Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 3
sy/ r/ Kvörtunar- / þjónustan Framvísmálið, hár við- gerðakostnaður og fleira sem rekið hefur á fjörur kvörtunarþjónust- unnar. £/ / Rekstur / Neytenda- / heimilisins / bréfið Sólrún Halldórsdóttir Kristín Steinsdóttir rit- rekstrarhagfræðingur höfundur hneykslast á ræðir um sparnað og plastflóðinu sem við lántökur og kynnir fyr- berum með okkur heim irhuguð námskeið. úr búðinni. Neysluhátíð ársins Hrikaleg umskipti verða í neyslu landsmanna í jólamánuðinum. Notkun greiðslukorta eykst stórlega, velta kaupmanna tvöfaldast og þre- faldast, auglýsingarnar ætla allt að kæfa. Er jólahaldið á Islandi eðlilegt? Rætt við séra Jón Dalbú Hróbjartsson og Guðrúnu Öldu Harðar- dóttur fóstru. 5-10 Líf eða dauði Við setjum okkur í raun í lífshættu í hvert sinn sem við förum út í umferðina. Við birtum niður- stöður breskra rannsókna á öryggi bifreiða, þar sem fjölmörgum bifreiðum er gefin einkunn. Ert þú örugg(ur) í bílnum þínum? 13-15 Svínað á leigjendum Ekkja með fjögur börn segir frá viðskiptum sínum við leigusala. Leigjendur hafa ekki nægilega sterka stöðu gagnvart leigusölum þrátt fyrir skýran rétt í lögum. 18-19 Til hvers textavarp? Geir Magnússon, umsjónarmaður textavarps Sjónvarpsins, gerir grein fyrir möguleikum og notagildi fyrir neytendur í viðtali. 23 EES og buddan okkar Sólrún Halldórsdóttir fjallar um banka- og tryggingamál í Ijósi samninganna um evrópskt efnahagssvæði. 28 Vandinn að velja krem Anna F. Gunnarsdóttir förðunarfræðingur ráðleggur neytendum um val á kremi. Er það dýrasta endilega best? Hvað þarf að hafa í huga þegar krem er valið? 29 Trylltjól Neytendablaðið leyfir sér að þessu sinni að efast um gildi þess jólahalds sem orðið er hefð á Islandi, þar sem kaupmenn eru byrjaðir að minna neytendur á þessa kauphátíð ársins nær tveim- ur mánuðum fyrir jólin. Auglýsend- ur eru farnir að hamast í fjölmiðlum í nóvember. Starfsmenn fjölmiðl- anna láta ekki sitt eftir liggja. Hvar- vetna er minnt á það löngu fyrir að- ventu að jólin eru á næsta leiti. Streitan magnast í börnum og full- orðnum dag frá degi eftir því sem nær dregur jólum. Það er svo margt ógert. Hvernig eigum við að fara að því að borga reikningana eftir jól? Það er í sjálfu sér stressandi að vera á ferðinni í Reykjavíkurborg dagana fyrir jólin, þegar kaupóðir neytendur hlýða kalli kaupmanna og gera sitt besta til að eyða meiru í ár en í fyrra. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson fer ekki í felur með skoðanir sínar á jólahaldinu í viðtali við Neytenda- blaðið. Þetta er farið úr böndunum, segir hann. Jólin valda mörgum meiri vanlíðan en ánægju. Hann vill hugarfarsbreytingu. Neytenda- blaðið tekur undir þessi orð séra Jóns. í grein hér í blaðinu rekjum við hvernig notkun greiðslukorta tekur kipp í desember, hvernig verslunin tvöfaldast og þrefaldast, hvernig tekjur fjölmiðla af auglýs- ingum tvöfaldast og þrefaldast í desember miðað við aðra mánuði. Kaupþrýstingurinn er alltumlykj- andi og óumflýjanlegur. Það er ekki hlutverk Neytendablaðsins að tala máli kirkjunnar eða kristinnar trúar. Um ieið og ég óska félags- mönnum gleðilegra jóla finnst mér þó ástæða til þess að minna hér á upprunalegan tilgang jólanna og eiginlegt inntak þeirra. Ef jólin eiga ekki að vera annað en trylltur neysludans, er betur heima setið en af stað farið. Garðar Guöjónsson skrifar Tímarit Neytendasamtakanna. Skúlagötu 26,101 Reykjavík, S. 625000. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Garöar Guöjónsson. Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson formaöur, Bergþóra Jónsdóttir, Sigrún Steinþórsdóttir, Þorlákur Helgason og Þorsteinn Siglaugsson Myndir: Einar Ólason og Garðar Guðjónsson Útlit: Garðar Guöjónsson Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir Umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Litgreiningar: Litróf Pökkun: Bjarkarás Upplag: 24.500 Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 1500 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytendablaöinu í öðrum fjöl- miðlum, ef heimildar er getiö. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt aö nota í augiýsingum og við sölu, nema skrifiegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Blaðiö er prentaö á umhverfisvænan pappír. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.