Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 22
Frá lesendum Hlutverk neytendasamtaka ótt neytendur geti stuðst við löggjöf um sanngjama viðskiptahætti, þurfa margir aðstoð, ef út af ber í viðskiptum. Það er mikið öryggi fyrir þá sem þykjast misrétti beittir að eiga greiðan aðgang að þjónustu Neytendasamtakanna, en verða ekki einn og óstuddur að sækja mál sitt gagnvart fyrirtæki sem býr oftast yfir meiri reynslu. í starfi Neytendasamtakanna ber þó meira á öðru. Verðsamanburður er gott fjölmiðlaefni. Hann er oft yfir- borðskenndur, líkt og menn færu að bera saman verð á nýjum bílum í ólíkum verzlunum. Bættar samgöngur hafa styrkt stærri staði í verðsamkeppni, en eftir sitja verzlanir minni staða með síminnkandi viðskipti. Þannig komast þær í vítahring. Verzlunin verður þá enn dýrari og það freistar héraðsbúa til enn frekari innkaupa á stærri stöðum, en þeir, sem eiga erfitt um að sækja verzlun langt, gjalda með síversnandi viðskiptakjörum. Viðskipt- aráðuneytið lét nýlega fjalla um, hvemig snúast mætti við þessum vanda, eins og lesa má í greinargerð sem það gaf út um málið haustið 1989 (sbr. 3. tbl. Neytenda- blaðsins 1990). Ekki hefur frétzt af að- gerðum í samræmi við þau úrræði sem þar var mælt með. Hverfaverzlanir hér í Reykjavík hafa lent í sama vítahring ásamt þeim viðskiptavinum þeirra sem ekki eiga auð- velt með að sækja stórverzlanir. Ekki kann ég ráð til að gæta hagsmuna þessa fólks, en fyrst mætti félag okkar, Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins, gera sér grein fyrir málinu. Enn vil ég nefna það sem lýtur að öryggi neytenda. Ekki því öryggi sem óbreyttur neytandi getur notið með kunn- áttu starfsmanna Neytendasamtakanna þegar á bjátar, heldur lífsöryggi neytenda almennt og þá sérstaklega okkar Reyk- víkinga og annarra sem standa fjærst matvælaframleiðslu. Það eru líklega ein fimmtán ár síðan Ólafur Ólafsson land- læknir tók það mál upp í almannavam- aráði að stjómvöld gættu að fæðuöryggi landsmanna á þrengingatímum. Það leiddi til þess að vorið 1985 vom felld í lög um almannavamir ákvæði um hagvamaráð, sem á að gæta að þeim málum og kölluð em almannaviðbúnaður í nálægum lönd- um. Nú er ekki annað af því að segja eftir 6 ár en að á þeim dögum, sem herir bandamanna ætluðu að láta til skarar skríða gegn her íraks í Kúveit, fréttist svo í sömu andránni að hagvamaráð hefði komið saman á fyrsta fund sinn og hefði það heldur óljósa hugmynd um birgða- stöðu og að Italir hefðu hamstrað matvæli af ótta við ófrið víðar en við Persaflóa. Ólafur landlæknir lét raunar ekki við það sitja að koma málinu af stað í al- mannavarnaráði fyrir 15 ámm. Þegar árin liðu eftir setningu laga um hagvarnaráð, án þess að þeim væri sinnt, lágu leiðir okkar Ólafs saman í þessu máli. Við reif- uðum það í greinargerð og gengum á fund þriggja ráðherra vorið 1989, þeirra sem okkur fannst það helzt varða, en það vom heilbrigðisráðherra, landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Við töldum dóms- málaráðherra varða þetta sérstaklega, þar sem almannavamir eru á ábyrgð hans, og töldum þar vel að verki staðið, en hins vegar fellur hagvamaráð undir forsætis- ráðherra og er skipað öllum ráðuneytis- stjómnum. Þótti okkur værð þess benda til þess að of mörg höfuð væm á og færi betur að