Bændablaðið - 25.02.2003, Síða 9
Þriðjudagur 25. febrúar 2003
Bændobloðíð
9
Fjðlgun máva, álfta og
gæsa vandamál til sveita
Það er löngu vitað að mávum
hefur fjölgað stórlega hér á landi
en þeir hafa lengst af haldið sig
við sjávarsíðuna. Nú er svo
komið að ágengi máva hefur
stóraukist langt inni í landi. Þá
hefur álftum og gæsum fjölgað
mjög hin síðari ár að sögn
bænda. Eftir því sem kornrækt
hefur aukist í landinu hafa þessar
fuglategundir orðið að miklu
vandamáli fyrir ræktendur.
Skagfirðingar sem stunda korn-
rækt kvarta sáran yfir ágengi
álfta og gæsa og kornræktendur
á Suðurlandi kvarta yfir
gæsinni.
Fyrir Búnaðarþingi, sem hefst í
byrjun mars, liggja tvö erindi um
þetta vandamál. Búnaðarsamband
Eyjafjarðar leggur fram erindi um
að Bændasamtökin leiti leiða til
að hafin verði markviss fækkun
máva. Segja þeir í greinargerð með
tillögunni að mávar leiti langt inn í
land, jafnvel tugi kílómetra frá sjó,
sem bendi til mikillar fjöigunar
hans.
Hitt erindið er ffá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar um það
vandamál sem álftin er orðin í
komökrum bænda.
Ottast salmonellusmit
Svana Halldórsdóttir, formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
segir að bændum þyki ásókn máva
vera orðin yfirþyrmandi.
„Þar að auki er svo umræðan
um salmonelluna, en margir telja
að mávar séu þar smitberar. Þeir
sitja í bithaga og synda á vatns-
bólum dýra og hafa hópar sést i
berjamó og menn óttast smit frá
þeim. Þar að auki er mikið af driti
þeirra í heyinu því þeir sitja við
vikum saman og loks má ekki
gleyma því að þeir leggjast á egg
og unga mófúgla. Þess vegna
viljum við að hafin verði markviss
fækkun þeirra," sagði Svana Hall-
dórsdóttir.
Alft oggœs iSkagafirði
í viðtali við tíðindamann
Bændablaðsins í vetur lýsti Þórar-
inn Leifsson, bóndi í Keldudal í
Skagafirði, hremmingum kom-
ræktarbænda vegna offjölgunar á
álff sem fer hundruðum saman um
akra bænda á sumrin og eyði-
leggur þá. Hann leggur til að ríkið
aðstoði komræktendur við að búa
til tálakra fyrir álftina en það hefur
gefið góða raun erlendis. Hann
sagði álftina orðna svo spaka að
hún hreyfí sig ekki þótt komið sé
upp fúglahræðum. Skaði kom-
ræktenda nemur tugum milljóna
árlega af völdum álfta.
Sverrir Magnússon, formaður
Búnaðarsambands Skagafjarðar,
segir bændur vilji beina því til um-
hverfisráðherra að gerðar verði
raunhæfar ráðstafanir til að halda
álft frá komökmm bænda. Hann
bendir á að álftin sé alfriðuð og því
ekki hægt að fækka henni með því
að skjóta hana.
Hann segir að á austursvæði
Skagafjarðar sé gæsin mesta
vandamálið, en hins vegar sé
álftinni að fjölga þar. Fram í
Héraði, á láglendinu, sé það álftin
sem veldur skaða hjá komrækt-
endum.
Sverrir segir að tálakrar séu
taldir til bóta og sömuieiðis sé það
ráð til að minnka ágang bæði álftar
og gæsar að sá komi alveg að girð-
ingum akra eða ftam á skurðbakka
því þessir fúglar verða að hafa
lendingarbrautir. Þeir demba sér
ekki niður í akrana.
„Það er alveg greinileg offjölg-
un á álftinni. Menn hér á austur-
svæði Skagafjarðar muna ekki eftir
henni að neinu ráði fyrr en hin
síðari ár að álftir streyma hingað
síðsumars bæði fúgl með unga
sem og geldfúglinn," sagði Sverrir
Magnússon.
Álftir á kornakri i Skagafiröi. Þæar fara hundrum saman um akra bænda
og eyðileggja þá._____________________________Bændablaðið/Alfreð Schiöth
Miklar annir hjá aðfangaeítirlitinu:
Reglugerðir og
pappírsflöð frá
Evrúpusambandinu
í svari Guðna Ágústssonar land-
búnaðarráðherra á Alþingi við
spurningum Koibrúnar Halldórs-
dóttur um erfðabreyttar lífverur
í fóðri, sáðvöru og öðrum að-
föngum landbúnaðar og ýmsar
merkingar þeim viðkomandi
kom fram að aðfangaeftirlitið
hefði eftirlit með innflutningi á
öllu fóðri og sáðvöru sem fiutt er
til landsins.
Olafúr Guðmundsson er for-
stöðumaður aðfangaeftirlitsins.
