Bændablaðið - 14.06.2000, Page 21

Bændablaðið - 14.06.2000, Page 21
Miðvikudagur 14.júní2000 BÆNDABLAÐIÐ 21 Istex verðlaunar grunn- skólanema lyrir lopa- peysuprjón „í nútíma þjóðfélagí þar sem hraðinn verður sífellt meiri, vinnuálag eykst stöðugt og möguleikar á afþreyingu verða fjölbreyttari, þá er nauðsynlegt að standa vörð um gildi og siði sem lifað hafa Iengi með þjóðinni. Það er ekki sist áríðandi fyrir íslendinga að standa vörð um siði og hefðir sem sérstakir eru fyrir land og þjóð. Eitt af því sem á í vök að verjast er íslenskt handprjón. Hér áður fyrr lærðu flestir landsmenn að prjóna af nauðsyn, en seinni áratugina hefur fækkað til muna þeim sem prjóna flíkur á sig og sína,“ sagði Þrúður Helgadóttir, sölustjóri hjá Istex, en Ullarverksmiðjan fstex hf., sem er eini framleiðandi prjónabands og lopa úr íslenskri ull, sendi haustið 1998 bréf til skólastjóra og handmenntakennara grunn- skólanna með ósk um samvinnu um að blása nýju lífi í þennan þjóðlega sið. Undirtektir hafa verið all góðar og fyrir ári sendi Istex hf. rúmlega sextíu grunnskólanemum viður- kenningu og vel á annað hundrað viðurkenningar hafa verið sendar í ár. Nemendur fengu bók fyrir handprjón og viðurkenningarskjal. Verkefnið er unnið í samvinnu við handavinnukennara. Istex hefur gefið út fjölda prjónauppskrifta fyrir unga sem aldna og þess má geta að á síðasta ári voru gefnar út uppskriftir að nýtískulegum peys- um sem fengu mjög góðar viðtökur hjá ungu fólki. í frétt í síðasta Bændablaði um Blikastaðasjóðinn sem bar fyrir- sögnina „Styrkir nemendur til framhaldsnáms erlendis í búvís- indum“ áttu sér stað þau leiðu mistök að dóttir Sigsteins Páls- sonar, bónda á Blikastöðum, var rangnefnd í myndatexta. Stóð í textanum að hún héti Helga en hið rétta er að hún heitir Kristín Sig- steinsdóttir. Blaðið biður hlutað- eigandi velvirðingar á þessum mistökum. Leiðnéttingan I síðasta Bændablað slæddist inn meinleg villa þegar taldir voru upp búnaðarþingsfulltrúar Bún- aðarsambandanna. Þar eru taldir upp búnaðarþingsfulltrúar Ráðu- nautaþjónustu Þingeyinga en þetta átti að sjálfsögðu að vera fulltrúar Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á þessari rangfærslu. Spinder fjósinnréttingar vörulistinn komin á íslensku hringið eftir eintaki verölækkanir vegna gengisbreytinga Vélaval - Varmahlfð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 sveitir! - - Asýnd sveitanna skiptir miklu máli fyrir íslenskan landbúnað. Út frá einstaka býlum eru heilu byggðirnar dæmdar. Hvaða einkunn fær mín sveit? rmwN* Hnsstns .* 1 ■■ Nei Göngum vel um sveitir landsins. Svona rusl á ekki að sjást! Áfok er frá öllum komið, hvort sem er á sjó eða landi! Ataksverkefnið „Fegurri sveitir“ er samstarfsverkefni landbúnaðarráðuneytisins, umhverfisráðuneytisins, Bændasamtaka ísiands, Kvenfélagasamands íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Því er ætlað að vera samnefnari fyrir alla þá sem taka til hendinni við hrei \sun og fegrun umhverfis í sumar. Sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félög og einstaklingar eru hvattir til þátttöku. Fréttum af góðum verkum, hugmyndum og hagnýtum upplýsingum verður miðlað jafnharðan á vefnum til þátttakenda. Þannig lærir hver af öðrum. Látið vita af ykkur og takið þátt í sameiginlegu átaki Tilkynnið þátttöku í eftirfarandi netfang: ragnhildur.umhverfi@simnet.is. eða í síma 4356695 Framkvæmdanefnd „Fegurri sveita"

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.