Bændablaðið - 25.03.2003, Page 22
22
Bændcfalaðð
Þrídjudagur 25. mars 2003
Mjúlkirframleiösla er
ekki einkamál bóndans
Mér er ljúft og skylt að svara
spumingum þínum í bréfi sem
birtist í Bændablaðinu, þriðju-
daginn 25. febrúar síðastliðinn.
Þetta er einnig kjörið tækifæri fyrir
mig að skýra út á hvem hátt fjósa-
skoðun fer fram, hver tilgangur
hennar er og hvað hefur áunnist.
Varðandi skoðun sem þú vitnar
í hjá þér á ég erfitt með að staðhæfa
eitthvað. Eins og þér er kunnugt var
skoðunin unnin af einhveijum
reyndasta dýralækni embættisins,
ég var ekki til staðar, en hef hans
orð fyrir því hvemig að var staðið.
Það sem kemur ekki nógu skýrt
fram í bréfi þínu er að þú varst
heldur ekki viðstaddur skoðunina.
Fyrir þína hönd var á staðnum
erlend kaupakona, sem þú þá
væntanlega hefúr þína vitneskju ftá.
Þess vegna væri það til að æra
óstöðugan ef við tveir væmm með
staðhæfingar á opinbemm vett-
vangi um fjósaskoðun sem við ekki
vorum viðstaddir.
A hinn bóginn vil ég leitast við
að svara efhislegum spumingum
þínum og vænti þess, eins og þú
reyndar kemur inn á, að umræðan
geti haldist á málefnalegu sviði.
í matvælalöggjöf landsins er
krafa um að þeir sem framleiða
matvæli hafi starfsleyfi fra viðkom-
andi eftirlitsaðila. Þannig em öll
matvælafyrirtæki landsins eflirlits-
skyld. Rauði þráðurinn í matvæla-
löggjöfinni er að framleiðandinn er
ábyrgur fyrir sinni framleiðslu að
næsta framleiðslustigi. Þannig er
t.d. kúabóndi ábyrgur fyrir
mjólkinni sem fra honum kemur
þar til mjólkurbú eða samlag hefúr
tekið við henni, sbr. 3.gr.
reglugerðar nr. 919/2002, um mjólk
og mjólkurvörur: "Framleiðandi er
ábyrgur fyrir framleiðslu sinni til
kaupanda og skal framleiðandi
tiyggja gæði, öiyggi og hollustu
hennar". Einnig kemur fram að
framleiðandi skuli bera allan
kostnað vegna eflirlitsins og veit-
ingar starfsleyfis.
Eftirlit er á hendi mismunandi
eflirlitsaðila hjá hinum ýmsu mat-
vælafyrirtækjum. Þannig eru heil-
brigðiseftirlit sveitarfélaga og
Hollustuvemd með hluta, Fiskistofa
með sjávarútvegsfyrirtæki og Em-
bætti yfirdýralæknis með Ld. eftirlit
með mjólkurftamleiðendum. Tvær
reglugerðir snúa beint að
mjólkurframleiðendum, reglugerð
nr. 438/2002, um aðbúnað naut-
gripa og eftirlit með framleiðslu
mjólkur og annarra afúrða þeirra og
áðumefnd reglugerð nr. 919/2002,
um mjólk og mjólkurvörur. I
þessum reglugerðum er ákvæði um
framleiðsluleyfi og segir Ld. í 13.
gr. reglugerðar um mjólk og mjólk-
urvörur að mjólkurstöð sé óheimilt
að taka við mjólk til framleiðslu og
dreifingar fra framleiðanda nema
fyrir liggi gilt framleiðsluleyfi.
Tilgangur með eftirlitinu hjá
mjókurframleiðendum er tvíþættur.
Annar þátturinn er sá sem lýst hefúr
verið hér að ofan, þ.e. öryggi og
heilnæmi matvæla sem ftamleidd
eru á búinu. Hinn þátturinn snýr að
velferð dýra, aðbúnaði þeirra og
dýravemd og fjallar reglugerð um
aðbúnað nautgripa, eins og nafnið
gefúr til kynna, að stórum hluta um
dýravemdarsjónarmiðin sem hafa
þarf að leiðarljósi við búfjárhald. I
þeirri reglugerð er getið atriða sem
fylgjast þarf með og kveðið á um á
hvem hátt standa skal að eftirliti
með þeim þáttum.
