Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 31
tónlistin
61
ur, þrátt fyrir sextugsaldurinn, ])ótt því
sé hinsVegar ekki aÖ neita, að ekki sé
hann jafngóður og hann var i gamla daga,
enda nninu t'lestir tenórar fyrir löngu
þagnaðir á hans aldri. Það var gerður
góÖur rónuir að söngskenimtun hans, og
var hönum ákaft fagnað. — Dr. Ur1)ant-
schitsch lék undir söngnum á slaghörpu
snilldarvel. Hljómsveit Reykjavíkur lék
ur.dir í síðustu lögunum undir hans stjórn.
Baldur Andrésson.
Þorsteinn H. Hannesson efndi til'
söngskemmtunar eítir tæplega eins árs
dvöl við söngnám í Englandi. Efnis-
skrá hans var sniðin viÖ hæfi reyndra
konsertsöngvara, og var því fullerfið á
þessu stigi flvtjandans. Ennþá liefir Þor-
steinn ekki öðlazt þau ferðugheit, sem
kera hann léttilega yfir torsóttustu hjalla
kröfuþungs listsöngs, og verður hæð radd-
arinnar harðast úti. Röddin er að vísu
niikil og kröftug, en hún er ennþá ekki
urðin nógu jöfn, registrin ekki nógu sam-
fclld og efst uppi ekki nógu breið og
oþvinguö. Bezt tókust íslenzku lögin, enda
féllu þau líka í frjóastan jarðveg, ]>að
sýndu hinar ágætu og fagnaðarmiklu við-
tókur af hálfu áheyrenda. Kom hér i
Ijós. að ])akklátara er að bera fram ís-
lenzka andans rétti en of mikið af erlend-
l,ni óperuaríum, sem allir keppast um að
syngja, jafnvel ])ótt innihald þeirra sé
stærra og fyrirhöfnin mun meiri, til ])ess
að geta flutt þær með sóma. Þorsteinn
s)'ndi nokkra umsýni í verkefnavali nieð
]>ví að kynna tvö ensk tónskáld frá fyrsta
fjórðungi 20. aldarinnar, H. J. Lane Wil-
son og Samuel Coleridge-Taylor. Lög
þeirra (útsetningar á gömlum enskum
sónglögum og brot úr kór- og orkestur-
verkinu „Hiawatha’s Wedding Feast”)
voru fullsómasamlega unnin og snotur-
'cga mótuð, en báru þó ekki vott um
frumlega gáfu eða sterkan persónuleika,
cnda dóu höfundarnir báðir i blóma lífs-
nis og náðu ekki fullum æfi]>roska. Þor-
steinn reyndist dyggur lifvaki þessarar
brezku hugsunar, svo sem tilefni gafst
td. En uppbót veitti hann með lagi Lax-
dals „SyngiÖ, syngið, svanir minir", sem
hann leysti mæta vel af hendi. Dr. Ur-
bantschitsch annaÖist tindirspiliÖ af ör-
yggi og fimleik.
Karlakórinn Fóstbræður hefir sett
saman söngskrá með þjóðhollu sniði:
íslenzkum lögum einum saman. Gefa
þau j'firlit yfir íslenzkan kárlakórs-
söng allt frá upphafi Jónasar Helga-
sonar. Hefði óneitanlega verið skemmti-
legt að raða verkefnunum eftir aldri höf-
undanna og sýna þannig þróunina frá
þjóðhátíðinni 1874 allt til lýðveldishátið-
arinnar 1944 með „sögulegum konsert".
Verðlaunalag Emils Thoroddsens hljóm-
aði nú í fyrsta skipti á opinberum sam-
söng i hljómleikahúsi, og sýndi kórinn
hér áferðarsnotra hlið ])ess en tilþrifa-
litla, með helzt til veikum raddblæ. Af
])jóðlagaflokknum tókst „Stjörnuskoð-
arinn" með orgelkcnndu kórmagni bezt.
En undirleikurinn við syrpuna var full-
hlédrægur, og hefði Gunnar Möller mátt
veita rösklega fimmtíu manna fílefldum
kór röggsamlegri stuðning. Væri ])að ef-
laust til mikilla bóta, ef perlandi áttund-
ir Emils fengju að glitra gegnum kór-
þykknið. Völuspárlag Jóns Ólafssonar
frá Grunnavik í útsetningu Þórarins Jóns-
sonar var miðpunktur verkefnanna; hér
sat norrænn þungi og harðger laglínu-
tilfinning í fyrirrúmi fyrir ísætri vel-
hljóman, og hcfði útfærslan mátt taka
meira tillit til þess, eins og orðin gefa
lika fvllsta tilcfni til í lýsingu sinni á
sköpun heimsins. Alþingishátíðarkantöt-u-
lag Sigurðar Þórðarsonar méð stökkmikl-
um laglínuboga og einkennandi HarÖang-
urskvintum söng Daníel Þorkelsson með
laglegri en hljómgrannri röddu, og Hol-
geir Gislason og Einar Sigurðsson leystu
einnig þokkalega af hendi einsöngshlut-
verk sín sem ágætir kóristar, að undan-
skildu sérhljóÖalýti hins síðarnefnda. í
hinu BrahmslitaÖa kantötustykki Páls ís-
ólíssonar, Þér landnemar, með heiltóna-
áhrifum og hjaupnu undirspili, féll hurð
til fulls að stöfum. Jón Halldórsson
stjórnar kórnum af smekkvísi og kost-