Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 5

Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 5
TÓNLISTIN 35 Skólar vorn liafðir á báðum bisk- upssetrunum, og aðal-námið latína og söngur fyrir prestaefnin. Bendir margt til þess, að lögð hafi verið áherzla á söngnám í kaþólskri tið hér. Yai; söngkennari fenginn sunn- an frá Frakklandi og vafalaust iðk- aður gregóríanski söngurinn. Hér eins og annarsstaðar fór lærða klerkastéttin nær eingöngu með kirkjusönginn. Má ætla, að meðferð- in hafi verið vönduð og hugþekk áheyrendum. En þetla hreyttist. Siðabótin heimtaði sálma með nýj- um lögum, en hvorugt var til i land- inu; revndar var nokkuð (il af kaþ- ólskum kvæðum, en þau áttu nú eigi við. Yar þegar hyrjað að vrkja á is- lenzku, mest úr þýzku og dönsku. Er þess nú af ýmsum getið, hve sá skáldskapur hafi verið aunuir. En ])að mun liafa sinar ástæður, þótt hér sé cigi staður til að greina þær. Ovíst virðist um nokkur sönglög. Svo liðu yfir þrjátiu ár, eða þangað til hinn mikli eljumaður Guðbrand- ur biskup Þorláksson gaf út sálma- og messusöngshækur sínar, almennt kallaðar „Hólabók“ og „Grallari“, útgefnar fyrst 1589 og 1594 og síðan við og við, Grallarinn með litlum hrevtingum i 200 ár. Innihéldu hæk- ur þessar um hálft annað hundrað sálmalaga og að auki nokkra lengri hátíðasöngva. Lög þessi voru að niestu eða að öllu úr hinum nýja þýzka kirkjusöng siðahótarmanna. Áttu nóturnar að leiða hann inn og viðhalda honum. Seinl á 18. öld (1772) var gefið út mikið safn sálmaflokka, nefnt „Höfuðgreina- hókin“; þar hætast við 40 sálmalög. Arið 1801 kom út, sem kunnugt er, Evangelisk kristileg messu-, saungs- og' sálmabók. Að sálmaforða átli hún að gilda fyrir hinar eldri hæk- ur, en með sönglög er að mestu vísað til Grallarans, sem ég minnist síðar. Líður svo nær hálfri öld, að ekki kemur til neinna vtri breyt- inga viðvíkjandi sálmasöng vorum. 1840 er fengið hljóðfæri (pípuorg- an) i dómkirkjuna í Reykjavík. Lær- ir áhugaríkur islenzkur stúdent að leika á það jafnhliða söngfræði- námi i Danmörku, Pétur Guðjóns- son. Með honum kemur nýr raddað- ur sálmasöngur til landsins, án þess þó að vera préntaður við islenzka texta. Með því að Pétur Guðjóns- son gerist líka skömmu síðar söng- kennari í latinuskólanum og ný- stofnuðum prestaskóla, taka „nýju lögin" að hreiðasl út um landið, einkum með ungum prestum. Þó mætti þetta nokkrum hindrunum. Söknuðu eigi svo fáir „gömlu lag- anna“, sem nú var farið að nefna svo; þótti söngur þeirra hafa verið hjartnæmari og viðhafnarmeiri. Jafnvel sumir sönggarparnir gömlu hættu alveg að syngja vegna hinn- ar nýju „vanhelgunar“. Svona líða undir 20 ár. Árið 1855 kemur út á Akureyri eftir Ara Sæmundsen kver með bókstafanótum lil allra lagboða sáhnahókarinnar og leiðarvisi að læra eftir langspili. Hvarf þó þetta kver hrátt að mestu úr sögunni, þvi að árið 1861 gefur Bókmenntafélag- ið úl „íslenzka sálmasöngs- og messuhók með nótum eftir Pétur Guðjónsson“. Einrödduð var hún, en flutti lög til allra laghoða þágild-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.