Fjósaskoðunin er einn liður í
því að sannreyna ástand í fjósum,
aðbúnað gripanna og heilnæmi af-
urðanna svo hægt sé að veita við-
komandi mjólkurftamleiðanda
ofangreint framleiðsluleyfi.
Svo ég snúi mér efnislega að
bréfi þínu þá ftétti ég eftir fund LK
á Akureyri, sem ég vissi fyrst af
eftir á, að ftam hefði komið gagn-
rýni á fjósaskoðun sprottin af því að
gjald vegna fjósaskoðunar hafði
hækkað mikið við endurskoðun á
gjaldskrá landbúnaðarráðuneytisins
fyrir eftirlit og þjónustuverkefni
dýralækna sem annast opinber
eftirlitsstörf. í framhaldi af þessum
ftéttum boðaði ég stjóm Búgreina-
ráðs BSE í nautgriparækt á minn
fúnd til að fá upplýsingar um hvert
umkvörtunarefhið væri ftá fyrstu
hendi. Þorsteinn Rútsson formaður
tók vel í erindi mitt og varð úr að
stjómin kom á fund minn þann 4.
nóvember síðastliðinn þar sem
málið var rætt. í lok þess fundar var
samstaða um að rétt væri að
fúndarmenn kæmu sér saman um
efni sem hægt væri að birta í Ld.
Fréttum og fróðleik til að upplýsa
bændur um til hvers og hvemig
eftirliti er háttað. Fundurinn taldi að
gagnlegt væri að hittast öðm hvom
og ræða málefni sem snerta báða
aðila.
Af einhverjum ástæðum var
aldrei haft samráð við undirritaðan
um þá frétt sem síðan birtist, sem er
miður, þar sem sumt í fréttinni er
tæpast nógu skýrt, kanski vegna
þess að ég hef ekki talað nógu skýrt
á fundinum. Atriðin hefði ég þó átt
auðvelt að skýra betur í fréttinni, en
tilgangur hennar átti að vera eins og
áður sagði að upplýsa bændur.
Þegar það er markmiðið hlýtur að
skipta miklu máli að rétt sé eftir
haft og að ekki sé misræmi í túlkun
á umræðum. Eg sé Ld. í bréfi þínu
að þú skilur þcssa frétt á þann hátt
að mönnum sé mismunað eftir því
hvort þeir heita Jón eða séra Jón.
Slíkan misskilning hefði verið
auðvelt að koma í veg fyrir með því
að fara ögn nánar í umræðuna og
skýra hana betur. Hér er því
kærkomið tækifæri til að leiðrétta
þetta og skýra betur hvað liggur að
baki framleiðsluleyfi.
í ofangreindum reglugerðum er
getið um hvemig beita skuli fjósa-
skoðun sem tæki til að fá fram-
leiðendur til að bæta úr því sem
ekki er í samræmi við skilyrði sem
sett em fram í reglugerðunum. I
þessu em nokkur þrep sem ég veit
að þér er kunnugt um þar sem þú
hefúr augljóslega lesið reglu-
gerðimar.
I fyrsta lagi er getið mismun-
andi leiða eftir hversu alvarlegt
fravikið er frá reglugerðinni.
Þannig er þess krafist að beita skuli
hörðum aðgerðum ef um er að ræða
atriði sem geta haft beina hættu í för
með sér fyrir neytendur og ef
aðbúnaður er á þann hátt að bein
slysahætta sé af fyrir gripi eða að-
búnaður og umhirða bijóti í bága
við dýravemd. í slíkum tilfellum er
hægt að svipta framleiðanda
framleiðsleyfi á staðnum.
