Bændablaðið - 11.12.2001, Side 24

Bændablaðið - 11.12.2001, Side 24
24 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 Landssamband kúabænda NRF-málið Eins og kúabændum er vafalítið kunnugt hefur verið hætt við frekari áform um innflutning NRF-fósturvísa vegna samanburðartilraunar. Vegna þessa verður starfsemi hætt í Nautastöð LK í Hrísey. I blaðinu eru auglýstar til sölu kýr sem má flytja í land. Gert er ráö fyrir að búið verði aó ganga frá öllum lausum endum vegna lokunar stöðvarinnar 1 .mars nk. Sceðingamál Nýverið var tekið saman yfírlit um sæðingakostnað kúabænda um allt land. Fram kom að mikill munur er á milli svæða hvað snertir kostnað einstakra kúabænda við sæðingar og er hvert svæði með sérgjaldskrá. Nánar má lesa um kostnað við sæðingamar í blaðinu en meira um sama mál er á vef LK. Agromek 2002 Eins og undanfarin ár stendur Ferðaskrifstofa Vesturlands fyrir ferð á Agromek landbúnaðar- sýninguna í Danmörku í janúar nk. Þetta er fímmta skipulagða hópferðin á þessa sýningu og sem fyrr er Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, fararstjóri. Þessi ferð hefur notið fádæma vinsælda og hafa á þriðja hundrað þátttakendur farið á sýninguna undanfarin ár á vegum Ferðaskrifstofu Vesturlands. Ferðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þar sem auk sýningarinnar verða heimsóttir bændur og auk þess nokkur fyrirtæki. Dagskrá sýningarinnar er á vef LK: www.naut.is, en einnig er hægt að fá dagskrána senda beint frá Ferðaskrifstofu Vesturlands (s. 437 23 23). Rannís-skýrslan Nú ættu allir kúabændur af hafa fengið Rannís-skýrsluna svokölluðu í hendur. Ef einhver hefur ekki fengið hana er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við skrifstofu LK. Verð á greiðslumarki Undanfamar vikur hafa viðskipti með greiðslumark verið með minna móti en oft áður. Eitthvað er þó um viðskipti og samkvæmt nýjustu upplýsingum um verðþróun, hefur verðið heldur verið að lækka. Siðasta staðfesta sala á greiðslumarki (5. des.), sem LK hefúr upplýsingar um, er kr. 200,- og vom þau viðskipti með 10.000 lítra. Vænta má þess að þeir bændur sem kaupa meira magn í einu geri kröfu um lægra verð en hér um getur. Vertu með! - þánka i félagsmálum bænda Fyrir nokkm fór fulltrúi úr Jafnréttisnefnd Bændasamtaka íslands þess á leit við mig að ég tæki að mér að skrifa í Bænda- blaðið um mikilvægi þess að taka þátt í félagsmálum bænda. Ég færðist ekki undan, því að það er grunntónn félagsstarfs að vera með. Taka þátt sjálfur i stað þess að ætla það öðmm, skorast ekki undan þeim verkum sem vinna þarf og taka erfiðari og flóknari verkefnum sem jákvæðri og ögrandi áskorun. Það gildi það sama í félagsstarfi atvinnugreinar eins og í öðrum störfum mikil- vægast er að vera í vinnunni, mæta, hörfa ekki þó kýrin sparki af sér, æmar sleppi út um hliðið, girðingin sé i henglum eftir vetur- inn og túnið kalið. Hörfa ekki þó fundurinn sé hundleiðinlegur, ræðan gleymist um leið og komið er í ræðupúltið og Jón og Gunna séu algjörlega á móti þinn skoðun og fínnist þú ótrúlega vitlaus, held- ur læra, þróast og þroskast eins og í hverju öðm starfí. I mínum huga er fyrsta skrefíð ákvörðun fremur en áhugi. Að taka þá ákvörðun að baráttumál minnar atvinnugreinar séu mikilvæg og að ég sé tilbúin til að nýta hluta af tíma mínum í þeirra þágu fremur en til dæmis að leika með áhuga- leikfélaginu, syngja í kómum, eða vera í blakliðinu. Allt eru þetta spennandi verkefni og áhugaverð en það er ljóst að þau