Hann sagði að það væru þrjár
aðalreglugerðir, ásamt þeim
breytingum sem gerðar hefðu
verið við þær, sem unnið væri eftir
og langmest vinnan væri varðandi
fóðrið. Annað væri tímabundið,
kæmi í tömum eins og áburðurinn
og síðan sáðvaran í sumarbyrjun.
Olafúr segir að erfðabreytt grös
séu ekki á markaði og alls ekki yrki
sem hægt sé að nota hér á landi.
Hins vegar sé á markaðnum fóður
með erfðabreyttum efhum.
Erfðabreytt fóður leyft
„Það er ekki bannað að flytja
inn erfðabreytt fóður og nánast
engar reglur til um það. Við vitum
að sjálfsögðu af þessu fóðri og
fylgjumst með en það ekki í okkar
verkahring að skipta okkur sér-
staklega af því. Nú stendur til að
breyta reglum þannig að skylt verði
að gefa upp hvaða efni eru í fóðrinu
og merkja umbúðimar sérstaklega
innihaldi fóðrið eriðabreyttar líf-
vemr eða efni framleidd af þeim.
Hjá Evrópusambandinu er verið
að vinna að tveimur reglugerðum
um þessi mál. Þegar þær taka gildi
munum við líka taka þær upp í
íslenska löggjöf. í kjölfarið fer
Evrópusambandið að vinna að því
að setja sambærilegar reglugerðir
fyrir sáðvömna. Varðandi sáð-
vöruna er nú í gildi reglugerð um-
hverfisráðuneytisins um að bannað
sé að flytja inn erfðabreyttar lífvemr
nema þær sem hafa verið leyfðar á
Evrópska efnahagssvæðinu," sagði
Ólaíúr.
Örar breytingar
Hann segir að sífellt fjölgi
reglugerðunum og það svo ört að
menn rétt hafi við að laga eftirlitið
að þeim reglum sem í gildi em
hveiju sinni. „Við hjá aðfanga-
eftirlitinu sjáum um stærstan hluta
þeirra landbúnaðarmála sem heyra
beint undir EES samninginn. Við
getum ekki skotið okkur undan
samningnum þótt okkur þyki stund-
um að ekki sé rétt að taka upp til-
skipanir frá ESB, sem off eru settar
með milljóna þjóðir í huga og falla
því misvel að okkar aðstæðum,"
segir Ólafúr Guðmundsson.
UNDSTOtfl1W
Fjós eru okkar fag
Kúabændur - hópferð til Evrópu!
Landstólpi stendur fyrir hópferð til Þýskalands og
Hollands í byijun apríl. Flogið verður til Amsterdam
þriðjud. I. apríl og heim frá Amsterdam sunnud. 6. apríl.
Þriðjudagur: Flogið út. Heimsótt fyrirtæki í Hollandi.
Miðvikudagur: Heimsótt tvö ný fjós (60-80 kýr) í
Hollandi, og tvö fyrirtæki.
Fimmtudagur: Ekið yfír til Þýskalands, og heimsótt
tvö risabú (1.500-2.000 kýr). í leiðinni verður komið við
hjá fyrirtækinu Urban, sem framleiðir kálfafóstrur og
kjamfóðurbása.
Föstudagur: Heimsótt tvö nýleg fjós (60-100 kýr) í
Hollandi, tilraunabúið í Waiboerhoeve, og eitt fyrirtæki.
Laugardagur: Fijáls dagur í Amsterdam.
Sunnudagur: Flogið heim.
Verð u.þ.b. 80 þús. kr. (m.v. tvíbýli). Innifalið er flug,
rúta, og hótel með morgunverði alla dagana.
Frestur til að tilkvnna bátttöku rennur út 7. mars.
Landstólpi ehf.
Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson
s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190
ÞJARKURINN
Helstu tækni-
upplýsingar:
• 20 hö diselhreyfill.
• liðstýrð 4x4.
• beygjuradíus 53 sm
• breidd 79-99 sm
• lyftigeta 700 kg
•þyngd 1,495 kg
í samvinnu við Schaffer Lader verksmiðjuna í þýskalandi
getum við nú boðiö nýja gerð af liðléttingnum sem er hönnuð
fyrir íslenskar aöstæöur. Hann hefur fengiö nafniö ÞJARKUR.
Tilboðsverð kr. 988.000+vsk.
1.230.060 m. vsk.
Þegar gæöin skipta máli
Austurvegi 69 • 100 SeHocsi • Sími 4S2 4102 • Fsx 4I241M
www.buvelar.is
Stálgrindarhús
frá Weckman Steel
Fjöldi stærða og gerða í boði
Verðdæmi
Stærðl 1.3x21.5 m. Verð kr. 1.890.000 með virðisaukaskatti
Stærð 14,4 x 29.9 m. Verð kr. 2.950.000 með virðisaukaskatti.
iMl
Sími 588-1130
Fax 588-1131
^ I B p- Heimasími 567-1880