Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 Ráðstefna Ferðabiónustu bænda og_ Hólaskóla: Samstarf ag samvinna - lykill að sákn Ferðaþjónusta bænda og Hólaskóli gengust fyrir ráðstefnu um ferðamál fimmtudaginn 22. nóvember síðastliðinn. Þarna voru mœttir ferðaþjónustubœndur víðsvegar af landinu ásamt fulltrúum frá ferðamálabraut Hólaskóla, sem er nýjung á sviði menntunar fyrir ferðaþjónustu, en brautin býður upp á sérhœft nám Jfýrir ferðaþjónustu í dreifbýli. Ráðstefnan bar yfirskriftina ,,Samstarf og samvinna - lykill að sókn á nýrri öld." Það kom greinilega fram í rœðum manna að það sem bændur í ferðaþjónustu vilja leggja höfuðáherslu á er að vinna að því að lengja ferðamannatímabilið í báða enda, að vori og hausti. Bent var á margar leiðir til að ná þessu marki og var þá bœði átt við erlenda ferðamenn og ekki síður að fá fólk af höfuðborgarsvœðinu til að ferðast um landiðyfir veturinn. Þá var lögð mikil áhersla á nauðsyn samvinnu og samstarfs fólks í Ferðaþjónustu bœnda. Hér á eftir fara viðtöl við nokkra þátttakendur á ráðstefnunni. Sævar Skaptason framkvæmdasyúrí FeröaWónustu bænda: Vel heppnuð ráðstefna bænda í ferðahjónustu Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, sagði að meginmálefni ráð- stefnunnar væri samstarf og sam- vinna milli bænda. Menn telja mikil tækifæri fólgin í þvi að auka samstarf og samvinnu þeirra bænda sem stunda ferðaþjónustu. „Eg tel það afar mikilvægt að fólk komi saman á svona ráðstefnu, ræði málin og skiptist á skoðunum. Fíér er samankomið fólk alls staðar að af landinu sem getur miðlað af reynslu sinni. Fólk í Ferðaþjónustu bænda er að stilla sig saman fyrir næsta ár. Það er verið að leggja grunn að því að taka á umhverfis- málunum innan greinarinnar. Síðan var rætt um hugsanlegar breytingar á flokkunarkerfinu og raunar flest það sem snertir greinina," sagði Sævar og lagði - eins og raunar allir sem rætt var við - mikla áherslu á samstarf og samvinnu fólks innan greinarinnar. I því sambandi var rætt um að efla svæðisbundið samstarf í ferða- þjónustu bænda í gæðaþróun og markaðssetningu og auka fræðslu varðandi þessi málefni. Markmiðið sé að gera Ferðaþjónustu bænda að leiðandi ferðaþjónustu í dreifbýli á íslandi. Sævar segir að meðal þess sem rætt var á ráðstefnunni hefi verið að bæta samkeppnisstöðuna, auka samstöðu og samhug á meðal rekstraraðilanna. Bæta þjónustu við ferðamenn og fjölga afþreyingar- möguleikum. Þá var og rætt um þann möguleika að taka upp sam- setta ferðapakka, þar sem fléttað er saman matarmenningu og náttúru- tengdri afþreyingu. Varðandi náttúrutengda afþreyingu var rætt um að merkja gönguleiðir, gera gönguleiðakort og afþreyingarslóðir. Þá var einnig rætt um þörfma á að styrkja ímynd ferðaþjónustubænda í landinu enn ffekar. Menn vilja vinna að því að Ferðaþjónusta bænda verði þekkt vörumerki fyrir gæði, hvort heldur er varðar aðstöðu sem ferða- mönnum er boðin eða þjónustu sem þeim er veitt. Með því móti verði greininni sköpuð sterk sam- keppnistaða. Golf er meðal þess sem ferðaþjónustubændur bjóða nú ferðamönnum. Það er til dæmis ekki ónýtt að leika golf hjá feröaþjónustubændunum á Suður-Bár í Grundarfirði, en þarna fer saman holl hreyfing og fagurt umhverfi. Menningartengd ferðaþjónusta