í annan stað em önnur atriði
sem ekki valda beinni eða bráðri
hættu fyrir neytendur og atriði sem
ekki varða við dýravemd beint þar
sem veita ber framleiðanda frest til
úrbóta. Sá frestur kann að vera
næsta reglulega skoðun, sem er
algengt, eða að settur er hæfilegur
frestur til úrbóta, allt eftir alvarleika
fraviksins. Komi í ljós við næstu
skoðun að úrbótum hefúr ekki verið
sinnt ber að veita frest að nýju og
skal sá frestur vera styttri en sá
fyrri. Ef ekki er bmgðist við
athugasemdunum kann ferlið að
enda í að framleiðandi er sviptur
framleiðsluleyfi, í það minnsta
tímabundið þar til úrbætur hafa
verið gerðar.
Af þessum sökum kann að
virðast, fyrir þá sem ekki hafa
heildaryfirsýn, að gerðar séu mis-
munandi kröfúr til manna. Ástæðan
er að tveir framleiðendur geta verið
á mismunandi stað í þessu ferli,
annar fengið sömu athugasemd
áður og hinn að fá slíka athugasemd
í fyrsta skipti. Viðbrögðin em
augljóslega mismunandi í
samræmi við reglugerðina. Annar
er á fyrsta gula spjaldi, hinn á gulu
spjaldi númer tvö, svo við tökum
samlíkingu úr íþróttaheiminum.
Óvissuþátturinn í eftirlitinu er
sá að ætíð er möguleiki fyrir hendi
að mönnum yfirsjáist eitthvað við
skoðun sem uppgötvast þá vonandi
við næstu skoðun. Slík yfirsjón er
þó ekki vísvitandi. Þetta veit ég að
þú þekkir vegna fyrri starfa þinna
sem eftiriitsaðili á öðm sviði.
Þú nefhir í bréfi þínu að enginn
ávinningur sé fyrir bændur af
skoðuninni. Einn augljós ávinning-
ur er af skoðuninni en hann er sá að
hún er forsenda framleiðsluleyfis
sem er gmnnforsenda fyrir
rekstrinum. Annar ávinningur er að
ímynd mjólkurframleiðslu er góð.
Sú ímynd er að hluta til komin
vegna þess að litið er á mjólk sem
ömgga matvöm sem framleidd er
við góð skilyrði. Þessi ímynd er að
mestu að þakka bændum sjálfúm en
það að almenningur veit að eftirlit
er haft með framleiðslunni styður
við ímyndina. Almennt er talið að
mjólk sé heilnæm og góð.
Þú spyrð hvemig ég geti gefið
út mjólkursöluleyfi á svæðinu. Eins
og áður sagði er framleiðsluleyfi
veitt ef sýnt þykir að afúrðir séu
ekki spilltar eða hættulegar heilsu
manna og aðbúnaður gripa sé
þannig að viðunandi sé. Gerðar em
athugasemdir við atriði sem ekki
falla að reglugerð og þeim þokað
áfram á þann hátt. Listinn sem þú
vitnar í, og ert fljótur að fylla út, er
til viðmiðunar, svo hægt sé að
benda á sérstök atriði sem þarf að
lagfæra.Við skoðunina fæst einnig
heildarmynd af fjósinu, vinnu-
brögðum, snyrtimennsku og
viðhaldi.
Rétt er að þeir sem koma í mörg
fjós og hafa mikla reynslu af
skoðunum geta verið fljótir að fá
heildarmynd af fjósinu, hvort mikið
sé að, eða hvort fjósið sé í lagi í
meginþáttum.
Nokkur atriði á listanum er
framlciðandi eða fúlltrúi hans
spurður um. Á sumrin spyrjum við
viðstadda gjama hvað þeir telji um
loftræstingu fjóssins. Við reiknum
vitaskuld með að framleiðendur
svari af samviskusemi, en höfúm
möguleika á gera okkur grófa mynd
af loffræstingu við að skoða bygg-
ingamar. Annað sem við spyijum
um er hvemig vatnsból sé og hvort
og hvenær úrbætur hafi farið fram.
