Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 12
Kvörtunarþjónustan
hár viðgerðakostnaður
Svimandi
Hvaö þætti ykkur um aö
fara meö 10 ára gamla
þvottavél í viðgerð og fá svo
reikning upp á rúmlega 40
þúsund krónur? Aö því
gefnu aö þiö hafið greitt 10
þúsund króna viðgerð
nokkrum mánuðum áöur.
Svo ekki sé minnst á ef við-
gerðaraðilinn segir í upphafi
að viðgerðin muni ekki
kosta nema 10-15 þúsund.
Þetta hljómar fáránlega, en
er engu að síður frásögn fé-
lagsmanns í Neytendasam-
tökunum. Kvörtunarþjónusta
Neytendasamtakanna fær
oft fyrirspurnir frá fólki sem
hefur farið með hluti í við-
gerð og fengið svimandi
háa reikninga í hausinn,
jafnvel hærri en verð á nýj-
um sambærilegum hlut. Þá
hefur gjarna verið gefið upp
hugsanlegt verð á viðgerð-
inni, en ekkert verið skjal-
fest.
Starfsmenn kvörtunar-
þjónustunnar ráðleggja fólki
að fá alltaf kostnaðaráætl-
un, helst skriflega, og í öllu
falli að tryggja að viðgerðar-
maðurinn láti vita ef kostn-
aður virðist ætla að fara
framúr upphaflegri viðmið-
un. Ef ekkert dugar, ætti fólk
að hafa samband við kvört-
unarþjónustuna. Starfs-
mönnum hennar tekst oft að
komast að samkomulagi við
viðgerðarmenn sem leggja
fram óeðlilega reikninga.
Við neytendur getum dreg-
iö þann lærdóm af Fram-
vísmálinu að við eigum
helst ekki að greiða vöru
fyrr en við afhendingu.
Þótt flest fyrirtæki séu
traust og heiöarleg eru
dæmin um hitt svo mörg
að þaö er ástæða til þess
að ítreka þetta, segir Jó-
hannes Gunnarsson, for-
maöur Neytendasamtak-
anna, í samtali við
Neytendablaöið.
Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar lögðu gífurlega vinnu í að
leysa úr Framvísmálinu.
Borgað fyrir ekkert
Fjölmargir neytendur lentu í
þessu svonefnda Framvís-
máli og er um tugi miljóna
króna að ræða. Starfsmenn
Neytendasamtakanna
lögðu gríðarlega mikla
vinnu í að leysa málið.
Framvís er verslun í
Reykjavík. Sölumenn á
vegum fyrirtækisins fóru
um landið á þessu ári og
tóku pantanir á leðursófa-
settum. Neytendurnir sáu
settið aðeins á mynd, en
greiddu margir talsverða
upphæð út og skrifuðu síð-
an undir raðgreiðslusamn-
ing eða skuldabréf gegn af-
hendingu á sófasetti.
Fyrirtækið hafði fjóra mán-
uði til þess að afhenda vör-
una, enda hafði varan ekki
verið pöntuð erlendis þegar
kaupin voru gerð. Um 200
manns sáu aldrei sófasettin
sín.
Framvís seldi hins vegar
bönkum og peningastofn-
unum raðgreiðslusamninga
og skuldabréf. Það varð þó
neytendunum til happs að
skuldabréf og raðgreiðslu-
samningar voru skilyrt sem
greiðsla á sófasetti. Þau
féllu því úr gildi í þeim tilvik-
um sem sófasett hafði ekki
verið afhent, samkvæmt
skilningi lögmanna Neyt-
endasamtakanna. Beinar
peningagreiðslurtil Fram-
vís eru hins vegar að öllum
líkindum glataðar.
- Niðurstaðan er því sú
að enginn á að þurfa að
standa við fjárskuldbinding-
ar ef hann hefur ekki fengið
sófasettið. Hins vegar er
Ijóst að nokkrar peninga-
stofnanir verða fyrir tjóni
vegna þessa máls, enda
virðist mér að þær hafi
keypt þessa pappíra gagn-
rýnislaust. Getur verið að
skýringin á dýrri þjónustu
og miklum vaxtamun hjá
bönkum hér á landi felist
að nokkru leyti í svona
vinnubrögðum? segir Jó-
hannes Gunnarsson um
þetta mál.
STENDUR NEYSLANIÞER?
Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta
Neytendasamtakanna er opin virka daga kl. 9-4.
Sími 62 50 00
■ Lesið leiðbeiningar
Það verður aldrei of vand-
lega brýnt fyrir fólki að
lesa vel leiðbeiningar og
vörulýsingar. Maður nokk-
ur varð fyrir verulegum
óþægindum þar sem hon-
um láðist að lesa
leiðbeiningar sem fylgdu
linsuvökva. Hann hafði
skipt um linsuvökva, en
beitti sömu aðferð og not-
aði sama tíma og fyrrum.
Hann hefði komist hjá
verulegum óþægindum ef
hann hefði gefið sér tíma
til þess að lesa leiðbein-
ingarnar.
■ Réttur til að vita
Til þess að viðhalda
ábyrgð á nýjum bílum
verða eigendur þeirra að
fara reglulega með þá í
skoðun. Maður sem
keypti nýjan Mitsubishi
hjá Heklu fullyrðir að hann
hafi ekki verið upplýstur
um að hver skoðun hjá
umboðinu kostar nú 14
þúsund krónur. Skylt er
að fara með bílinn í skoð-
un á 10 þúsund kílómetra
fresti út ábyrgðartímann,
sem er þrjú ár. Það felst
því verulegur aukakostn-
aður í þessum skoðunum
og telur kaupandinn að
fyrirtækið hefði átt að upp-
lýsa hann um þetta. Enda
hljóðar ein meginkrafa
neytenda svo: Neytendur
eiga rétt á upplýsingum!
■ Skilaréttur?
Félagsmenn hafa oft sam-
band við kvörtunarþjón-
ustuna og spyrja um skila-
rétt. Staðreyndin er sú að
hér á landi eiga neytendur
engan skilarétt nema þeg-
ar um gallaða vöru er að
ræða. Neytendur eru því
upp á náð og miskunn
kaupmanna komnir í
þessum efnum. Kaup-
mönnum er það í sjálfs-
vald sett hvort þeir fallast
á að taka við vöru aftur og
þá með hvaða skilmálum.
Hins vegar er reynslan sú
að flestir kaupmenn taka
neytendum vel þegar þeir
vilja skila vöru.
STARFSMENN:
Helena Vignisdóttir
Sesselja Asgeirsdóttir og
Elfa Björk Benediktsdóttir
12
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991