýrara að fljúga, taka lán í erlendum bönkum o.s.frv.? Og hvað með innfluttar vörur ef milliliðir hverfa við það að einokun verður aflétt? íslenskir neytendur hafa kynnst beinum innflutningi hjá Bónus, sem hefur snar- lækkað verð með því að sniðganga ís- lenska heildsala. Og íslenskir neytendur hafa líka orðið varir við að ferðir til út- landa urðu ódýrari þegar Guðni í Sunnu samdi við aðra en Flugleiðir. Kannski lækkar verð og atvinna blómgast með EES. Það sem mælir gegn því að það gerist er annars vegar sú hætta að við tökum ekki áskorun Evrópuland- anna og sitjum eftir, en hins vegar sú staðreynd að einokun eflist stöðugt á ís- landi. Sárafáir aðilar ráða þegar heilu þjónustu- og atvinnugreinunum. Augu manna eru þó að opnast fyrir þeim skiln- ingi að leiðin að bættum lífskjörum liggi um opnari dyr með auknu frjálsræði, hvort sem við göngum að EES- skilmálum eða ekki. NEYTENDAFÉLÖGIN - í PÍNA PÁGU Neytendafélag höfuöborgarsvæöisins: Skúlagötu 26,101 Reykjavík, opiö virka daga kl. 9-16, s. 62 50 00. Formaöur Jón Magnús- son. Starfsmenn Elfa Björk Benediktsdóttir og Sesselja Ás- geirsdóttir. Neytendafélag Akraness: Formaður Ásdís Ragnarsdóttir, Furugrund 17, s. 11932. Neytendafélag Borgarfjaröar: Formaður Ragnheiður Jóhanns- dóttir, Fálkakletti 10, Borgar- nesi, s. 71713. Viðtalstímar í Snorrabúö á þriöjudögum kl. 17-18, s. 71185. Neytendafélag Grundarfjaröar: Formaður Matthildur Guömunds- dóttir, Fagurhólstúni 10, s. 86715. Neytendafélag Stykkishólms: Formaður Hrafnhildur Hallvarðs- dóttir, Tjarnarási 17, s. 81290. Neytendafélag Dalasýslu: Formaður Guðrún Konný Pálmadóttir, Lækjarhvammi 9, Búöardal, s. 41190. Neytendafélag ísafjaröar og nágrennis: Formaöur Aðalheiöur Steinsdóttir, Tangagötu 15, 400 ísafirði, s. 94-4141. Neytendafélag Skagafjaröar: Formaður Birna Guöjónsdóttir, Öldustíg 4, Sauðárkróki, s. 35254. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Glerárgötu 20, pósthólf 825, Ak- ureyri. Opið kl. 9-13 virka daga, símatími kl. 11 -13, s. 11336, fax 11332. Förmaður Vilhjálmur I. Árnason. Neytendafélag Húsavíkur: Formaöur Pálína Hjartardóttir, Garðarsbraut 2, s. 42082. Neytendafélag Seyöisfjaröar: Formaður Guðný Jónsdóttir, Suöurgötu 2, s. 21444. Neytendafélag Noröfjaröar: Formaður Elma Guömundsdótt- ir, Mýrargötu 29, Neskaupstað, s. 71532. Neytendafélag Fljótsdalshéraös: Formaður Oddrún Siguröardótt- ir, Laufási 12, Egilsstöðum, s. 11183. Neytendafélag Austur-Skaftafellssýslu: Formaöur Herdís Tryggvadóttir, sími 81701. Starfsmaður Hjör- dís Þóra Sigurþórsdóttir, opiö 8.00-12.00 virka daga, sfmi 81501. Neytendafélag Suöurlands: Eyrarvegi 29, Selfossi. Opið þriðju- daga og fimmtudaga kl. 10-12, s. 22970. Formaður Valgerður Fried, Hjarðarholti 6, s. 21566. Starfs- maöur Halldóra Jónsdóttir. Neytendafélag Vestmannaeyja: Formaður Ester Ólafsdóttir, Áshamri 12, s. 12573. Neytendafélag Suöurnesja: Hafnargötu 90, pósthólf 315, Keflavík. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16, s. 15234. Formaður Drífa Sigfúsdóttir, Hamrageröi 2, Keflavík, s. 13764. Starfsmaður Guöbjörg Ásgeirsdóttir. Stjórn Neytenda- samtakanna: Jóhannes Gunnarsson, formaður María Ingvadóttir, varaformaður Puriður Jónsdóttir, gjaldkeri Steindór Karvelsson, ritari Bryndis Brandsdóttir Drífa Sigfúsdóttir Gissur Pétursson Jónas Bjarnason Kristján Valdimarsson Sigrún Steinþórsdóttir Steinar Harðarson Vilhjálmur I. Árnason Neytendasamtökin eru landssamtök neytendafélaga sem eru starfandi víöa um land. Félögin veita neytendum á starfssvæðum sínum aöstoö ef óskaö er. Einnig er hægt að leita aöstoðar á skrifstofu Neytendasamtak- anna aö Skúlagötu 26, 3. hæö, Reykjavík. Opiö virka daga kl. 9-16, sími 62 50 00. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.