Við fáum yfirleitt skýr og
greinargóð svör við þessum spum-
ingum okkar og höfúm yfirleitt ekki
þurft að efast um sannleiksgildi
svaranna. Þessi útfærsla mun
breytast innan tíðar þar sem gert er
ráð fyrir að framleiðandi sýni fram
á með vottorði að vatn og vatnsból
sé í samræmi við kröfúr sem gerðar
em til neysluvatns. Eftír hveija
skoðun er síðan vinnuregla að við
sem í eftiriitinu störfúm setjumst
niður og förum yfir fjósið út fra
skoðuninni, ræðum heildarástand
og hvort eitthvað og þá hvað þurfi
að gera.
Að auki höfúm við ýmsar aðrar
upplýsingar um ástand á búinu. Við
fáum reglulega yfirlit yfir frumu-
tölu og önnur gæði mjólkur, fáum
tilkynningar um heilsufar að svo
miklu leyti sem þær upplýsingar
em aðgengilegar. Einnig höfúm við
átt gott samstarf við búfjáreflirlit og
fáum tilkynningar og athugasemdir
um aðbúnað úr ýmsum áttum.
Á þessum forsendum tel ég að
ég geti veitt framleiðsluleyfi. I
þessu sambandi vil ég aftur bcnda á
að framleiðandi er ábyrgur fyrir
sinni framleiðslu og á samkvæmt
því að láta vita ef eitthvað er að.
Það má skilja á [xír að þú teljir að
hæpið sé að veita framleiðsluleyfi á
þeim forsendum sem við höfúm.
Nú hef ég þá mynd af þínu fjósi að
þar séu hlutir nokkuð í lagi. Ef
framkvæmdin er eins slæleg og þú
lýsir er mögulegt að ástandið í þínu
Qósi sé mun verra og jafúvel svo
alvarlegt að bregðast verði við. Ef
það er tilfellið vil ég biðja þig að
láta mig vita og vísa enn í ábyrgð
þína sem matvælaframleiðanda.
Mér nægir að þú hringir í mig til að
byija með.
Þú nefúir einnig að ekki sé eðli-
legt að jafhaðargjald sé fyrir fram-
leiðsluleyfi, framleiðendur eigi að
greiða mismunandi mikið. Umræða
um eftirl itsgj öld hefúr farið ffam
víða innan eftirlitskeriis hins
opinbera og hefúr niðurstaðan ætíð
verið sú að nánari sundurliðun og
Ld. nákvæm tímamæling valdi svo
mikiili aukavinnu að kostnaður
vegna eftiriitsins aukisL Af þessum
sökum er gjaldinu skipt upp eftir
stærð búa, þar sem sett er jafn-
aðaigjald á bú af svipaðri stærð-
aigraðu. Sambærileg framkvæmd
er hjá öðrum eftiriitsaðilum hins
opinbera. Varðandi spumingar
þínar um hvemig gjaldið er fúndið
út vil ég benda þér á að beina þeiiri
spumingu til þess aðila sem setur
gjaldskrána.
Aukaferðir og úrvinnslu þeirra
á að gjaldfæra sérstaklega í sam-
ræmi við þann tíma sem farið hefur
í þá vinnu sbr. ofángreinda gjald-
skra Landbúnaðarráðuneytis "Ef
um aukin eftirlitsverkefni er að
iæða, umffam reglubundið eftiriit
og sýnatöku sem gert er ráð fyrir í
eftiriitsáætlun er yfirdýralækni
heimilt að gera sérstakan reikning
vegna þeirra, eins og um
þjónustuverkefni sé að læða
samkvæmt 1. mgr."
Ég get verið þér hjartanlega
sammála í þeirri grundvallarhugsun
að góðir ffamleiðendur eiga ekki að
líða fyrir skussana í greininni. Ein
leið til að losna við þá er að gera
ákveðnar hæfniskröfúr á þá sem
hefja búskap. Það er dálítið
einkennilegt að hver sem er getur
hafið búskap og þar með mat-
vælaframleiðslu en enginn getur
opnað hárgreiðslustofú án þess að
sýna ffarn á kunnáttu í faginu með
prófi. Þetta er eitthvað sem
Bændasamtökin og landbún-
aðarráðuneytið ættu að beita sér
fyrir. Það myndi styrkja enn ffekar
ímynd landbúnaðarins og koma
bændum til góða.