verkefni sem snúa að mér sem bónda hafa meiri og víðtækari áhríf á mig og mína fjölskyldu sem neytendur og mat- vælaframleiðendur en það hvort liðið vinnur leikinn eða hvemig leiksýningin tekst í ár. Félags^tarf atvinnugreinarinnar á stóran þátt í að skapa afkomumöguleika mína og þína, framtíð okkar og sam- starfsmanna okkar í bændastétt og það sem meira er, framtíðarmögu- leika íslenskra neytenda og þar með bamanna minna og þinna. Forgangsröðin og stráin. Ég starfa i félagsmálum bænda fyrst og fremst fyrir íslenska neyt- endur, því næst fyrir kúabændur Öll tökum við ákvarðanir um okkar vettvang, innan sveitar- stjómarinnar, saumaklúbbsins, fót- boltahópsins, fyrir framan sjón- varpið, í handverkinu eða björgun- arsveitinni. Ég skrifa þessa grein til að hvetja bændur til að setja verkefni eigin atvinnugreinar í fyrsta sæti. Að ákveða að taka þátt í félagsmálum bænda og skorast ekki undan. íslenska þjóðin þarf á r Eg skrifa þessa grein til að hvetja bændur til að setja verkefni eigin atvinnugreinar í fyrsta sæti. Að ákveða að taka þátt í félagsmálum bænda og skorast ekki undan. íslenska þjóðin þarf á því að halda að við, bændumir sjálfír, tökum á okkur ábyrgð til að vekja athygli á mikilvægi íslenskra bænda og því færri sem einingamar verða þeim mun mikilvægari er hver einstaklingur, segir Kristín Linda Jónsdóttir í grein sinni. og síðan bændur almennt. Tökum kúabændur sem dæmi. í dag er framleidd mjólk á rétt um eitt- þúsund sveitabæjum á íslandi. Ég veit að íslenskir mjólkurfram- leiðendur eru hörku duglegt, fram- sækið og metnaðarfullt fólk sem gæti sannarlega spjarað sig í öðrum störfum en getur þjóðin spjara sig án þeirra? Ef svo yrði þá mundu hryðjuverk sem hefðu áhrif á flug yfír Atlandshafi þýða mjólkurskort á íslandi. Er ef til vill er svo langt síðan matarskortur var raunveruleiki að enginn getur lengur ímyndað sér hvað það þýðir? Stalosan F 25 kg Staiosan t Efni sem sótthreinsar (td. múkk í hestum og júgurbólgu í kúm) og bætir loft í útihúsum, Einkum ætlað til notkunar í fjósum og hesthúsum. n VersUinirvJEyri Kaupfélag Skagfirðinga - Verslunin Eyri Sauðárkróki - S:4554627 F:4554611 því að halda að við, bændumir sjálfír, tökum á okkur ábyrgð til að vekja athygli á mikilvægi íslenskra bænda og því færri sem einingam- ar verða þeirn mun mikilvægari er hver einstaklingur. Viðhorf almennings og ráðam- anna til stéttarinnar mótast af hennar eigin sjálfsmati og sýni- leika. Hvert einasta strá er mik- ilvægt til að þétta grasrótina. Þann- ig verður uppskeran ríkuleg und- irstaða fyrir þá sem vinna verkefn- in áfram aílt til ábyrgðamiestu starfanna í félagskerfinu okkar. Timinn og kynin. Að taka þátt tekur svo sannar- lega tíma, en það er einhver besta faglega örvun sem hægt er að fá að vinna með áhugasömu og kapps- fullu fólki að verkefnum sinnar eign atvinnugreinar. Að fínna að við emm öll á sama báti þó skoðanir og áherslur séu mismun- andi. I félagsstarfi kúabænda hefúr það verið mér ometanlegur ánægjugjafi, fróðleikur, hvatning og uppörvun að fá tækifæri til að hitta samstarfsmenn mina, sem vinna eins og ég að því að fram- leiða mjólk og nautakjöt fyrir íslenska neytendur, hvort sem er á heimavelli eða á landsvísu. Það er líka ögrandi verkefni að leitast við að setja sig í spor bænda sem fást við önnur verkefni eins og skógrækt, loðdýrarækt eða hross- arækt og átta sig á hvar sameigin- leg baráttumál liggja. Þegar heim kemur nýtist umfjöllun um at- vinnugreinina til