Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 7
Hátíð Ijóss og friðar? hátíð út á krítarkort og safna skuldum eins og lánstraustið frekast þolir. Hermann er hugarfóstur Ammundar Backmans og aðalsöguhetja í skáldsögu. En allar tölur benda til þess að Hermann eigi sér ótal þjáningarbræður og -systur í raunveruleikanum. Fyrir þessi jól eins og undanfarin jól. Miðað við upplýsingar greiðslukorta- fyrirtækjanna þenja margir greiðslukortin sín til hins ítrasta og út fyrir það vegna jólanna. Velta í ýmsum greinum smásölu tvöfaldast og þrefaldast í desember miðað við meðaltal annarra mánaða. Kaupmenn og þjónustuaðilar leggja allt kapp á að koma vöru sinni á framfæri við neytendur. Allir eru með jólagjöfina í ár. Tekjur fjöl- miðla af auglýsingum tvöfaldast gjarna í desember. Jafnvel meira. Auglýsingaboð- skapurinn hellist yfir þjóðina í gegnum fjölmiðla með ótrúlegum krafti. Og með gríðarlega miklum kostnaði, sem gert er ráð fyrir í vöruverðinu. „Kominn desember enn einu sinni. Hermann fann fyrir ónotum og kvíða. Einhvem veginn var eins og þessi mesti annatími ársins kæmi honum alltaf í opna skjöldu. Hann var aldrei viðbúinn. Skelf- ing líður tíminn hratt og hraðar með hverju ári. Það má nú segja.“ Söguhetju Ammundar Backmans líður ekki vel. Jólin vekja hvorki hjá honum fögnuð né tilhlökkun. Enda fara jólin meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá Hermanni vegna þess gífurlega undir- búnings sem hann leggur í hátíðina. Hann á eftir að rífa niður vegg, teppaleggja og mála. Undirbúningurinn eða áætlanir um hann standa vikum saman og Hermann gengur ekki frá málningarverkfæmm fyrr en ættingjamir koma í matinn á aðfanga- dagskvöld. Hátíðin tekur af á svipstundu. Eftirmálinn tekur vikur og mánuði. Reikningamir koma eftir á. ■ Kortajól Það gekk ekki þrautalaust að fá upplýs- ingar um hver greiðslukortanotkun lands- manna var í desember í fyrra. Greiðslu- kortafyrirtækin, sem bæði em að stórum hluta í eigu almennings, kærðu sig ekki um að upplýsa Neytendablaðið ítarlega um úttektir í desember í fyrra. Þau féllust hins vegar á að greina frá því hver hlut- Velta í ýmissi smá- söluverslun tvöfald- ast og þrefaldast í desember miðað við meðaltal annarra mánaða. Enda leggja auglýsendur hálfu meira kapp á að ná til neytenda í desember en ella. fallsleg aukning úttekta hefði verið í des- ember miðað við meðaltal annarra mánaða og þannig má sjá hvað þjóðin hefur tekið út á plastkortin sín til þess að geta haldið gleðileg jól. Talsmaður Kreditkorta hf. (Eurokort) hefur staðfest að úttektir á Eurokort í des- ember í fyrra námu um það bil 1,2 milj- örðum króna. Aðra mánuði ársins tóku korthafar hins vegar út um 800 miljónir króna á mánuði. Aukningin er urn 50 af hundraði. Uttektir á Visakort námu um það bil 3,6 miljörðum króna í desember í fyrra, sam- kvæmt áætlun Neytendablaðsins. Visa- korthafar tóku út 2,4-2,5 miljarða að meðaltali aðra mánuði ársins. Aukningin nemur um 50 af hundraði. Samtals tóku íslendingar þá nær fimm miljarða króna út á greiðslukort í desem- ber í fyrra, það er eftir 12. desember. Það er einn áttundi hluti ársúttektarinnar þótt tólf mánuðir séu í árinu. Vakin er athygli á að hér er um meðaltal að ræða, sem þýðir að sumir auka úttektir sínar í desember mun meira en þessar tölur gefa til kynna. ■ Vanskil verða greiðsludreifing Laun fólks hækka hins vegar yfirleitt ekki um 50 af hundraði í desember og venju- bundnu reikningamir láta sig ekki vanta í desember fremur en í öðrum mánuðum. Flest launafólk fær að vísu svonefnda jólauppbót, en hún er aðeins lítilleg aukn- ing hjá flestum, einkum þegar búið er að taka af henni skatt. Það fer því ekki hjá því að margir lendi í vanskilum með greiðslu- kortin sín eftir jól. Úttektirá tímabilinu 12. desember til 18. janúar koma til greiðslu 2. febrúar. Að sögn talsmanns Kreditkorta hf. aukast vanskil þá verulega frá því sem venja er. Viðmælandi blaðsins hjá Visa vill á hinn bóginn gera minna úr vanskil- unum. Annað þungt vanskilatímabil renn- ur upp eftir sumarleyfi fólks. Þetta er meginástæðan fyrir því að Kreditkort tóku upp svonefnda greiðsludreifingu, sem þýðir að viðskiptamenn geta dreift greiðslum sínum á þrjá mánuði, tvisvar á ári. Kjörin á dreifingunni eru sambærileg við lán í banka. í kjölfarið tók Visa ísland upp sambærilega þjónustu. Nú heita van- skil ekki lengur vanskil heldur greiðslu- dreifing eða fjölgreiðslur. ► 7 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.