Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 59
TÓNLISTIN
57
sín taka á því sviöi, enda liggja eftir
hann tugir ritverka. En í öllum verk-
um Platons kemur þaö fram, aö fyrir
honum vakir fyrst og fremst það með
starfi sínu, að efla réttlæti, fegurð og
hamingju á jörðunni, réttlæti i fari ein-
staklingsins og réttlæti í skipun ríkisins.
I bók sinni Ríkið dregur Platon
upp mynd af því, hvernig hann hugsar
sér fyrirmyndari iki, og skal hér í sam-
bandi við framangreint lauslega vikið að
nokkrum þeim kenningum hans, sem
þarna koma fram.
í fyrirmyndarríkinu sér hið opinbera
um uppeldi allra barnaogalla þá fræðslu,
sem látin er i té sem undirbúningur und-
ir lífsstarf manna. Fram til tvitugsald-
urs fá allir samskonar uppeldi, og er
sú fræðsla og þjálfun, sem veitt er á
þessum aldri, mestmegnis fólgin í lík-
amsrækt og tónlistarfræðslu. Með íþrótt-
um og leikfimi á að gera líkamann fagr-
an og hraustan, og með tónmer.nt á að
rækta sálina á tilsvarandi háli. Platon
áleit, að þeim manni væri vart treyst-
andi, sem ekki hefði tónræna samhljóm-
an í sál sinni, því að skapgerð hans væri
vanburða, ástríöur hans jafnvægislaus-
ar, og skilningur hans á réttu og röngu
væri ævinlega i molum.
Platon finnur í tónlistinni grundvöll
allrar samstillingar, hvort sem hún er
heyranleg eða ekki. Slík samstilling
varnar því, að heimurinn komist í upp-
lausn. Hún er sál alheimsins, eins og
jarð- og sólstjörnur eru líkami hans.
Þess vegna er tónlistarfræðsla nauðsyn-
legur þáttur í uppeldi hvers einasta
manns, og fyrir tvítugsaldur þurfa allir
drengir og stúlkur að hafa öðlazt góða
undirstöðumenntun á þessu sviði.
I hinu hugsaða lýðveldi Platons er
það aðalviðfangsefni ríkisstjórnarinnar
að tryggja heill og hamingju allrar þjóð-
arinnar. Fólkið á að njóta góðrar heilsu,
vera ánægt og eiga hæfilegar frístundir.
Fegurð, réttlæti og ást á að rikja í hug-
um manna og koma fram i orðum og
athöfnum. Hinn góði maður og ham-
ingjusami — en það að vera góður er
að vera hamingjusamur — er hinn rétt-
láti maður, hinn samstillti maður, sem
hefir svo þroskaða skapgerð og vilja,
að hann birtist alltaí sem réttur hijómur
í tónverki þjóðfélagslegrar samvinnu.
Þessi fyrirmyndarmaður i fyrirmyndar-
ríki Platons helgar sig sköpun íegurðar,
í lifandi afkvæmi, í góðum og göfugum
dáðum, í listum og bókmenntum. Því að
fegurð er lykillinn að ódauðleikanum.
Með því að skapa fegurð yfirvinnum
við dauðann.
Slikar eru kenningar hins gríska heim-
spekings fyrir 2300 árum síðan. Margí
í þeim mun verða talið sígild speki og
sannindi, og enginn mun efast um, að
sá sem þessar kenningar flutti hafi verið
gæddur framúrskarandi viti og þekk-
ingu. En sé nú þetta athugað almennt,
þykir mönnum þá liklegt, að Platon hafi
með öllu missýnzt, er hann áleit, að tón-
listarfræðsla væri einn nauðsynlegasti
þáttur i uppeldi æskulýðsins? En sé á
það fallizt, með tilliti til mannlegrar
reynslu og þess, sem margir aðrir hinir
vitrustu menn hafa sagt, að Platon hafi
ekki missýnzt að verulegu leyti varð-
andi nefnt atriði, sjá þá ekki allir hvi-
líkur hörmulegur misskilningur það er
að torvelda söng- og tónmennt svo sem
gert er hér á íslandi, tneð þvi að leggja
50—80% verðtoll á hljóðfæri, sem keypt
eru til landsins.
íslendingar hafa lengi verið sundur-
lyndir, og hefir það sjaldan kornið ber-
ar fram en einmitt nú. Vantar eitthvað
í uppeldi þjóðarinnar? Platon áleit, að
almenn tónlistarþekk'ng væri einn af
nauðsynlegustu þáttum í mennt þjóðar,
og vildi hann með fræðslu og fyrir-
greiðslu á þessu sviði alveg sérstaklega
efla félagslegan þroska. I þessu efni er
framkvæmdin hér á landi mjög á móti
því, sem Platon vikli hafa, en hvort sem
það er nú tilviljun eða ekki, þá fylgir
það þó, að sundurþykkja íslendinga er
mikil.
Væri nú ekki rétt að gefa þessu nteiri
gaum en verið hefir, og þar sem alltaf
er verið að gera tilraunir nteð eitt og