Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 18
Leigumarkaðurinn
Þaö hefur veriö hrikalega erfitt aö standa í þessu, ég hef varla
getaö sofiö fyrir áhyggjum. Maöur reiknar alltaf með að allir
séu heiöarlegir, þótt þaö sé auövitaö bara kæruleysi sem maður
á ekki aö leyfa sér. En maður reynir aö vera heiöarlegur sjálfur
og reiknar þá meö aö aðrir séu eins.
Svínað á leigien
Þrjátíuogníu ára gömul ekkja með fjögur
böm í heimili hefur frásögn sína af við-
skiptum við leigusala með þessum orðum.
Hún hefur orðið fyrir barðinu á vafasöm-
um mönnúm og á jafnvel á hættu að tapa
nær einni miljón króna á viðskiptum sín-
um við þá vegna hrekkleysis síns. Hún
telur sig hafa rökstuddan grun um að þeir
hafi leigt henni íbúð sem þeir eiga ekki og
hefur kært málið til Rannsóknarlögreglu
ríkisins vegna þessa gmns. Hætta er á að
íbúðin verði seld á nauðungaruppboði í
vor, en þangað til lifir viðmælandi okkar
í algjörri óvissu.
Sá sem leigði henni íbúðina virðist fara
huldu höfði, en hann á yfir höfði sér á-
kæmr vegna verulegra vanskila og jafnvel
fjársvika. Hún lýsir honum sem ungum,
hávöxnum, vel klæddum og myndarleg-
um manni, sem kemur vel fyrir. Við höf-
um kosið að nefna ekki nöfn málsaðila,
þar sem málið er í rannsókn og engar
sannanir liggja fyrir um misferli.
Hún er sallaróleg á yfirborðinu þegar
hún segir blaðamanni frá reynslu sinni.
Það leynir sér þó ekki að það er stutt í ör-
væntinguna. Enda dregur hún ekki dul á
að hún hefur átt erfitt tímabil síðan hún
leigði sér fjögurra herbergja íbúð í Hafn-
arfirði í nóvember.
■ Tílboð sendist
Hún var í húsnæðisekklu í haust sem
leið og skoðaði smáauglýsingarnar í DV
grannt dag frá degi. Þá var auglýst björt og
góð fjögurra herbergja íbúð. Leigjist til
18
tveggja ára. Tilboð sendist DV.
Hún var ekki sein á sér að senda tilboð
og skömmu síðar var haft samband við
hana. Maðurinn talaði við hana í umboði
Geymsluþjónustunnar hf., sagðist verða
að hafa hraðann á þar sem hann væri að
fara til útlanda. Þau skrifuðu undir samn-
ing um helgi og urðu ásátt um að leigan
skyldi verða 45 þúsund krónur á mánuði,
auk hússjóðs, hita og rafmagns. Viðmæl-
andi okkar féllst á að greiða hálft árið fyr-
irfram með ávísun, sem dóttir hennar gaf
út. Þar að auki skrifaði hún undir skulda-
bréf upp á 810 þúsund krónur, sem átti að
Kynnið ykkur rétt ykkar
Réttindi og skyldur leigjenda og leigusala eru fest í lögum um húsa-
leigusamninga. Leigjendur eru hvattir til þess aö kynna sér rétt
sinn, en hægt er aö fá aðgengilegt upplýsingarit um lögin í félags-
málaráðuneytinu við Tryggvagötu. Sagan sem sögð er hér á opnunni
geymir nokkur dæmi um hvernig réttur er brotinn á leigjendum. Það er
ástæða til þess að minna á nokkur atriði úr lögunum og er byggt á áð-
urnefndu upplýsingariti:
Leigjanda og leigusala er skylt að gera
skriflegan leigusamning og ber að nota
eyðublað sem hlotið hefur staðfestingu
félagsmálaráðuneytisins.
Leigusamningur getur verið ótíma-
bundinn eða tímabundinn. Þegar um ó-
tímabundinn samning er að ræða er ekki
tiltekið hvenær honum lýkur. Aðilum er
hins vegar skylt að segja honum upp
skriflega með lögskipuðum fresti. Upp-
sagnarfrestur af hálfu leigjanda er ávailt
þrír mánuðir, en af hálfu leigusala 3-12
mánuðir, allt eftir því hve lengi leigjandi
hefur búið í íbúðinni. Uppsagnarfrestur
einstakra herbergja er þó ávallt aðeins
einn mánuður.
Fardagar eru tveir, 1. júní og 1. októ-
ber. Leigjendum með ótímabundinn
samning er einungis skylt og heimilt að
fara úr hinu leigða húsnæði þessa tvo
daga á ári, hafi uppsögn farið fram í tæka
tíð samkvæmt hinum lögskipaða fresti og
hann sé liðinn. Rétt er að undirstrika að
þetta á aðeins við um ótímabundna
leigusamninga.
Tímabundnum samningi lýkur án sér-
stakrar uppsagnar. Þó er leigusala skylt að
tilkynna leigjanda með í mesta lagi
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991