Bændablaðið - 11.12.2001, Page 20

Bændablaðið - 11.12.2001, Page 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 Lánasjóður landbúnað arins Inngangur Lánasjóður landbúnaðarins starfar samkvæmt lögum nr. 68/1997, með síðari breytingum. Hlutverk sjóðsins er að tryggja landbúnaðinum aðgang að lánsfé til fjárfestinga á hagstæðum kjörum og stuðla þannig að æskilegri þróun atvinnuvegarins. í 8. gr. laga um sjóðinn segir að við "ákvörðun útlána skuli hafa hliðsjón af því hverjar rekstrarforsendur viðkomandi búgreina eru og hversu há veðlán hvíli á eigninni og skal eigi veita lán ef ástæða er til að ætla að búrekstur á jörðinni geti ekki staðið undir auknum lánum". Ennfremur segir í 9. grein laganna: "Lán má veita gegn eftirfarandi tryggingum: a) Veði í fasteign, enda hvíli eigi veðskuldir á henni til annarra en Lánasjóðsins eða annarra opinberra sjóða á undan þeim veðrétti sem sjóðurinn fær. b) Veði í þeim húsum sem lánað er til, ásamt tilheyrandi lóð og lóðarréttindum, ef þau eru byggð fyrir sjálfstæðan rekstur. c) Veði í þeim vélum sem keyptar eru. d) Ábyrgð sveitarsjóðs vegna eigin framkvæmda". Lán til bænda eru tryggð með veði í viðkomandi jörð með öllum gögnum hennar og gæðum, þ.m.t. framleiðslurétti. Við ákvarðanir um lánveitingar Lánasjóðs landbúnaðarins er litið til eiginfjárstöðu og þekkingar lántakanda og reynslu af búrekstri. Einnig ertekið mið af markaðsaðstæðum í viðkomandi búgrein og búskaparskilyrðum á bújörðum, þar með talið greiðslumarki. Búnaðargjaldsskyld starfsemi er skilyrði fyrir lánveitingu á lægri vöxtunum. Ekki eru veitt lægri lán en kr. 500.000. Lántökugjald af hverju láni er 1% af lánsupphæðinni og stimpilgjald 1,5%. Vaxtakjör eru breytanleg. Gjalddagar lána eru fjórir á ári nema lántakandi óski eftir að þeir verði færri. UpþhafSgjalddagi er þó fyrst einu ári eftir að lán er veitt. Oll lán eru til 5 ára eða lengri tíma og bera fulla verðtryggingu. Heimilt er að greiða upp lánið hvenær sem er á lánstímanum. Vaxtakjör eru skv. ákvörðun sjóðsins hverju sinni. Ef jörð fellur úr landbúnaðarnotum, dregið er verulega úr búnaðargjaldsskyldri starfsemi, henni hætt eða aðrar verulegar breytingar verða á búrekstri á jörðinni þannig að árlegt reiknað búnaðargjald af starfseminni verði undir kr. 12.000 (m.v. vísitölu neysluverðs í desember 2001), er Lánasjóðnum heimilt að breyta vaxtakjörum allra lána er bera niðurgreidda vexti í vaxtakjör lána sem bera óniðurgreidda vexti, nú 7,25%. Upphæð reiknaðs búnaðargjalds er endurskoðuð árlega. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að takmarka að einhverju eða öllu leyti lánveitingar til einstakra búgreina meti hann það nauðsynlegt með tilliti rVSftíU! líaðfiái Líl ' i O. Reglur Lánasjóðs landbúnaðarins um lánveitingar árið 2002. Gilda frá 1. janúar 2002 til markaðsaðstæðna eða annarra aðstæðna í viðkomandi búgrein eða búgreinum. Lánaflokkar: 1. Til jarðakaupa Skilyrði fyrir láni hjá Lánasjóði landbúnaðarins til kaupa á jörð eru að kaupandi hafi fasta búsetu á jörðinni og stundi þar búskap í atvinnuskyni. Þó má lána til jarðakaupa án þess að þessum skilyrðum sé fullnægt, svo sem ef um er að ræða sameiningu jarða í þeim Lánasjóður landbúnaðarins tilgangi að bæta búskaparskilyrði. Ekki er lánað umfram 70% af virðingarverði jarðar og aldrei umfram kaupverð hennar skv. kaupsamningi. Hægt er að óska eftir að jarðakaupalán séu afborgunarlaus fyrstu tvö árin eftir lántöku. Vexti þarf þó að greiða á gjalddögum. 1.1. Lán til kaupa á jörðum með búnaðargjaldsskylda starfsemi. Lánsupphæð: Eftirfarandi viðmiðun er meginregla varðandi lán á 3,43% vöxtum: Jarðir með árlega veltu yfir kr. 1.500.000 kr. Lánað er kr. 10,700 á hverjar kr. 10.000 af búnaðargjaldsskyldri veltu. Hámarkslán á 3,43% vöxtum er kr. 10.000.000. Heimilt er að veita viðbótarlán á 7,25% vöxtum skv. nánari ákvörðun hverju sinni, þó aldrei hærra en kr. 6.000.000. Lánstími: Allt að 40 ár. Vextir: 3,43% og 7,25%. 1.2. Lán til kaupa á jörð þar sem er engin eða óveruleg búnaðargjaldsskyld framleiðsla. Lánsupphæð: Ákvörðun sjóðsins hverju sinni. Lánstími: Allt að 40 ár. Vextir: 7,25%. 