Tónlistin - 01.11.1943, Side 62

Tónlistin - 01.11.1943, Side 62
60 TÓNLISTIN því aö þaö er þetta sem þaö þráir, aö tinna sjaJtt aö þaö fær ancliega næringii og þroskun viö það að syngja íögur log ettir reglum íistarinnar.. Lika veröur messan miklu hátíðlegri. Og kirkjusókn- in eykst alveg áreiðanlega, og' allt fé- lagslif safnaðarins verður inniiegra, feg- urra og skemmtilegra við að hafa góðan kór i prestakallinu. í almennu sálmabókinrii er oftast mjög nauðsynlegt, að hver einasti mað ur syngi með, því að takmarkið er, að safnaðarsöngur verði í öllum kirkjum landsins, og ég er sannfærður um, að hann verður ekki síður almennur fyrir það, þótt kórinn hafi eitt sérstaklega vel æft lag i hverri messu. Fólkið þráir að vera með og syngja fagra sálma í kirkj- unni sinni, jafnvel þótt sú leiðindatízka hafi komizt á, að meiri hluti safnaðar- ns sitji óvirkur undir guðsþjónustunni og hafi jafnvel ekki sálmabók til ]iess að fylgjast með í sálminum. Nauðsyn er á að lagfæra orgelin í sveitunum, því að víða á landinu eru þau i ákaflega miklu ólagi, og lrefi ég íengið fagmann til þess að gera við þau. Hann hefir þegar farið mjög víða og gert við kirkjuorgel eftir því sem pró- fastarnir hafa óskað þess. Ég minntist áðan á hinn almenna safnaðarsöng, og ég minntist einnig á hann á kirkjufundinum haustið 1941. Eg er enn á sörnu skoðun og þegar ég byrjaði á starfinu, að maður verður að gera allt, sem hægt er, til þess að undir- staðan að safnaðarsöngnum sé lögð hjá börnunum, að börnunum séu kenndir sálmarnir og sálmalögin í skólanum. Það ætti að verða öruggt, þegar bamakenn- ararnir eru orðnir organistar. Raddir hefi ég heyrt i þá átt, að i kirkjunum ætti aðeins að syngja ein- raddað, en ég þykist hafa töluverða reynslu fyrir því, að það á ekki að skipa okkur íslenclingum fyrir um .að syngja bara einraddað í kirkjunum. Þó getur einraddaður söngur verði fallegur og í visum tilfellum átt vel við. En ég er alveg sannfærður um það, að íslenzka þjóðarsálin er þannig, að við einir, allra jreirra þjóða er ég þekki til, syngjum margraddað, áir þess að læra það sér- staklega. Þegar þrír til fjórir íslend- ingar eru saman komnir, þá er það títt, að þeir syngja þrí- og Ijórraddað, ó- æft, en það „harmónerar“ samt og getur verið fallegt. Þetta þekkja allir íslend- ingar. Okkur þykir það fallegt. Útlencl- ingar dást að okkur fyrir það. Því ætt- um við að vera að skipa fyrir að syngja aðeins einraddað? Því ættum við að vera að reyna að eyðileggja þcnnan skemmti- lega hæfileika þjóðar okkar? Nei, hvaða rödd í sálmalaginu maður syngur, þegar komið er í kirkju, það á að vera hverjum manni í sjálfsvald sett, — l>ara, að allur söfnuðurinn syngi guði lof og þakkar- gerð. Það er aðalatriðið. Eg hygg, að flestir muni taka undir orð Lúthers, þar sem hann segir: „Þar sem listin mótar og fágar „músíkina" og gerir hana hugnæma, verður fyrst verulega skynjuð, skilin og viðurkennd hin óumræðilega vizka guðs.“ Þannig farast Martin Luther orð um margradd- aða sönginn. Að endingu vildi ég svo mega óska þess og biðja, að allir söngunnendur og ikirkjuvinir hjálpist að því að vekja steika söngöldu í hug 0g á vörum hinnar íslenzku þjóöar — þjóðarinnar okkar — ]>á mun hún taka mun meiri framförum i trúarlegu og menningarlegu tilliti en flesta. grunar nú. Guð blessi íslenzku kirkjuna nú og ævinlega. Sigurður Birkis (Kirkjublaðið 21. 5. 1943). FÖST HLJÓMSVEIT ER KNÝJANDI LAGFÆRING Á SKIPULAGSLEYSI TÓNLISTARLÍFSINS. ..Fyrstu kynni mín af íslenzkri músik voru nokkur þjóðlög í útsetningu Jóns Leifs,“ sagði doktorinn, þegar spurt var um álit hans á íslenzkri tónlist. ,,Mér þykir ákaflega vænt um ísbnzku þjóðlögin,“ hélt hann áfram. „Og áhugi fyrir tónlist er hér mjög mikill. Ef mið- að er við það, hversu þjóðin er fámenn,

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.