er það sem konia skal Sigurlaug Gissurardóttir, sem ásamt eiginmanni sínum stundar mjólkurframleiðsiu jafnframt því að reka ferða- þjónustu á Brunnhól í Horna- flrði, var meðal þátttakenda í námskeiði á vegum Ferða- þjónustu hænda og Hólaskóla sem nefndist Samstarf og sam- vinna - lvkill að sókn á nýrri öld. Á námskeiðinu var þátttakendum skipt niður í hópa eftir svæðum. Hópunum var síðan falið að greina vandaniál og drauma síns svæðis og hvernig efla mætti ferðaþjónustu innan þess, sent og fvrir heildarsamtökin. Sigurlaug greindi frá niður- stöóum sins hóps og velti upp fjölmörgum atriðum sem vert væri að skoða til að efla ferðaþjónustu á vegum bænda úti um land. Aðspurð um nýtingartíma sagði hún að á því væru tvær hliðar. „Tímabilið frá lokum september og fram eftir vetri er mjög alvarlegt mál fyrir þá sem hafa snúið sér eingöngu að ferðaþjónustu. Nýtingin er svo lítil. Þetta er minna vandamál hjá þeim sem bjóða upp á ferða- þjónustu en reka hefðbundinn búskap eða sinna einhverju öðru með henni. Þeir hafa að fleiru að hyggja og annan tekjustofn með. Það liggur í augum uppi að þeir sem lifa eingöngu á ferða- þjónustunni verða að auka nýtinguna," sagði Sigurlaug. Hún var spurð hvað hún teldi nýtingartímann þurfa að vera langan til að dæmið gengi upp hjá þeim sem eru bara með ferða- þjónustu. „Ég held að 6 - 8 mánuðir sé það allra minnsta. En hvort við getum lengt ferðamannatímann upp í það þori ég engu að spá um. En það á að vera markmið sem við setjum okkur og vinna síðan að því hægt og bítandi. Þar þurfa allir að leggjast á eitt, bæði þeir sem selja gistingu, þeir sem annast sam- göngur út á land, þeir sem bjóða upp á afþreyingu og jreir sem markaðssetja svæðið. I þessum hópi má enginn bregðast. Lítum á samgöngumar. Ef gistingin er opin og ferðamennimir koma en komast svo ekki til baka vegna þess að vegir lokast þá gengur dæmið ekki upp. Fólk fer ekki út í slíka óvissu nema einu sinni. Svona má finna ntörg dæmi. Það verður allt að spila santan efþetta á að takast hjá okkur og það verður að líta á þetta allt sem eina heild og allir að vera tilbúnir að teygja á til beggja enda." "En ert þú bjartsýn á ffamtíð ferðaþjónustunnar?" "Já, það er ég. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og ég trúi því að svo muni verða áfram. Ferðaþjónustan mun í auknum mæli fara að byggjast á menningar- tengdri ferðaþjónustu og náttúm- upplifun hvers konar. Eg tel að ferðamenn, sem flestir koma úr hraða stórborganna, fari að setja þessi atriði ofar á óskalistann en verið hefur og jafnframt dvelja lengur á hverjum stað. Ég held að fólk muni sækja í ríkari mæli út í náttúmna, á staði sem það velur sjálft en ekki fyrirfram valda staði sem því er sagt að fara á. Undir þetta þurfum við að búa okkur og skipuleggja ferðaþjónustusvæði með þetta í huga. Áherslumar þurfa að færast meira yfir í það smáa og daglega. Líf og starf í sveitum landsins að fomu og kannski ekki síður í nútímanum verður hluti af upplifun ferðamannsins," segir Sigurlaug Gissurardóttir. Hœgt að ferðast um landið allt árið Segja má að þeir Stranda- menn hafi slegið í gegn á þessu ári við að fá til sín ferðamenn og munu galdramálin eiga þar stóran þátt í. Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir á Kirkjubóli í Kirkjubólshreppi á Ströndum eru ný í ferðaþjónustunni en ferðaþjónustan á Kirkjubóli var opnuð í vor er leið. Þar var útbúið gistihús í öðru af tveimur íbúðarhúsum á staðnum. „Það gekk alveg ljómandi vel hjá okkur í sumar hvaó gistinguna varóar og má segja að hún hafi farið fram úr vonum. Við hjónin höfum einnig veriö að reyna að þróa þaó sem við köllum fjölskylduvæna afþreyingu. Við höfum verið með leikjadaga og göngu og ijörudaga fyrir böm og fulloröna og höfum unniö að því að koma upp leiksvæði við gisti- húsið. Þá lagfæróum við í sumar garnalt hús á jörðinni sem hefur fengið nafnið Vinabær. Þar er bæði bú og lítið leikhús og í hvom tveggja eiga bömin að ráða ríkjum. Það er ætlun okkar að gera vel við ijölskyldufólk sem er á ferðinni," segir Jón. Hann sagði að þau væru líka að vinna að því að breyta hluta af fjörunni við Kirkjuból í útivistar- svæði. Jón segir að þótt fjörur séu margar á íslandi sé ekki mikið um að fólk sé boðið velkomið í þær til þess að tína sér skeljar eða skoða rekadrumbana. Strandimar em frægar fyrir fjörumar þar og þá ekki síst þann mikla rekavið sem þar berst upp. Hann segir að það sé sannarlega margt að skoða í fjöru- ferð á Ströndum. „Stóra málið hjá okkur ferða- bændum er að lengja ferðamanna- tímabilið bæði vor og haust. Ég vil að átak verði gert hjá Ferða- þjónustu bænda í að fá Islendinga til að átta sig á því að það sé hægt að fara út í sveit hvenær ársins sem er. Það er ekki bara á sumrin sem hægt er að ferðast um landið heldur líka vetur, vor og haust og eiga þar góða stund með fjöl- skyldunni eða góðum hópi," segir Jón Jónsson ferðabóndi. Okkar bíður mikil vinna í markaðsstarfi Sigrún Valdimarsdóttir, frá ferðaþjónustunni að Dæli í Víðidal í V-Húnavatnssýslu, sagði eins og aðrir þátttakendur á ráðstefnu Ferðaþjónustu bænda og Hólaskóla að vandinn sem við væri að glíma í ferðaþjónustu bænda væri skortur á ferða- mönnum utan háannatímans. Hún sagði þetta vera mál Etöng lamms é lerðamMraut aö Hólwn í lok nóvember undirritaði samgönguráðherra samning við Hólaskóla um eflingu fjarnáms fcrðamálabrautar skólans. Samningurinn er til þriggja ára og með tilkomu hans verður Hólaskóla gert kleift að vinna markvisst að því að bjóða upp á meginhluta náms ferðamála- brautar í fjarkennslu við Iok samnings- tímabilsins. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að þróun fjarnáms við ferðamálabraut Hólaskóla og hafa einstök námskeið verið kennd í fjarnámi. Hafa viöbrögð við fjarnáminu staðfest að mikill áhugi og þörf er fyrir slíkt nám í ferðaþjónustu, enda geta nemendur þá samræmt atvinnu og nám. Um er að ræða árangursríka leið til að opna möguleika fyrir fólki, sem þegar starfar að ferðamálum, til aö afia sér sérmenntunar á þessu sviði. Ferðaþjónusta á íslandi er í afar örum vexti og mikilvægt að vandað sé til verka en þess einnig gætt að uppbyggingin sé í samræmi við getu hvers svæðis til að þróa ferðaþjónustu sem byggist á ábyrgri nýtingu umhverfislegra, félagslegra og menningarlegra þátta svæðisins. Það að auðvelda fólki víða um land til að mennta sig á sviði ferðamála og ferðaþjónustu er ein af forsendum þess að auka gæði og framþróun í greininni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.