2. Til bústofns- og vélakaupa Rétt til láns til kaupa á bústofni eiga frumbýlingar sem hófu eða hefja búskap á árunum 2000, 2001 eða 2002, þeir sem eru að taka upp sauðfjárbúskap að nýju eftir * skipulagðan niðurskurð vegna sauðfjársjúkdóma og bændur sem hafa hætt búskap í a.m.k. 5 ár, enda hafi eldra bústofnskaupalán verið greitt upp eða yfirtekið af öðrum ábúanda. Ef búskap er hætt, bústofninn seldur eða honum fargað, fellur lánið allt í gjalddaga, en kaupanda bústofnsins er þó heimilt að yfirtaka lánið. Ekki er lánað til stækkunar bús umfram greiðslumark í nautgripa- og sauðfjárrækt. Lánað er skv. skattmati á hvern grip. 2.1. Bústofnskaupalán. Lánað er til kaupa á allt að 30 kúm eða kelfdum kvígum eða 300 ám/lömbum eða 40 gyltum eða 3.400 varphænum eða 600 minkalæðum eða 150 refalæðum. Lánstími: Allt að 10 ár. Vextir: 4,43%. 2.2. Búvélar og tæki. Lánað til: Kaupa á búvélum, þriggja ára og yngri. Lánshlutfall: Allt að 65% af kaupverði skv. sölureikningi sem staðfestur er með áritun söluaðila. Lánstími: Allt að 10 ár. Veð í fasteign. Vextir: 7,25%. Heimilt er að lána nýjum ábúendum 65 % lán til kaupa á búvélum og tækjum, óháð aldri hins keypta. Heimilt er að veita lán með veði í skráningarskyldri vél, t.d. til félagslegra verkefna bænda. Lánstími allt að 8 ár. Vextir 8,25%. 3. Framkvæmdalán Lánað er til nýbygginga og varanlegra endurbóta Lánasjóðurinn lánar til nýbygginga, gagngerðra endurbóta og breytinga á útihúsum. Skilyrði fyrir lánveitingu til endurbóta og endurnýjunar er að um sé að ræða verulegar og varanlegar endurbætur þannig að gera megi ráð fyrir að þær standist a.m.k. út lánstímann án frekari aðgerða en venjulegs viðhalds. Sjóðurinn lánar ekki til smávægilegra viðgerða eða venjulegs viðhalds. Lánshlutfall er að hámarki 65% af samþykktum kostnaði vegna framkvæmdar eða kaupverði búnaðar, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hægt er að óska eftir að framkvæmdalán séu afborgunarlaus fyrstu tvö.árin eftir lántöku. Vexti þarf þó að greiða á gjalddögum. Sé ekki annað tekið fram er lánstími vegna nýbygginga allt að 30 ár, vegna stækkunarallt að 25 ár og vegna.endurbyggingá allt að 20 ár. Lánstími vegna búnaðar er allt að 12 ár. Við mat á lánshæfi framkvæmda vegna lánveitinga á lægri vöxtunum, . er tekið tillit til fyrri lánveitinga til eldri bygginga sem fyrir eru á jörðihni. Byggingar 10 ára og yngri eru að jafnaði metnar að fullu inn í stærðarmörk, en eldri byggingar eru fyrndar um 6,66% á ári fyrir hvert aldursárumframlO. , 3.1. Fjós. Lánað til: Byggingar fjósa, mjólkurhúsa, mjaltaaðstöðu og haughúsa. Éinnig kaupa á fóðruharkerfum, mjaltakerfum og mjólkurtönkum. Stærðarmörk (3,43% vextir); 40 básar með tilheýrandi aðstöðu, þ.m.t. uppeldisaðstöðu fyrir-geldneyti. Vextir: 3,43% að stærðarmörkum og síðan 7,25%. 3.2. Fjárhús. Lánað til: Byggingar fjárh.úsa og áburðarkjallara. Hámarksdýpt kjallara í mati til-láns er 150.cm. Stærðarmörk (3,43% vextirj; 500 kindur með tilheyrandi aðstöðu. Véxtir: 3,43% að stærðarmörkum og síðan 7,25%. - ' . 3.3. Svíríahús. Lánaðtil: Byggingar svínahúsa, haughúsa, innréttinga og fóðrunarkerfa. Stærðarmörk (3,43% vextir): 50 gyltur með tilheyrandi uppeldisaðstöðu.' Vextir: 3,43% að stærðarmörkum og síðan 7,25%. 3.4. Hænsnahús. Lánað til: Byggingar hæpsnahúsa með tilheyrandi búnaði. Stærðarmörk (3,43% vextir): 4.500 varphænur eða 5.000 holdakjúklingar. . Vextir: 3,43% að stærðarmörkum og síðan 7,25%. 3.5. Hesthús. Lánað til: Byggingar hesthúsa og áburðarkjallara. Stærðarmörk (3;43% vextir): Fyrir 24 hross með tilheyrandi aðstöðu að mati sjóðsins. • Vextir: 3,43% að stærðarmörkum og síðan 7,25%. 3.6. Reiðskemmur. Lánað til: Byggingar reiðskemma með tilheyrandi aðstöðu að mati sjóðsins. Hámarkslán kr. 5.000.000. Vextir: 7,25%. 3.7..Hlöður. Lánað til: Byggingar hlaða, fóðurgeyma fyrir laust fóður og tæknibúnaðar \ hlöður. Lánshlutfall: Allt að 65% af matsverði framkvæmda vegna byggingar hlaða-og kaupa á fóðurgeymum fyrir laúst fóður, en allt að 50% végna kaupa á tæknibúhaði. Vextir: 3,43% eða 7,25%.eftir umfangi búnaðargjaldsskyldrar framleiðslu. 3.8. Gróðurhús. Lánað til: Byggingar gróðurhúsa,

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.