Bændablaðið - 11.12.2001, Side 14

Bændablaðið - 11.12.2001, Side 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur hjá Veiðimálastofnun, hefur notað raf- eindafiskmerki á bleikjur norður í Húnaþingi til að rannsaka ferðir þeirra og umhverfi. Bleikjur úr Hópinu og Víðidalsá hafa verið merktar árlega síðan 1997, ýmist með mælimerkjum (31-57 sm langar bleikjur) eða hefðbundnum merkjum (15-54 sm langar bleikjur). Mælimerkin sem notuð eru mæla ýmsa þætti samkvæmt fyrirfram ákveðnum fresti og skrá tímatengt í minni sitt. Þetta eru gögn yfir dýpið sem fiskarnir fara um og hitann og seltuna á því dýpi. Þegar merktu fiskarnir veiðast eru gögnin færð úr merkjunum í tölvu til úrvinnslu. Rannsóknirnar hafa verið unnar í samstarfi við mælimerkjaframleiðandann Stjörnu-Odda og Veiðifélag Víðidalsár og Fitjár. Fjármögnun rannsóknanna hefur að hluta byggst á styrkjum og komu þar við sögu Tæknisjóður Rannsóknarráðs Islands, Lýðveldissjóður, Fiskræktar- sjóður og nú síðast Framleiðnisjóður Landbúnaðarins. Kortlagning árstíðabundinna ferða „I kjölfar þess að við höfðum náð að þróa þessa rannsóknatækni til að koma böndum á það hvemig ferðum og hegðun lax og sjóbirtings væri háttað í sjó, þá lá beint við að nýta sér hana einnig til að for- vitnast um atferli göngubleikju. Þegar fisk- amir sjá sjálfir um að bera mælitækin líkt og hér er raunin, þá er hnýsninni lítil takmörk sett. Því hefur okkur auðnast að afla ítar- legra gagna um það hvar bleikjur af þeim stærðum sem athugaðar vom halda sig og hvemig hegðun þeirra og umhverfi er háttað hverju sinni. Bleikjumar sem við höfum skoðað em göngubleikjur, þ.e.a.s. þær færa sig árstíðabundið á milli búsvæða, en bleikjumar samanstanda af tveimur megin- fargerðum." - Þú talar um tvær bleikjugerðir í þessu sambandi, hvað skilurþœr að? Þegar ég tala um tvær gerðir af bleikju á ég við að þessar bleikjur em i megindráttum af tvennum toga hvað farhegðun varðar, annars vegar sjóbleikjur og hins vegar bleikjur sem em staðbundnar með hliðsjón af ferskvatni. Fyrri hluta sumars skilur leiðir hjá þessum bleikjum. Þá ganga sjóbleikjur úr Hópinu út í Húnafjörð þar sem þær dvelja jafnan í 8-12 vikur, einkum á ósasvæðum, þar til þær ganga til hrygningar i ágúst og september. Staðbundnu bleikjumar dvöldu hins vegar áffam í Hópinu þar til þær gengu til hrygningar, almennt upp úr miðjum júlí. Þegar sjógangan hefst eru sjóbleikjur grann- vaxnari en staðbundnu bleikjumar. Einnig sýndu gögn mælimerkjanna að á þeim tíma var ekki hægt að greina hvora fargerðina væri um að ræða á því einu saman hversu silffaðar þær væm á bolinn. Hluti stað- bundnu bleikjanna var þá ekkert minna silffaður en sjóbleikjumar, sem breytti skoðanalandslaginu mjög því áður höfðu sumir flokkað allan silfraðan fisk á þessu svæði sem sjóbleikju. Þrátt fyrir að bleikjur af þessum gerðum beiti sér misjafnlega við ætisöflun þá haga þær sér í megindráttum eins hluta af lífsferlinum. Þannig ganga bleikjur af báðum fargerðunum í ámar til hrygningar og í kjölfar vetrardvalar í ánum ganga þær síðan í Hópið þar sem ætis- göngur þeirra hefjast. í Hópinu dvöldu þær ævinlega í fersku vatni, því þrátt fyrir að Hópið teljist til sjávarlóna þá nær sjór sjaldan nema inn í útfall þess." Hegðun fisksins í Ijósi aðstœðna hans Talandi um niðurstöður rannsóknanna þá er ekki annað hægt en nefna þá miklu möguleika sem þessi mæligögn bjóða upp á varðandi það að átta sig á sjálfri hegðun fisksins. Mæliffesturinn var allt niður í 6 mínútur og í því tiltekna dæmi voru 240 skráningar tiltækar á sólarhring fyrir hvem mæliþátt. Þetta