Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 33

Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 33
TÓNLISTIN g:í Endursagt úr tónheimum ARTHUR NIKISCH leyndarráð, prófessor, doktor honoris causa. Allur memimgarlieimur syrgir konung orkestursstjórnarinnar. Annar slikur cr ckki til. Arthur Nikisch fæcldist 12. október 1855 í Lelteny Szent Miklos í Ungverjalandi. Ellefu ára gamall gekk hann inn í tón- listarskólann í Vínarborg og stundaöi ]jar nám í átta ár. Tók hann þá að hafa samvinnu með ýmsum orkestrum, m. a. við borgarleikhúsið i Leipzig. Hann vakti sífellt meiri athygli, og 1889 var hann ráðinn stjórnandi symfóníuhljómleik- anna i Boston. Fjórum árum seinna varð hann forstjóri óperunnar í Budapest, en árið 1895 var honum veitt stjórnarstaðan við Gewandhaushljómleikana í Leipzig, og henni hélt hann til dauðadags. Auk þessarar aðalstöðu sinnar var hann ráð- inn fastur stjórnari við heztu orkesturs- hljómleikana i Berlín, Hamborg, Péturs- Iwrg og víðar. í öllum menningarlöndum hefir hann stjórnað orkestrum. Á striðs- árunutn ferðaðist hann með „Berliner Philharmonisches Orchester“ til Norður- landa. Þá voru eflaust margir Hafnar-ls- lendingar, sem ekki sáu eftir tíu krónum fvrir aðgöngumiða. Um líkt leyti ferðað- ist hann með „Leipziger Gewandhaus- orchester" og kórsöngsfélaginu „Bach- Verein“ til Sviss. Margir létu ])á sann- færast unt, að Þjóðverjar væru ekki glæpa- lýður. Eftir stríðið var hann í fyrravor ráðinn til Róm (þýzk tónverk) og til Kristjaníu (ii hljóntleikar). Um sunt- arið stjórnaði hann 15 hljómleikum i Buenos Aires. í október konr hann aftur til Leipzig og stjórnaði þar vikulega heimsins frægustu hljómleikum, þar til hann í byrjun janúar lagði hljómstafinn fyrir fullt og allt úr hendi sér. Hann hafði verið ráðinn til hljómleika í ýms- um löndum (líka í Englandi og Norðui;- Ameríku) á næstu árum, en örlögin hafa nú rofið ])á samninga. Listareinkenni Arthurs Nikisch komu skýrast í ljós í verkum seinni tima. Verk Tschaikowskys, Bruckncrs og Mahlers gætu naumast fengið áhrifameiri með- ferð en undir höndum háns. Hljómfeg- urð og hraðatilbreytingar voru honum aðalatriði. Hið ytra hvíldi yfir honum ró. Með augnatilliti gaf hann leikurunum merki, enda hafði hann oftast ágæt or- kestur undir höndum. Hann hikaði ekki við að nota góðan listskilning.hljóðfæra- leikaranna og lagaði oft meðferð sína ct'tir því. Hann hlifði leikurum sínum og lét sjaldan á sér finnast, ef honum þótti. En frá honum streymdi töfrakraftur, sem átti suðrænan eld, ástriki og höfðings- tign. Andi ljóssins hvíldi yfir óaðskilj- anlegri heilcl, orkestri og stjórnara. Ein- Framh. á bls. 66. is. Meðferðin á „Partitu" Joh. Gottfried Walthers har vott um dálæti Páls á gagn- særri raddstillingu og stílhreinum flutn- ingi pólýfón-tónbálks barok-tímans. Virð- ist ])essi tegund tónlistar eiga brýnt er- indi að reka nú á dögum, með sterkri hlutskyggni sinni og rökvíslegri hygg- ingu. Kóralforleikur Bachs „I11 dulci jub- iIo“ naut sín ágætlega á hið Iitla dóm- kirkjuorgel, og jafnvel bjölluverkið kom hér við sögu sem kirkjulegt skraut. — Hljómleikunum lauk á „Prelúdíu og fúgu“ Bachs í Es-dúr, sem í upphafi sínu vis- ar greinilega fram á við leiðina til Moz- arts. Hér .tókst Páli að greiða haglega úr raddfléttum organista-tónskáldsins og leiða fram stefjaþróunina upp að all- miklu hámarki, sem þó ekki samsvaraði allskostar hinni breiðu fyllingu fúgusniðs- ins, en benti frekar til heiðs „fresco“- skilnings allt til hins drjúglanga loka- tóns. Hallgrímur Hclgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.