Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 24
Neytendafélag Suðurnesja
Virk í verð lagsefti rl iti
Viö verðum vör viö mikinn áhuga fólks hér á félaginu og starfi þess.
Mér finnst hins vegar eins og margir kaupmenn séu ragir viö þaö
aðhald sem viö veitum þeim á ýmsan hátt, enda fara hagsmunir þeirra
yfirleitt ekki saman viö hagsmuni neytenda, segir Drífa Sigfúsdóttir,
formaöur Neytendafélags Suðurnesja, í samtali viö Neytendablaöiö.
Neytendafélag Suðumesja var stofnað
fyrir rúmlega tveimur árum og eru félags-
menn nú um 1500 talsins. Félagið er með
starfsmann í 30 prósent starfi og hefur á
leigu húsnæði við Hafnargötu.
Drífa tók þátt í undirbúningi að stofnun
félagsins og hefur verið formaður þess frá
upphafi. Hún er jafnframt forseti bæjar-
stjómar í Keflavík og leysir bæjarstjóra af
þegar þörf er á. Hún segir að starfsmaður
félagsins hafi í nógu að snúast og telur að
félagið þyrfti að hafa starfsmann í að
minnsta kosti hálfu starfi.
- Það er mikið hringt og alltaf nóg af
verkefnum og það vitnar um áhuga fólks
á félaginu og starfi þess að mínu mati. Þótt
félagamir séu nú orðnir um 1500 eru þeir
auðvitað aldrei nógu margir. Við vildum
gjama hafa þá fleiri og teljum að svo hljóti
að verða. Hin aukna samkeppni sem stefnt
er að í þjóðfélaginu kallar á aukningu
neytendastarfs, svo félagið þarf að eflast
verulega. Við teljum að umfang þessa
starfs sé orðið það mikið að við þyrftum
að vera með starfsmann í hálfu starfi og ég
geri mér vonir um að svo verði, segir
Drífa.
■ Andstæðir hagsmunir
Neytendafélag Suðumesja heldur 60
prósent félagsgjaldanna eftir, en 40 pró-
sent renna til starfsemi Neytendasamtak-
anna. Félagið hefur jafnframt notið
stuðnings stærstu sveitarfélaganna á
starfssvæði sínu. Auk þess segir Drífa að
félagið muni leita eftir ákveðnara sam-
starfi við stéttarfélögin á svæðinu, enda
eigi neytendastarf og verkalýðsbarátta
samleið.
Drífa segir að gerðar hafi verið fast að
40 verðkannanir á vegum félagsins frá því
það var stofnað.
- Við höfum reynt að vera virk í
verðlagseftirliti og teljum að við höfum
náð árangri í því að þrýsta vömverði nið-
ur. Við höfum líka reynt að gera
verðkannanir á ýmsu öðru en matvöru.
Könnun okkar á verði hársnyrtistofa vakti
til dæmis mikla athygli, enda breyttist
verð á þeirri þjónustu í kjölfarið. Það
sýndi sig þegar við könnuðum verð á
þessari þjónustu að nýju, segir Drífa.
Sætta kaupmenn sig við það aðhald sem
þið veitið þeim?
- Ég held nú að kaupmenn eigi enga
valkosti í þessu sambandi. Félagið er
komið til að vera. Vissulega verður maður
var við óánægju hjá sumum kaupmönn-
um. Það er eins og þeim finnist það óþarfi
að vera að gera verðkannanir og starfs-
maður okkar fær ekki alls staðar nógu
góðar viðtökur. Sumir kaupmenn eru eitt-
hvað ragir við þetta.
- Mér finnst líka eðlilegt að kaupmenn
og þjónustuaðilar séu lítt hrifnir af félagi
sem þessu. Það styrkir rétt neytenda og er
þar með oftast andstætt hagsmunum
kaupmanna, segir Drífa.
■ Öflugra aðhald
Á hinn bóginn segir hún yfirleitt ganga
vel að leysa úr þeim kvörtunarmálum sem
koma til félagsins.
- Það koma auðvitað upp vandkvæði,
en yfirleitt gengur þetta vel. Starfsmaður
okkar kynnir sér þessi mál og ræðir þau
við báða aðila og hingað til hefur okkur
tekist að leysa úr flestum kvörtunarmálum
sem komið hafa upp.
Þegar hún er spurð um helstu hags-
munamál neytenda nefnir hún fyrst neyt-
endastarfíð sjálft.
- Þjóðfélagið er að opnast að mörgu
leyti og það er verið að og á að fara að losa
um ýmis höft, ekki síst með tilkomu EES.
Ég held hins vegar að hér muni ekki
skapast hinn rétti samkeppnisandi nema
starf Neytendasamtakanna og neytend-
afélaganna verði enn öflugra en það er nú.
Það er því í sjálfu sér baráttu- og hags-
munamál neytenda að efla neytenda-
hreyfinguna sjálfa og það aðhald og eftir-
lit sem við veitum, ekki síst
verðlagseftirlit. Öflugra aðhald frá okkur
er forsendan fyrir svo mörgu öðru, segir
Drífa.
■ Neytendur og fjölmiðlar
Hún nefnir einnig málaflokk sem
Neytendasamtökin hafa ekki látið til sín
taka að ráði hingað til; fjölmiðlana. Hún
bendir á að fjölmiðlar eru vaxandi þáttur
í lífi fólks og telur að þeir hafi gerst
aðgangsharðari á undanförnum árum.
Drífa Sigfúsdóttir Sumir kaupmenn virð-
ast óttast aðhald.
- Neytendasamtökin hafa barist fyrir
sjö svonefndum lágmarkskröfum neyt-
enda, sem fjalla um upplýsingar, öryggi,
fræðslu og fleira. Ég vil taka fjölmiðlana
inn í þessa umræðu. Það eru eðlilega uppi
vaxandi kröfur um að fólk njóti
lágmarksverndar gegn aðgangi fjölmiðla,
einkum þegar sorg ber að dyrum. Þetta er
hlutur sem við verðum að ræða. Fjöl-
miðlar hafa hingað til fengið að fara sínu
fram án mikilla afskipta utanaðkomandi
aðila, en þeir þurfa aðhald ekki síður en
aðrir, segir Drífa.
- Ég tel að við eigum að leggja aukna
áherslu á rétt fólks til manneskjulegra
umhverfis. Taka verður aukið tillit til
þessa þegar ný íbúðahverfi eru skip-
ulögð. Fólk verður að geta farið í
göngutúr í fallegu umhverfi ekki langt frá
heimili sínu, án þess að vera með lífið í
lúkunum vegna bflaumferðar, segir
Drífa.
- Ég tel einnig að bönkum og trygg-
ingafélögum hafi ekki verið sýnt nægi-
legt aðhald. Það er athygli vert hve
vaxtamunur er hár og öll þjónusta bank-
anna dýr og rétt að skoða glæsihallir
þessara fyrirtækja í þessu ljósi. Þrátt fyrir
þetta virðast neytendur ekki kvarta að
ráði við bankana. Ég held þó að neytend-
ur muni í vaxandi mæli setja þessa hluti
í samhengi, segir Drífa Sigfúsdóttir.
24
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991