Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 20
Leiðbeiningastöð heimilanna Heimilisstörfin eru vanmetin Eggin veröa alltaf hörö þegar ég sýö þau. Hvernig stendur á því? Hvernig á aö ná blettum úr þessu og hinu? Hvernig hefur þessi og hin hrærivélin reynst? Þegar ég stækka kökuuppskrift á ég þá aö tvöfalda allt saman? Steinunn Ingimundardóttir: Maður þarf að lœra að halda heimili og kunna það eins og öll önnur störf efvel á aðfara. Já, Steinunn Ingimundardótt- ir hússtjómarkennari svarar spurningum af ýmsu tagi í starfi sínu hjá leiðbeininga- stöð heimilanna, sem er í húsnæði Kvenfélagasam- bands íslands að Hallveigar- stöðum við Túngötu í Reykjavík. Neytendur hafa getað leitað til stöðvarinnar síðan 1963. Stöðin er kynnt þannig í þessu blaði hér að hún veiti upplýsingar um heimilisstörf, heimilistæki og heimilishald. Steinunn er í hálfu starfi við stöðina, en hún hefur gíf- urlega reynslu á sínu sviði. Hún hefur starfað við leið- beiningastöðina síðast liðin fjögur ár, en var áður skóla- stjóri Húsmæðraskólans á Varmalandi í 26 ár. Hún starfaði einnig sem ráðunaut- ur hjá Kvenfélagasamband- inu um fimm ára skeið í lok sjötta áratugarins og fram á þann sjöunda. - Þá ferðaðist ég um landið og hélt námskeið og þess háttar. Þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi, segir Steinunn. ■ Karlarnir líka Það leita margir til okkar, bæði karlar og konur. Við emm með símatíma eftir há- degið og þá getur fólk fengið svör við spurningum sínum og ráðleggingar. Jafnframt höfum við gefið út upplýs- ingarit og svo má auðvitað ekki gleyma Húsfreyjunni, sem hefur komið út í rúmlega 40 ár. - Það er mikið leitað til okkar um ráðgjöf um mat- reiðslu og fleira. Á haustin er til dæmis talsvert um það að 20 fólk hringi og spyrji um slát- urgerð og matreiðslu á slátri. Þar áður var spurt sérstaklega um frágang á grænmeti, berj- um og slíku. Þetta er dálítið árstíðabundið. Svo er mikið leitað til okkar vegna bletta í fatnaði, húsgögnum og tepp- um. Þá er mikið spurt um geymslu matvæla og næring- arsamsetningu og kostnað við allt mögulegt. Nú, svo þegar á að kaupa heimilis- tæki ýmiss konar er leitað til okkar og við höfum upplýs- ingar frá rannsóknastofnun- um erlendis. Við viljum ekki gefa upplýsingar út í bláinn, segir Steinunn við Neytenda- blaðið. Er mikill munur á fyrir- spurnum eftir kynjum? - Nei, ekki finnst mér það svo mikið. Karlar eru famir að taka það mikinn þátt í matreiðslu og svo eru margir einir, bæði ekklar og ein- hleypir menn sem þurfa leið- beiningar og leita eftir þeim. Þeir eru mjög áhugasamir um að fá upplýsingar ef þeir eru að fá sér ný tæki fyrir heimil- ið. Verðurðu vör við mikla vankunnáttu varðandi heimil- ishald? - Það kemur nú alltaf inn á milli. í mörgum tilfellum kann yngra fólk ekki að búa til og matreiða slátur og slát- urmat. Það baslar við þetta án þess að hafa fengið miklar leiðbeiningar. Þetta hefur kannski verið gert heima hjá þeim þegar þau voru böm en böm fá svo lítið að fylgjast með slíku núorðið. Bæði er að húsmæður og húsfeður hafa mikið að gera og oft er bömum ýtt til hliðar vegna þess að fólki finnst þau vera fyrir og tefja, segir Steinunn. ■ Sorgleg þróun - Hún telur að hússtjómar- þekkingu hafi farið hrakandi á undanfömu ámm og áratug- um. Hún bendir á að nú eru aðeins tveir húsmæðraskólar eftir, en þeir vom ellefu á sínum tíma. Að vísu er hús- stjóm orðin valgrein í ýmsum framhaldsskólum, en þar er um fáa tíma að ræða og ekki hægt að fara yfir mikið. - Þar fá krakkamir aldrei heildarsvipinn eins og var í húsmæðraskólunum þar sem nemendur voru í heimavist og unnu öll heimilisstörf. Það var allt annað. Svo vinna konur orðið svo mikið utan heimilisins. Það gefst lítill tími til heimilisverka og þau verða að vinnast hratt. Þess vegna gefa foreldrar sér síður tíma til þess að kenna böm- um og unglingum til verka og leyfa þeim að vinna þessi störf með sér. Þekking færist nú síður milli kynslóða en áður, segir Steinunn. Það er greinilegt á henni að hún telur að virðingu fólks fyrir hússtörfum hefur farið hrakandi, einkum eftir að at- vinnuþátttaka kvenna jókst til muna. - Hússtörfin eru orðin aukastörf. En í raun er hvert heimili fyrirtæki, hversu lítið sem það er, og það þarf að reka af hagkvæmni. Heimilin eru grunnfyrirtækin í þjóðfé- laginu. Ef enginn má vera að því að reka þau nema á hlaupum getur það farið alla vega, segir Steinunn. Var sú þróun þá óheilla- vœnleg þegar konur þyrptust út á vinnumarkaðinn? - Já, að því leyti að þá kom þessi tilhneiging til þess að vanmeta heimilisstörfin. Það fannst mér sorglegast. Það getur tekið langan tíma að fá fólk aftur til þess að sættast á að þetta sé starf sem maður þarif að læra og kunna eins og öll önnur störf ef vel á að fara. Ég sé þessa breytingu svo vel. Það er spuming hvort það er heppilegast að fólk kaupi matinn meira eða minna tilbúinn. Það sama gildir um fatnað og fleira. Svo sér maður að margir hafa litla þekkingu á meðferð á fatnaði og eyðileggja flíkur jafnvel í fyrsta þvotti. Þetta á við um svo margt annað í heimilishaldinu, þekkingin er ekki nægileg, segir Steinunn Ingimundardóttir. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.