Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 30

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 30
Málfar Um „neytendur“ og „neyslu“ Manudaginn 23. september var rætt um það í fréttum Sjónvarps að nýjar aðferðir í blóma- rækt gætu verið mjög heppilegar bæði framleiðend- um og „neytendum1'. Af þessu tilefni skrifaði Árni Böðvarsson, málfarsráðunautur RÚV, eftirfarandi í blaðið Tungutak: „Nú er spurningin: Hvers skyldu þeir neytendur eiga að neyta samkvæmt þessari áætl- un? Eða er þetta útúrsnúning- ur? Að íslenskum skilningi er neytandi sá sem neytir ein- hvers. Tengslin milli sagnar- innar að neyta og nafnorðan- na neytandi, neysla eru ef til vill ríkari í íslensku en milli samsvarandi orða í öðrum málum sem við þekkjum best. Það breytir engu þó að íslensk neytendasamtök sinni miklu fleiri málum en þeim sem snerta matvæli, til að mynda bflakaupum, viðhaldi þvottavéla, afborgunarskilmál- um, flutningaþjónustu og svo framvegis. Sumir telja að við verðum að nota aðeins eitt sér- stakt orð um nákvæmlega það sem á ensku nefnist „consum- ption, consumer". Ef þessi krafa er réttmæt eru „neytandi" og „neysla" nærtækustu orðin. - Hvemig skyldi annars eiga að þýða á íslensku „target consum- er“ ef fullnægja skal slíkri kröfu nákvæmlega? Mér skilst að með því sé átt við notendur sem sölumennska beinist að. Ef við Breytingar ý stjóm var kosin á aðal- fundi Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins sem haldinn var 24. október síðast liðinn. Þær Bergþóra Jóns- dóttir og Helena Vignisdóttir létu af setu í stjóm, en nýja stjórnin er skipuð eftirfarandi: ístjórn NH Jón Magnússon formaður, Þor- lákur Helgason varaformaður, Agúst Omar Agústsson gjald- keri, Þorsteinn Siglaugsson rit- ari, Arnlaug Hálfdánardóttir, Raggý Guðjónsdóttir og Sig- rún Aspelund föllumst á þessa kröfu verðum við líka að sætta okkur við nýja merkingu í sögninni að neyta. Til þessa hafa tvær merkingar tíðkast, annars veg- ar ,nota sér, beita1 ("neyta tækifæris, neyta aflsmunar"), hins vegar ,njóta matar eða drykkjar'. Sú staðreynd að síðari merkingin er mjög rík í vitund manna gerir notkun sagnorðsins í alþjóðlegu merkingunni mjög varasama; hún vekur alltaf óheppileg hugsanatengsl. Af sjálfu leiðir að hið sama gildir að verulegu leyti um notkun atleiddu orð- anna. „Olíuneytandi, neysla bóka, tölvuneysla, útvarps- neytandi“ eru dæmi um af- káraskap sem sprettur þá upp. En þó að nauðsynlegt sé að hafa tiltekið orð um alþjóðlegt hugtak fer því fjarri að sjálf- sagt sé að nota það sí og æ hvemig sem á stendur. Hafa má í huga að þegar orðin neyt- andi, neysla fara illa er eðli- legt að grípa til samheita. Þau em mörg, svo sem notandi, notkun, njótandi, nautn eða kaupandi, kaup eftir ástæðum. Þetta em gömul orð og góð í íslensku. Og frá upphafi Rík- isútvarpsins hefur verið talað um útvarpsnotendur á íslensku án þess nokkrum dytti í hug að þau orð þyrfti að tengja við neytendur eða neyslu“ Jón Magnússon,formaðurNH. Mynd: Anna Fjóla HVERT GETUM VIÐ LEITAÐ? Félag íslenskra bifreiöaeigenda Upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð vegna bifreiðaeignar, viðskipta og þjónustu. Borgar- tún 33, s. 91-629999, kl. 9-17 virka daga. Húseigendafélagiö Upplýsingar um eign, rekstur og leigu húsnæöis. Aðstoö og upplýsingar einungis veitt fé- lagsmönnum. Síðumúla 29, s. 91-679567. Verölagsstofnun, Kvartanir og ábendingar vegna vöruverðs. s. 91-27422. K vörtunarnefnd vegna feröamála Neytendasamtökin og Félag ís- lenskra ferðaskrifstofa. Aðstoð í kvörtunarmálum aðeins veitt félagsmönnum Neytendasam- takanna. Upplýsingar á skrif- stofu NS, s. 91-625000. Leigjendasamtökin Ráðgjöf og leiöbeiningar við gerð leigusamninga. Lögfræði- aðstoð fyrir leigjendur. Leit að húsnæöi fyrir félagsmenn. Hafnarstræti 15, s. 91-23266, kl. 9-17. Leiöbeiningastöö heimilanna Kvenfélagasamband íslands. Upplýsingar um heimilisstörf, heimilistæki og heimilishald. Hallveigarstaðir, Túngötu 14, 3. hæð, s. 91-12335. Skrif- stofu- og símatími kl. 13-17 virka daga. Nefnd um ágreiningsmál í heilbrigöisþjónustu Fjallar um skriflegar kvartanir eða kærur vegna heilbrigðis- þjónustu. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið, Laugavegi 116, eða Landlæknisembættið. Neytendamáladeild Verölagsstofnunar Eftirlit með viðskiptaháttum og röngum, ófullnægjandi eða vill- andi upplýsingum. Laugavegi 116, gengið inn frá Rauöarár- stíg, sími 91-27422, virka daga kl. 8-16. Siöanefnd Blaöamanna- félags íslands Fjallar um skriflegar kærur vegna meintra brota á siðaregl- um blaðamanna. Síðumúla 23, s. 91-39155. Siöanefnd um auglýsingar Samband íslenskra auglýsinga- stofa, Neytendasamtökin og Verslunarráð íslands. Fjallar um skriflegar kærur vegna ólög- mætra auglýsinga. Háteigsvegi 3, S. 91-29588. Tryggingaeftirlit ríkisins, neytendaþjónusta Upplýsingar um atriði er varða tryggingar. Suðurlandsbraut 6, s. 91-685188, miðvikudaga til föstudaga kl. 10-12. Heilbrigöiseftirlit sveitarfélaga Kvartanir frá almenningi vegna ástands matvæla, merkinga á vörum, umgengni á opinberum stöðum, hávaða eða óþrifnaðar í umhverfinu. 30 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.