Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 37

Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 37
tónlistin' 67 fregnir uni minningar- og sorgarathafn- ir. Janvel þeir, sem löstuðu Nikisch fyr- ir einhliða list, sjá að tjónið er óbætan- legt. Islancl saknar einskis. Það átti ekkert. 1-cipzig uw mánaðamót janúar—febriiar 1922. Jón Leifs. Lögrétta 14. 3. 1922. ÚR BRÉFI AF AUSTFJÖRÐUM. .... Það er eftir mínum skilningi að- altilgangur þeirra sálma, sem ætlaðir eru til söngs í kirkjum eða heimahúsum, frem- ur að hrifa á hjörtun en að fræða skiln- inginn; mér virðist söngurinn fyrir eigi að lífga hinar guðrækilegu tilfinningar hjartnanna, opna þau og búa þau undir viðtöku ])eirra kenninga, sem fluttar verða fram í ræðunni eða lestrinum, og leiða hugann til þess efnis, sem um verð- ur rætt..... .... Menn syngja ekki til að syngja —- heldur til að hafa þess andleg not, einkum með því að komast við af söngn- um. En hvernig á það að verða, þegar orðin, sem menn syngja, gefa ekki tilefni til ])ess — þegar þau eru óhæfari en sund- urlaus ræða til að skíra skilninginn og hreinsa hjörtun .... Fjölnir, 2. ár 1836. f lýsingu á Vestmönnum —- villtum ])jóðflokkum í Mið-Asíu ■— stendur svo í fyrsta árgangi Fjölnis: „Vestmenn hafa ekki söngtól nema bumbur og skeljar." ÚR STUTTU ÁGRIPI AF ÆFI I>OR- VALDS BÖÐVARSSONAR. „Þeir, sem fræðing barnanna er á hendur íalin, gefa því enn þá of lítinn gaum: að messusöngurinn — eins og honum er fyrir komið, þar sem reglan er komin á — er sér í lagi ætlaður til að gera þann lærdóni ávaxtasaman fyrir hjartað, sem lærdómsbókin á að innræta skilningnum; og má hvorugt án annars vera, ef þekkingin á að geta orðið skýr og nytsöm“ Fjölnir, 3. ár 1833. SÖNGUR Á HORNSTRÖNDUM. á undan lestrinum og á eftir voru sungnir sálmar, og var þá mikils um vert, að einhverjum væri „hægt að syngja“, væri lagviss og raddmikill til þess að vera forsöngvari, en allir tóku undir og margir feimnislaust, læljuðu eins hátt og þeir gátu, með tilheyrandi ringjum og rykkjum. Framan af vetrum vorti Sturmshug- vekjur lesnar og sungnir hugvekjusálm- ar Jóns Hjaltalíns. Eftir hátiðir voru fæðingarsálmar Gunnlaugs Snorrasonar oft sungnir. Á sjöviknaföstunni voru Vigfúsarhugvekjur lesnar, en Passíusálnt- ar sungnir. Var einn sálmur sunginn hvert kvöld, en skipt ])annig, að á undan lestrinum var allur sálmurinn sunginn nema þrjú erindi, sem geymd voru til söngs eftir lesturinn. Eftir páska voru upprisuhugvekjur lesnar, en um sumarmál missiraskiptaoffur. Grallarasöngur hélzt lengi frant eftir öldinni og átti sterk ítök í gömlu íólki. Þótti þvi hann hafa verið miklum mun tilkomumeiri en sálmasöngurinn eftir sálmabókinni. Jafnvel eftir aldamót var það ekki ótítt, að gamlar konur gripu grallaraskræðu sina eftir húslestur á sunnudegi og bættu sér upp sálmasöng- inn. Þær sátu á rúmum síríum, máttu ekk- ert verk hafa með höndum og sungu þá úr grallaranúm sér til hugarhægðar í að- gerðaleysinu, en söngur þeirra barst um baðstofuna eins og ómar aftan úr öldum. Úr Hornstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar 1943■ BÓKAFREGN. FYRSTA ISLENZKA SÖNGFRÆÐIN f ANNARRI SÉRÚTGÁFU. Jónas söngfræðingur Helgason í Reykjavík hefir nýlega gefið út í annað sinn söngreglur þær, er hann sarndi og lét prenta fyrir nokkrum árum, og er þessi nýja útgáfa aukin og endurbætt. Það er sannarlega allrar virðingar vert, hversu þessi maður heíir brotizt áfram gegnum marga erfiðleika og hindranir til þess fyrst og fremst að læra sönglistina og full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.