Bændablaðið - 11.12.2001, Qupperneq 15

Bændablaðið - 11.12.2001, Qupperneq 15
Þriðjudagur 11. desember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 15 Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Samband íslenskra loðdýrabænda Ert þúeintmna? Ertu f vanda? . Vírab'ratv óéapypts símaþjónusta fyrir 18 ára og eUri, ei opin á twefju kvölxti fiá 20-23.' 100% tnínaói heibð. LeiguíbúO Bændasamtakanna Um áramót rennur út samkomulag það sem verið hefur um afnot íbúðar þeirrar sem BI hefur leigt út síðan í júní sl. Þar sem ekki hefur verið gengið frá kaupum eða leigu á annarri íbúð er mögulegt að ekki verði aðgangur að íbúð á vegum samtákanna í einhverjar vikur á nýju ári. Festingar fyrir milligerdir VELAVAL-Varmahliö w Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is Þarft þú að fjárfesta fyrir áramótin? Hjá Gúmmtvinnslunni fœrð fiú allt á einurn stað! □ Dráttar véladekk □ Fólksbíladekk □ Keðjur □ Felgur □ Rafgeymar □Heyvinnuvéladekk □Vörubíladekk □Jeppadekk 0 Básamottur 0 Oryggishellur Kannaðu málið á www.gv.is Haltu þeim á Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1 • Akureyri Hringið og féiið frekori upplýsingor Slmi 461 2600 *Fax 461 Þýsku básamotturnar frá Gúmmívinnslunni má nota jafnt undir hesta, kýr, svín og ffeiri dýr Eigum á lager 100,110 og 120 cm breiðar mottur í ýmsum lengdum, einnig dregla og moitur í kerrur og pafibíla. mottunni! Fróðleiksfúsi - Tilvalin jólagjöf! Hringið í 563 0300 og pantið eintak Aatlsjú!! í síðasta Bændablaði skrifar Jóhann Már Jóhannsson grein þar sém hann segir skoðun sina á skrifum undirritaðs í Bændablaðinu og það er svosem ekkert nema gott um það að segja, að rnenn sjái ástæðu til að koma skoðunum sínum á framfæri. Greinarhöfundur segist vera kominn á þá skoðun að aldrei sé of langt gengið í að útskýra hluti fyrir fólki, sem hann telur frekar illa gefið, og setur okkur óbreytta bændur í þann flokk. Mér finnst afturámóti miklu erfiðara dæmi að útskýra mál fyrir vel gefnu fólki eins og ég myndi nú vilja ætla að óreyndu að greinarhöfundur sé. Það er nefnilega svo með marga vel gefna menn að þeir hafa gáfur sem þeir nota til að snúa útúr, rangtúlka vísvitandi og þrasa og þvæla um það sem þeir lesa eða heyra sjálfum sér til framdráttar og gildir þá oft einu hve vel gefinn sá sem útskýrir er, eða hvort hinn velgefni er sammála eður ei. Hvað varðar þessa grein að öðru leiti þá vil ég aðeins nefna vangaveltur minar um sölu greiðslumarks þá eru mér vitanlega engar aðrar forsendur varðandi söluna fyrirliggjandi í dag en þær sem ég hef áður nefnt, enda kemur greinarhöfundur ekki fram með neinar nýjar. Hann segir einungis að forsendur mínar séu: “alls ekki nálœgt því sem búast má við í framtiðinni. ” Þær eftirgrennslanir sem greinarhöfundur hefur staðið í varðandi ntína persónulegu hagi þá sé ég ekki að þeir komi ntálinu neitt við og svona hnýsni er nú heldur ógeðfelld og viðkomandi hreint ekki til framdráttar. Það eru ekkert annað en helber ósannindi þegar greinarhöfundur segir mig nefna stjórnarmenn hjá LS “soðlappa” það hefur mér aldrei komið til hugar ég spurði einungis “Eru þetta alveg ónýt samtök með eintóma soðlappa innanborðs......” Özur Lárusson framkvæmdastjóri LS tekur sér sjálfviljugur þennan titil í grein í Bændablaðinu og telur sig sjálfsagt verðskulda hann fyrir hönd LS. Það eru einnig hrein ósannindi þegar greinarhöfundur vænir mig um að kenna þeim bændum sem eru í 0,72 reglunni um það sem aflaga fer. Því fer víðsfjarri enda bjuggu þeir ekki þessa reglu til né hafa þeir gert kröfu um að fá til sín hluta af útflutningsgreiðslum. Þeir kusu að fara þessa leið sem þeirn var boðið uppá og fóru hana vegna þess að þar sáu þeir hagsmunum sínum best borgið. Það var ekki ætlun mín að fara útí eitthvert