dæmi sýnir vel hve ítarlega er hægt að skyggnast í hegðunarmynstrið og tilsvarandi umhverfisgögn sem mæld em. Ekki síst þegar litið er til þess að mælingamar hafa varað allt að einu ári og nú er verið að byrja að nota merki sem mæla munu í tvö ár. - Hverju skila slíkar hegðunar- upplýsingar helst? „Til viðbótar því að hafa tækifæri til að skrásetja hegðun fiskanna og umhverfi þeirra með þessari nákvæmni gefst færi á því að skoða hvort ákveðin hegðun er endurtekin ítrekað af sama fiski eða fiskunum almennt. Þetta gefur færi á því að skoða hvort tiltekið mynstur hegðunar teng- ist fiskstærð eða ástandi fisks, s.s. holdafari hans, kynþroska eða aldri, og síðan hvort hegðunin varir yfir ákveðin tímabil eða ákveðnar umhverfisaðstæður. Séu tengslin marktæk má spá fyrir um hvað líklegast sé að fiskar af ákveðinni stærð og í tilteknu ástandi aðhafist á tilteknum tímabilum eða við tilteknar umhverfisaðstæður. í því sam- bandi er rétt að benda á að vænta verður þess að ýmsar meginlínur í þessum efnum gildi einnig fyrir göngubleikjur á öðrum svæðum. Það þýðir að notagildi upplýsinga varðandi ákveðna grunnhegðun getur verið á breiðum grunni." Einfalt dæmi um þetta væri spá urn það hvað líklegast sé að fiskurinn geri að degi eða nóttu og á flóði eða fjöru. - Erþá ekki hœgt að nota þetta til að auðvelda sér veiðiskapinn? „Jú, ef ástand viðkomandi fiskstofna er með felldu þá væri slíkt tilvalið, en væri því öfúgt farið mætti hugsa sér að upplýsingamar yrðu notaðar til að sníða vemdaraðgerðir eftir, svo að hlífa mætti ákveðinni fiskstærð/ ákveðnum fiskstofnum. Svo dæmi sé tekið af bleikjunni í Hópinu þá sýna niður- stöðumar marktækan mun á því dýpi sem fiskamir héldu sig á í næturhúmi og náttmyrkri annars vegar og i dagsbirtu hins vegar, auk þess sem stigsmunur var á þessari hegðun með hliðsjón af fargerð. Út ffá rannsóknamiðurstöðunum er ljóst að stangveiðimaður sem ekki er á báti hefur að jafnaði mesta aflavon fyrri hluta surnars, sérstaklega síðla kvölds, að nóttu eða í bítið, þegar fiskurinn hefur gjaman fært sig af dýpri svæðum upp að landi sérstaklega sjóbleikjan. Netaveiðimaður sem ætti lögn á svæði þar sem misdýpi væri við landið gæti ennfremur prófað að leggja netin miðað við dýpi sem þessir botnlægu fiskar fara mest um samkvæmt mælingunum. í sjónum, s.s. á helsta beitarsvæðinu Húnavatni, yæri við bleikjuveiðina hvoru tveggja hægt að líta til þess dýptar- og seltusviðs sem sjóbleikjumar hafa sýnt að þær halda sig frekast innan, miðað við flóðhæð sjávar." Umbcetur í veiðinýtingu göngubleikju A liðnu ári segir Jóhannes að þessi vinna hafi verið víkkuð út. „í fyrra var gerð áætlun um að vinna upp gögn ffá merkingunum 1997-1999. Þar var gert ráð fyrir því að upplýsingamar um atferlisvistffæði bleikjanna væm settar fram með þeim hætti að það nýttist til ákvarðanatöku varðandi mögu- legar umbætur í veiðinýtingu. í tengslum við það lá ljóst fyrir að magn slíkra gagna varðandi ýmsa veigamikla þætti lágu ekki fyrir í nægilegum mæli og því var í áætluninni gert ráð fyrir áffamhaldandi merkingum, samhliða úrvinnslu, árlega fram til 2003. Ennfremur varð úrvinnsla upplýsinga urn bleikjuveiði á svæðinu og um hlunnindi af henni eðlilega hluti af úrvinnslunni. Aherslumar sem þama vom settar fengu hljómgmnn hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem ákvað að koma að verkinu með því að veita því fjárstyrk, en auk þess styrkir Fiskræktarsjóður vinnuna. " - Eru nú þegar einhverjar umbætur i sjónmáli? „Já, umbætur byggðar á vinnu okkar em nú þegar í deiglunni. Sú nýja vídd þekkingar sem