Þú nefnir einnig smitvamir
búsins. Vegna strangra skilyrða
sem sett hafa verið að tilstuðlan
embættis yfirdýralæknis um inn-
flutning lifandi dýra og dýraafúrða,
er sjúkdómsástand hér á landi með
því besta sem jækkist í heiminum.
Hér á landi erum við laus við ýmsa
smitsjúkdóma sem heija á
nágrannariki okkar. Þess vegna er
alla jafha nóg að gæta almenns
hreinlætis við heimsóknir á bæi.
Við sérstakar aðstæður, ef upp
kemur smit eða grunur um smit-
sjúkdóm horfir málið allt öðruvísi
við og þá er viðhöfð ítrasta
aðgæsla. Áðgerðir til vamar smiti
em því metnar út ffá áhættu hveiju
sinni. Ef þær tækju ekki mið af
ástandi yrði það til að auka enn
frekar kostnað við eftiriitið.
Bændur sem vilja tryggja sig ffekar
geta vitaskuld viðhafl sérstakar
sóttvamir og er sjálfsagt að nota
þær ef farið er ffam á það, jafnvel
þó lítil rök séu fyrir þeim.
Fjósaskoðun er dreift á allt árið
í umdæminu. Þetta er gert þar sem
umfangið er mikið og ekki er hægt
að sinna því Ld. á haustmánuðum
eins og tíðkaðist hér í eina tíð þegar
umdæmin vom smærri. Hluti
skoðunar fellur því á sumarmánuði.
Það er rétt að að mörgu leyti er
betra að skoða fjós að hausti eða
vetri. Þá er hægt að skoða ástand
gripa nákvæmlega enda hafa oft
verið gerðar athugasemdir við
holdafar gripa og umhirðu í
fjósaskoðunum. Annað sést betur
að sumri. Reynt hefúr verið að
hnika til tímasetningu á fjósa-
skoðunum þannig að með tímanum
hafi öll fjós verið skoðuð á
mismunandi árstímum. Enn og
aflur verð ég þó að vekja athygli á
því að ffamleiðsluleyfið byggir á
fieiri þáttum en fjósakoðuninni
einni saman.
Hefúr eitthvað áunnist? Þú efast
um það. Mín skoðun er sú að fjósa-
skoðunin hafi stuðlað að því að fjós
em að jafhaði betri en ef ekkert
eftirlit hefði verið. Auðvitað em til
bændur, og sem betur fer maigir,
sem ekki þarf stöðugt að vera með
svipuna yfir, en hinir em því miður
líka til. Sumir þeina hafa gefist upp
og hætt framleiðslu. Ef ekkert
eftirlit eða kröfúr heföu verið
gerðar á þá væm þeir margir enn
að, sem ekkert erindi eiga í
mjólkurframlciðslu. Þessum aðilum
hefúr tvímælalaust fækkað fyrir
tilstuðlan fjósaskoðunar og eftirlits
okkar. Sumum kann að sýnast að
ekki sé nóg að gert og við eigum að
sýna mun meiri höricu í okkar
aðferðum. I því sambandi minni ég
á meðalhófsregluna sem er eitthvað
á þá leið að ætíð skuli beita
mildustu aðferðum til að ná settu
markmiði.
Að lokum vil ég þakka þér að
hafa opnað þessa umræðu. Hún er
gagnleg fyrir alla aðila. Bændur lifa
í gjörbreyttum heimi eins og við öll
og mun hann brcytast enn ffekar nú
á allra næstu misserum. Miklu
skiptir fyrir bændur að gera sér
grein fyrir stöðu sinni og ffamtíð og
þeim la-öfum sem settar eru á þá,
hvaðan þær koma og hvemig þær
eru tilkomnar. Mjólkurffamleiðsla
er ekki einkamál bóndans nú á
dögum..
Með vinsemd og virðingu
Olafur Valsson,
héraðsdýralœknir
Skagafjarðar- og
Eyjafjarðarumdæmis
(Fyrirsðgn er blaðsins)
Ólafur Valsson svarar opnu bréfí Guðmundar
Jóns Guðmundassonar, bónda í Holtsseli,
Eyj aíj arðars veit.