fella málið undir almannavarn- aráð og þar með dómsmálaráðherra. Raunar töluðum við við forsætisráðherra um málið þegar sumarið 1987, áður en við sömdum greinargerðina. Málflutningur okkar hefur engan árangur borið. Þótt hér á landi sé gnægð matvæla, em þau fábreytt. I þrengingum, svo sem af völdum ófriðar, varðar mestu vegna þeirra, sem eru í vexti, kvenna í bameign og gamalmenna, að haldist sú fjölbreytni í fæðuframboði sem fylgir kúahaldi og garðyrkju, en þá er kúahald háð ríkulegri fóðuröflun á venjulegum tímum, svo að nóg verði eftir til mjólkur- framleiðslu, ef aðföng til landbúnaðar takmarkast. Við reifuðum málið í trausti þess að ráðamenn tækju við sér og fylgdu því eftir af alvöm. Það lá vitaskuld í máli okkar, að annað væri óvitaskapur. Hér er mál að vinna fyrir Neytendasamtökin að hreyfa við stjómvöldum að fylgja eftir þeim lögum sem Alþingi hefur samhljóða falið þeim að vinna. Mér hefur þótt for- ysta Neytendasamtakanna tala gáleysis- lega um þessi mál, þegar í húfí eru for- sendur fyrir því að hér sé ríkuleg fóðuröflun og fjölbreytt garðyrkja. Mér hefur fundizt þar koma fram einfaldur og allt að því einfeldnislegur skilningur á hlutskipti okkar neytenda, ekki sízt okkar Reykvíkinga. Fjölbreytt fæðuöflun á ís- landi varðar lífsöryggi allra, hún er í þágu okkar Reykvíkinga, á sama hátt og skólar landsins em ekki haldnir vegna kennara, heldur nemenda. Málflutningur okkar Ólafs var hugsaður til þess að koma mál- inu á stig aðgerðarannsókna og aðgerða. Björn S. Stefánsson NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU Kauptélag ísfiröinga, Austurvegi 2, ísafiröi Kæliverk hf., Frostagötu 3b, Akureyri Laufiö, Hallveigarstig 1 Leöuriöjan hf., Hverfisgötu 52 Leöurverkstæöiö, Víöimel 35 Leikfangamarkaöurinn París hf., Hafnarstræti 96, Akureyri Listinn - gallerí, innrömmun, Siöumúla 32 Ljós og raftæki, Strandgötu 39 Ljósgjafinn hf., Gránufélags- götu 49, Akureyri London, Austurstræti 14 Lúxushnífar, Laugavegi 85 Lyngholt hf. - efnagerö, Auö- brekku 23 Markholt hf. - byggingarverk- taki, Reynihvammi 22 Markiö - verslun, Ármúla 40 Mata hf., Sundagöröum 10 Matboröiö sf., Bíldshöföa 18 Matvælaiöjan Bær, Skipholti 29 Málmsteypa Porgríms Jónssonar, Hyrjahöföa 9 Málning hf., Lynghálsi 2 Mongolian Barbeque - veit- ingahús, Grensásvegi 7 Nótastööin Oddi hf., Noröurtanga 1, Akureyri Múlakaffi v. Hallarmúla Nings - veitinga- og vöruhús, Suöurlandsbraut 6 Nudd- og snyrtistofan Betri líöan, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri Nýborg, Skútuvogi 4 Nýform, Reykjavikurvegi 66 Optíma, Ármúla 8 Ora hf., Vesturvör 12 Pólarsíld hf., Hafnargötu 32, Fáskrúösfiröi Pöntunarfélag Eskfiröinga hf., Strandgötu 50, Eskifiröi Radiónaust, Geislagötu 14, Akureyri Rafberg hf., Auöbrekku 18 Rafbúöin, Álfaskeiöi 31 Rafbærsf., Ránargötu 14, Siglufiröi Rafland hf., Sunnuhlíö 12, Akureyri Raftækni, Óseyri 6, Akureyri Rafrún hf. - rafverktaki, Smiöjuvegi 11e Rafteikning hf., Borgartúni 17 Ragnar Björnsson hf. - húsgagnabólstrun, Dalshrauni 6 Reiöhjólaverslunin Örninn, Skeifunni 11b Remedia, Borgartúni 20 Reykofninn, Skemmuvegi 14 Rúmfatalagerinn Samskip hf., Holtabakka v. Holtaveg Seyöirhf., Smiöjuvegi 28 Seyma, Hafnarstræti 1-3 Sexbaujan, Eiöistorgi 15 22 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.