mælimerkjagögnin vissulega opnuðu hefur nú þegar gert okkur kleift að standa i báða fætuma í mörgum málum. Þetta hefúr hvom tveggja gert kleift að staðfesta margt sem engin þörf er að breyta í veiði- skipulaginu og einnig að setja ífam rökstuddar breytingatillögur varðandi annað. Síðan er bara að vona að áætlanir gangi eftir áffam, þannig að í lok verkefnisins sé göngulagið sem hnökraminnst miðað við markmiðin sem við höfum sett okkur í heild. í raun em þær niðurstöður sem við höfúm fengið hinar merkilegustu og munu án vafa koma að gagni þeim sem nýta sér bleikjuna, bæði til veiða og sem tekjulind," sagði Jóhannes Sturlaugsson. Landskeppni Smalahundafélags Islands Austurlandsdeild Smalahundafélags íslands er nýjasta deildin í Smalahundafélaginu. Deildin var stofnuð 21. júní 2001. Dagana 27. og 28. október stóð hún fyrir landskeppni smalahunda að Eyrarlandi í Fljótsdal, en þar em mjög góðar aðstæður til keppni. Keppt var í byrjendaflokki, unghunda- flokki og almennum flokki. Alls vom keppendur 16. Sigurvegari í byrjendaflokki var Carpur frá Eyrarlandi. Eigandi og keppandi: Jón Þór Þorvarðarson, Glúmsstöðum. I 2. sæti var Tryggur frá Daðastöðum, eigandi og keppandi: Kristín Kjartansdóttir, Brún Mjóafirði. 3. sæti var Snati frá Stangarholti, eigandi og keppandi. Kristín Kjartansdóttir, Brún. I unghundaflokki var í 1. sæti Vaskur frá Dalsmynni, eigandi og keppandi: Svanur Guðmundsson, Dalsmynni. í 2. sæti Tryggur frá Daðastöðum, eigandi og keppandi: Kristín Kjartansdóttir og 3. sæti Snati frá Stangarholti, eigandi og keppandi: Kristín Kjartansdóttir. Í almennum flokki var í 1. sæti Skessa frá Hæl, eigandi og keppandi: Svanur Guðmunds- son, Dalsmynni. 2. sæti Skotta frá Daðastöðum, eigandi og keppandi: Gunnar Einarsson, Daðastöðum. 3. sæti Tígull frá Eyrarlandi, eigandi og keppandi: Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi. 77/ umliugsunar fyrir hundaeigendur. A síðustu ámm hefúr orðið vemleg Qölgun Border collie hunda í sveitum landsins. Sífellt fjölgar þeim bændum sem eiga taminn border collie hund, þokkalegan eða jafnvel góðan fjárhund. Þetta er vel því aldrei hefur verið meiri þörf en nú fyrir vel ræktaða og vel tamda hunda til vinnu við kindur, vegna þess fámennis sem víða er í sveitum. En til að vel ræktaður hundur geri eiganda sínum gagn er nauðsynlegt að temja hann. Það er nokkur vinna en þó ekki svo mikil að allir hafa tíma til þess. Þá er mjög mikilvægt að forðast að ótamdir hundar komist uppá allskyns ósiði sem erfitt getur reynst að venja þá af. Við tamningu border collie hunds emm við að nýta okkur veiðihvöt hundsins, okkur til gagns. Það er hins vegar alltof algengt að tíkur með hvolpa eða ungir hundar, jafúvel margir á sama bænum, gangi lausir, nótt sem dag. Þetta er mikið kæmleysi og ef slíkt ástand varir einhvem tíma er mjög hætt við að það endi með því að hundamir fari að atast í skepnum í nágrenninu og þá er stutt í verri hluti sem enginn vill bera ábyrgð á. Það á að vera sjálfsagður hlutur að á þeim tíma árs sem búsmali er úti, séu hundar ekki lausir úti og ávallt settir inn eða í ömggt áheldi ef heimilsfólk fer af bæ. Þama þurfúm við að taka okkur á. Bændur, nýtum okkur fjölbreytta eiginleika og kosti bor- der collie hunda við allt fjárvafstur. Sýnum ábyrgð og höfúm hundana okkar undir eflirliti svo ömggt sé að þeir valdi hvorki okkur sjálfúm né öðmm tjóni eða óþægindum. Skiljum þess vegna ætíð við hundana okkar þar sem við viljurn ganga að þeim. Stjórn Austurlandsdeildar Smala- hundafélags íslands.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.