Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 23
Greiðslumatið misjafnlega dýrt Verðmunur á greiðslumati vegna húsnæðiskaupa er mikill samkvæmt könnun Neytendasamtakanna sem gerð var á liðnu hausti. Þessi þjón- usta er ódýrust í íslandsbanka. Það borgar sig að athuga fyrirfram hvað þessi þjónusta kostar því munurinn á hæsta verði og lægsta er 167 af hundraði. Verðið er sem hér segir: íslandsbanki kr. 1.350 Landsbanki kr. 1.650 Landsbréf kr. 1.650 Sparisjóður vélstjóra kr. 1.900 Búnaðarbankinn kr. 3.600 Kaupþing kr. 3.600 Kaupþing Norðurlands kr. 3.600 Sparisjóur Hafnarfj. kr. 3.600 SPRON kr. 3.600 Fjöimiðlar Ég held að Islendingar muni nota textavarpið ekki síður en aðrar Norðurlandaþjóðir, segir Geir Magnússon, umsjónarmaður textavarpsins, sem hér er ásamt samstarfs- manni sínum, Onnu Hinriksdóttur. - Textavarpið á bjarta framtíð Sjónvarpið hóf útsendingar textavarps fyrir rúmlega þremur mánuðum og umsjónar- maðurtextavarpsins, Geir Magnússon, spáir þessum miðli bjartri framtíð hér á landi. Hann kveður textavarpið einfalt í notkun og líkir því við rafeindadagblað. Hins vegar er enn talsvert langt í land með að allir hafi aðgang að textavarpinu af tæknilegum ástæðum. - Ég held að íslendingar muni ekki nota textavarpið síður en aðrar þjóðir Norður- landa. íslendingar hafa alltaf verið þyrstir í fréttir og veðurfregnir og ef menn missa af fréttum, til dæmis í útvarpi, verður textavarpið alltaf til staðar. Því betra sem þetta verður hjá okkur, því fýsilegra fyrir notandann, sem fær þama mikið magn upplýsinga á einum stað, segir Geir í samtali við Neytendablaðið. Útsendingar textavarps hófust á 25 ára afmæli Sjón- varpsins, 30. september. Aðrar Norður- landaþjóðir hafa lengri reynslu af þessari tegund upplýsingamiðlunar og að sögn Geirs hafa til að mynda Norðmenn notað þetta mikið. Það á ekki síst við um ungt fólk. I stuttu máli er textavarpið upplýsinga- miðill sem veitir aðgang að margs konar upplýsingum á einfaldan hátt. Upplýsing- amar em geymdar á tölusettum síðum sem kallaðar eru fram á sjónvarpsskjáinn með fjarstýringu, en sjónvarpstækið þarf að hafa sérstakan móttökubúnað fyrir texta- varp. Það sem nú er hægt að sjá í textavarpi Sjónvarpsins er fréttayfirlit og íþrótta- fréttir, veðurhorfur og veðurspá, dagskrá ríkisfjölmiðlanna, þar em síður um fjármál með gengi, vísitölum og fleira, Félag heymarlausra er þar með upplýsingar á nokkmm síðum, tölur úr lottói og get- raunum er þar að finna, auk auglýsinga. Þegar blaðið kemur út er væntanlega haf- in útsending á dagbók, þar sem hægt er að kalla fram ýmsar upplýsingar. Þar verður almanak, upplýsingar um fánadaga, leið- arbækur strætisvagna, kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka og fleira. Jafn- framt er stefnt að því að birta upplýsingar um færð á vegum, flug og þess háttar í textavarpinu. Síðast en ekki síst eru áform uppi um að vera með neytendasíður. Geir segir að hægt sé að ná textavarp- inu þegar kveikt er á sendum Sjónvarps- ins. Það logar á þeim allan sólarhringinn sums staðar á landinu, en Geir segist búast við að hægt verði að ná textavarpi allan sólarhringinn alls staðar á landinu þegar fram líða stundir. Þá verður alltaf hægt að kalla fram upplýsingar í textavarpi jafn- óðum og ritstjóm þess slær þær inn. Geir starfar nú við annan mann við þennan nýja miðil, en býst við að starfsmönnum muni fjölga. Hægt er að senda út gífurlegt magn upplýsinga í textavarpi, en Sjónvarpið hefur aðeins notað að meðaltali rúmlega 100 síður á dag enn sem komið er. Norska sjónvarpið notar að meðaltali um 350 síður á dag, en þar í landi hefur textavarp verið sent út síðan árið 1983. Alls er hægt að vera með upplýsingar á 800 síðum, en Geir segir að enginn notfæri sér svo margar síður, enda gangi þá hægt að fletta milli síðna. Síðast liðið haust urðu blaðaskrif vegna þess að textavarpið náðist ekki alls staðar með íslensku stöfunum. Geir segir að síðan hafi mikið verið gert til þess að tryggja að íslensku stafimir nýtist. - Það þarf sérstakan búnað til þess að ná þessu með íslenskum stöfum, nokkurs konar afruglara. Innflytjendur sjónvarps- tækja eru að vinna að því að bæta úr þessu og nú koma sífellt fleiri tæki sem ná ís- lensku stöfunum. Ég vil hins vegar benda fólki á að ganga úr skugga um það áður en sjónvarpstæki er keypt hvort það nær ís- lensku stöfunum. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Sjónvarpið ná tæplega 18 prósent lands- manna textavarpi. Geir segist hins vegar eiga von á að notendum textavarps muni fjölga mjög á næstu misserum, enda sé nú komið að því hjá mörgum að endurnýja sjónvarpstækin sín. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.