Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 5
Þjóðin komin í neyslu- vímu Þriggja daga jólahátíð er framund- an eftir langan og vaxandi að- draganda. Strax í byrjun nóvember byrjuðu kaupmenn að minna neyt- endur á jólin, þessa mestu neysluhá- tíð ársins. Jólaumfjöllun fjölmiðlanna hefur vaxið stig af stigi. Auglýsingaflóðið er að ná hámarki. Og þjóðin er komin í neysluvímu, búin að gleyma timburmönnunum frá því síðast. Fyrir síðustu jól notuðu landsmenn greiðslukortin sín helm- ingi meira en að jafnaði á öðrum ár- stímum. Velta í ýmissi smásöluversl- un jókst gífurlega miðað við aðra mánuði. Það er engin ástæða til þess að ætla að þjóðin slái af í ár, þrátt fyrir spár um minnkandi kaup- mátt og erfiðleika í þjóðarbúskapn- um. Þannig hafa enn fleiri farið í inn- kaupaferðir í ár en í fyrra og mikl- um sögum fer af neyslu landans á erlendri grund, jafnt sem hér heima. Viðmælendur Neytenda- blaðsins, séra Jón Dalbú Hró- bjartsson og Guðrún Alda Harðardóttir fóstra, gagnrýna jólahald landsmanna í við- tölum sem birt eru á næstu síðum. Arnmundur Backman hefur auk þess veitt blaðinu góðfús- legt leyfi til þess að vitna í bók hans um neysluþrælana Hermann og Línu, sem margir ættu að kannast við, en við setjum ýmsar tilvitnanir úr bókinni í samhengi við tölulegar staðreyndir frá síðustu jólum. Viðtöl og greinar um neysluhátíð ársins á næstu síðum ^ NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.