Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 27
Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa boðað
aukna áherslu á hagsmuni neytenda.
Samrýmist niðurskurður áframlagi til
Neytendasamtakanna þessu markmiði?
Alþingi á eftir að taka afstöðu til málsins,
en Neytendasamtökin hafa ritað þing-
mönnum bréfþar sem lýst eryfir undrun
og áhyggjum vegna áforma ríkis-
stjórnarinnar.
þjónusta við neytendur séu óumflýjanlegir
þættir í samfélagi sem að miklu leyti
byggir á markaðshagkerfi. „Æ fleirum
yerður nú ljóst að sjálfsagt er og nauð-
synlegt að tryggja hagsmuni neytenda
gagnvart framleiðendum og þjónustuaðil-
um. Þessi skilningur kemur til að mynda
glögglega fram í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjómarinnar, þar sem stefnt er að því
jöfnum höndum að efla markaðskerfið og
tryggja hagsmuni neytenda“, segir í bréf-
inu til þingmanna.
Þama er meðal annars vitnað til fréttar
á hagsmuni neytenda?
Ifrumvarpi til fjárlaga er gert ráö fyrir aö styrkur ríkisins viö Neytenda-
samtökin veröi skorinn niöur um 70 af hundraði, úr 5 miljónum króna í
1.5 miljónir. Styrkur ríkisins til samtakanna hefur aukist á undanförnum
árum þartil nú.
Neytendasamtökin hafa ritað alþingis-
mönnum bréf þar sem þau lýsa yfir undrun
og áhyggjum vegna þessa, enda telja þau
að niðurskurðurinn gangi þvert á yfirlýs-
ingar stjómmálamanna og sé ekki í sam-
ræmi við yfirlýsta stefnu stjómvalda.
í þessu sambandi nægir að minna á orð
Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, í 3.
tölublaði Neytendablaðsins í ár. Hann
minnir þar réttilega á að í ráðherratíð hans
hefur styrkurinn við Neytendasamtökin
verið aukinn verulega. Síðan segir Jón:
„Enda er ég þeirrar skoðunar að það sé
betra fyrir okkur að styrkja þessi frjálsu
félagasamtök en að byggja upp stofnana-
veldi eins og gert er í stærri löndum. Engu
að síður hefur málefnum neytenda verið
gert allt of lágt undir höfdði og ég vil bæta
úr því.“
■ Hin Norðurlöndin
Ljóst er að framlög íslenska ríkisins til
neytendamála eru óveruleg miðað við það
sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum.
Samkvæmt upplýsingum Neytendasam-
takanna verja dönsk stjómvöld 105 krón-
um á hvem íbúa til neytendastarfs. Norsk
stjómvöld veita 110 krónum á hvem íbúa
til þessa málaflokks og Svíar enn hærri
upphæð. Verði niðurskurður á framlagi til
Neytendasamtakanna að veruleika lækkar
framlag íslenska ríkisins úr 29 krónum í
15 krónur á hvem íbúa á næsta ári.
Neytendasamtökin veita og hafa veitt
íslenskum almenningi þjónustu sem í öðr-
um löndum Norður-Evrópu er litið á sem
eðlilegan hluta af þeirri samfélagsþjónustu
sem greidd er úr sameiginlegum sjóðum.
{ bréfi sínu til þingmanna minna sam-
tökin á að þau sóttu um 13,6 miljóna króna
styrk fyrir næsta ár. Þar var einvörðungu
sótt um styrk til þeirra þátta í starfsemi
samtakanna sem talin er nauðsynleg þjón-
usta við almenning og sem í öllum tilvik-
um er starfrækt og/eða kostuð af stjóm-
völdum í nágrannalöndum okkar. I bréfinu
til þingmanna segir að neytendavemd og
í Morgunblaðinu 11. október, þar sem
segir frá kynningu á stefnu og starfsáætlun
ríkisstjómarinnar út kjörtímabilið. Fyrir-
sögn fréttarinnar er „Ahersla á markaðs-
lausnir og hagsmuni neytenda“, enda
verður oddvitum ríkisstjómarinnar þar
tíðrætt um hagsmuni neytenda.
■ EES og neytendur
Neytendasamtökin vitna einnig til þess
í bréfi sínu til þingmanna að það er yfirlýst
stefna ríkisstjómarinnar að fullgilda
samning um evrópskt efnahagssvæði og
telja að niðurskurðurinn stangist algerlega
á við þær fyrirætlanir. EES kallar á öfl-
ugra neytendastarf að mati samtakanna.
í niðurlagi bréfsins segir:
„Ef fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir
almennum niðurskurði á útgjöldum ríkis-
ins, meðal annars á fjárveitingum til fé-
lagasamtaka, yrðu Neytendasamtökin
vitaskuld að sætta sig við að taka þátt í
slíkum niðurskurði til jafns við aðra sam-
bærilega aðila. Því fer hins vegar fjarri að
svo sé. Við leyfum okkur því að vona að
þingmenn geri sér grein fyrir mikilvægi
þess starfs sem Neytendasamtökin vinna
og afstýri því slysi sem fjárlagafmmvarp-
ið felur í sér.“
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991
27