þras með þessum skrifum mínum um kjaramál bænda, en það sent ég hef áður skrifað hér um stendur. Það er því miður staðreynd að sauðíjárbændur búa við slæm kjör, og ein leið til að reyna að bæta þar úr er að þrýsta á þau félagssamtök sem fara með þennan málaflokk í þeirri von að þau hamri á sláturleyfishöfum og svo koll af kolli. Það hefur enginn verið að tala um að verðleggja sig útaf markaðinum í því sambandi einsog Özur segir og ég hef áður nefnt að lágmarksverð LS er það allra minnsta, sem við getum sætt okkur við. Verðþróun í nautakjötsframleiðslu hefur verið á þann veg að verð til bænda lækkar og verð til neytenda hefur hækkað, og mig óar við ef við megum eiga von á slíkri aðferðafræði í verðmyndun sauðíjárafurða. Eina leiðin sem við eigum til að reyna að koma í veg fyrir enn frekari fækkun í stéttinni og jafnvel hrun hennar er að hækka verð á útflutningi og í það minnsta að leyfa okkur að njóta hlutfallslega þess gengismunar sem hefur orðið á útflutningi s.l. ári. Eg vil svo óska bændum og búaliði árs og friðar með von um betri tíð með hækkandi sól. Ragnar Þorsteinsson Sýrnesi Aðaldal syrnes@isl.is Listahál kvenna I uppsveítum Árnessýslu Konur í uppsveitum Ámes- sýslu héldu Dag dreifbýliskvenna- hátíðlegan, fyrstar íslenskra kvenna, með listahátíð í Aratungu að kvöldi 15. október2001. Ferðamálafúlltrúi uppsveitanna, Ásborg Amþórsdóttir, héft utan um skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar. Hún kallaði til for- menn kvenfélaganna í sveitunum átta, Gnúpverjahreppi, Hrúna- mannahreppi, Skeiðum, Biskups- tungum, Þingvallasveit, -Laugardal, Grímsnesi og Grafningi. Konur á vegum kvenfélaganna unnu síðan í hverri sveit fyrir sig, hvöttu konur til að vera með og'sýna listir sínar á kvennakvöldi. Málefninu var alls staðar vel tekið, þessi einfalda aðferð við undirbúning gekk vel upp og kostaði ekki óhóflega vinnu eða fjármuni. í tilefni dagsins var opnuð sýning myndverka- og annarra list- muna í Aratungu, félagsheimili Tungnamanna. Þar sýndu 26 konur verk sín. Sýning þessi var glæsileg í alla staði og fullyrða má að þar komu hvergi nærri öll kurl til grafar. Margar listakonur eru enn heima með verk sín. Sýningin var opin almenningi alla vikuna. Á kvöldvöku var sungið, dansað, kveðið og klæmst eins og konur einar gera. Yfir 20 konur komu fram. Flutt vom tvö frum- samin ljóð, ort í tilefni dagsins, eftir þær Margréti Baldursdóttur, Króki í Biskupstungum og Katrínu Ámadóttur, Hlíð í Gnúpverja- hreppi. Við sem skipulögðum hátíðina renndum algerlega blint í sjóinn varðandi þátttöku. Öllum konum í sveitunum átta var boðið til hátíðarinnar með dreifibréfi og Ásborg kynnti kvennakvöldið í Qölmiðlum. Óhætt er að segja að aðsóknin var frábær, um 250 konur á öllum aldri fylltu Ara- tungu, stemmingin var frábær og samkoman öll með gleðibragði. Katrín í Hlíð orti svo, og þetta mega heita einkunnarorð kvöldsins: Ég lifna við, þaó líkar mér er leikum allar saman. Að klappa fyrir sjálfri sér er sannarlega gaman. Nú verður þrautin þyngri fyrir okkur uppsveitakonur að endur- taka leikinn að ári, en við emm staðráðnar í að gera okkur glaðan dag, með hvaða hætti sem það verður. Konur annarra sveita hvetjum við til að merkja við 15. október á dagatalinu og halda daginn hátíðlegan, hver á sínu svæði. Í dreifbýlinu er fólgnir fjársjóðir mannauðs og menningar. Engir kunna betur • en - sveitamenn - að skemmta sér og öðmm og Alþjóðadagur kvenna í dreifbýli ætti að vera kjörinn grundvöllur til að halda hátíð í sveitum um allt land. Við þurfum að þekkja styrk okkar-og-sýna hver-við-erum.- - Sigríður Jónsdóttir, Gýgjarhólskoti. Grein Sigríðar hefúr beðið lengur en góðu hófi gegnir. Beðist er velvirðingar á því. -ritstj.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.