beinna ffamfara á eigin búi og sem hvati til að gera betur og stefna hærra. Eins og ég sagði þurfúm við á hverju einasta strái að halda bæði ungum og gömlum, konum og körlum. Því betur er það svo að á hverju ári berast fregnir af því að kvenkynið sé að taka að sér ný ábyrgðarstörf í félagsstarfi bænda og að konum sé að fjölga í grasrótinni sem allt starfíð byggir á. Þrátt fyrir það eru konur of oft aðeins ein af hveijum tíu, eða svona þar um bil, þegar verkefni landbúnaðarins eiga í hlut. Það er spurt; er það ekki bara allt í lagi, ekki förum við að draga konurnar niður sem eru uppi í hlið að planta, eða úr fjósinu, eldhúsinu eða fjárhúsunum ef þær ekki vilja það sjálfar? Starfa þessar sveitakonur ekki líka flestar við eitthvað annað en landbúnað? Ef ég þekki íslensk- ar konur rétt láta þær ekki draga sig eitt eða neitt en ég skora á ykk- ur kynsystur mínar að vera með, mæta og ganga í verkin, taka áskorunum og hörfa ekki. Mikil óskapleg gæfa yrði það fýrir íslenska neytendur og at- vinnugreinina okkar landbúnað ef við gætum virkjað það stórfljót sem íslenskir kvenkyns bændur eru. Hugsið ykkur að atvinnugrein sem byggir á ffamleiðslu og sölu matvæla, uppeldi ungviðis, dýra og jurta, og þarfnast þess virkilega að vera í fararbroddi varðandi tísku á matvælamarkaði, ásýnd og markaðssetningu skuli nær eingöngu byggja sitt félagslega- starf á öðru kyninu, körlum. Að hitt kynið, kvenkynið, sem einmitt vegna eiginleika sinna, sögu og stöðu, líffræðilega og í þjóðfélag- inu, fyrr og nú hefur svo mikla reynslu og næma sýn á ræktun. uppeldi, matvæli, tíðaranda, tísku, útlit, ásýnd, ímynd, tilfinn- ingaþroska, tengsl og samskipti sé i raun aðeins sýnishom í félagsmálaflóru bænda! Þetta kyn er auðlind sem við þurfum á að halda. Ekki, ég endur- tek EKKI vegna þess að íslenskum kvenkyns bændum líði illa heima og þurfí "að fá að vera með" held- ur vegna þess að atvinnugreinin yrði ríkari ef sýn, áherslur og reynsluheimur beggja kynjanna fengi þar sem jafnast vígi í virkinu öllu frá jörðu og upp úr. Ætlar þú að vera með? Kristin Linda Jónsdóttir Miðhvammi Höfundur er i stjóm Lands- sambands kúabænda, fúlltrúi á Búnaðarþingi og formaður Félags þingeyskra kúabænda. Jólagjöf hestamannsins Íslandsfengur4.0 kemur út í desember 2001 með nýju gagnasafni. Gagnasafnið hefur stækkað umtalsvert og inniheldur það upplýsingar um tæplega 137 þúsund hross. Allir kynbótadómar sýningarársins 2001 hafa bæst við, sem og nýtt kynbótamat, sem reiknað var út í september 2001. Ljósmyndir af þekktustu kynbótahrossunum prýða gagnasafnið. Þá má benda á að í fyrsta skipti eru nokkur hundruð íslensk hross, fædd erlendis, í gagnasafninu. Fjöldi þeirra á eftir að aukast verulega á næstu árum þegar íslandshestafélög erlendis hefja skráningu i WorldFeng af fullum krafti, en gagnasafn Islandsfengs samanstendur af gagnasafni WorldFengs. Verð á Islandsfeng 4,0 er kr. 9.900. Uppfærsluverð er kr. 5.900. Tryggðarviðskiptavinir fá nýju útgáfuna á kr. 4.990, en það eru þeir sem keypt hafa islandsfeng eða áskrift að Veraldarfeng á undanförnum árum. Eigendur Islandsfengs fá 25% afslátt af áskrift að WorldFeng og 50% afslátt af Veraldarfeng/Hestur.is. Islandsfengur er nauðsynlegt hjálpartæki í ræktunarstarfinu og tilvalin jólagjöf. Hægt er að panta eintak á heimasíðu Bændasamtakanna www.bondi.is. Einnig má senda tölvupóst á netfangið helpdesk@bondi.is eða hafa samband í síma 5630300.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.