Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 1
Bændablaðið fram að sumarleyfi Þarft þú að auglýsa? Síminn er 563 0300. Netfang Eiríks Helgasonar, auglýsingastjóra, er eh@bondi.is 22. júní og 6. júlí Mjólkurráðstefna 15, 16, 17 og 18 Bannað að veiða göngusilung í net í Eyjafirði Bls 10 Hvernig er að læra landbúnaðarfræði í Danmörku? Sæmundur Jón Jónsson stundar nám við Vejlby Landbrugsskole sem er stærsti landbúnaðarskóli í Danmörku. Hann segir okkur frá skólanum á blaðsíðu 16. Upplag Bændablaðsins 11.500 Þriðjudagur 8. júní 2004 11. tölublað 10. árgangur Eftirlitsmynda- vélar í útihúsum fækka fýluferðum Það færist í vöxt að bændur séu með eftirlitsmyndavélar í fjós- um eða fjárhúsum sínum. Einn af þeim sem fengið hefur sér eftirlitsmyndavélar í fjárhúsin í vor er Bogi Ingimundarson, bóndi á Brekku í Núpasveit. Hann segir þær létta mjög undir meðan á sauðburði stendur því eins og hann orðaði það: ,,Fýlu- ferðunum fækkar en þær voru oft margar meðan á sauðburði stóð þannig að þetta eykur á leti manns." Þá segist hann hafa bjargað lömbum með því að fylgjast með í fjárhúsunum í gegnum myndavélarnar. Hann segist fyrst og fremst hugsa myndavélarnar til að fylgjast með snemmbærum og síð- bærum en þegar sauðburður stend- ur sem hæst er sólarhringsvakt í fjárhúsunum. Bogi segir að það færist í vöxt að bændur fái sér eftirlitsmyndavélar. Fjárbændur nota þær eins og Bogi lýsir en kúabændur nota þær til að fylgjast með kúm sem eru komnar að burði. Bogi sagði að þær ær sem hann lét sæða hafi borið fyrstu dagana í maí en hinar ekki fyrr en um miðjan mánuðinn og almennt hefjist sauðburður fyrir norðan ekki fyrir þann tíma. Örn Helgason, framkvæmda- stjóri Videocom ehf., sem býður upp á heildarlausnir fyrir bændur og aðra varðandi eftirlitsmynda- vélar, sagði að hægt væri að fara margar leiðir við uppsetningu eftirlitsmyndavélanna. Hægt er að fá myndina inn í sjónvarpið hjá sér eða tölvuna. Kostnaðurinn er líka mjög breytilegur eftir því hvaða leiðir menn vilja fara. Hins vegar er ljóst að vélarnar spara mikla vinnu bæði hjá mjólkurfram- leiðendum og sauðfjárbændum. Samkvæmt skýrslum nautgriparæktarfé- laganna voru vanhöld á kálfum kringum burð um 13% á sl. ári og hafa aldrei verið meiri. Hlutfall nautkálfa sem fæðast dauðir eða drepast rétt eftir fæðingu er 15% en 12% meðal kvígukálfa. Einna alvarlegast er þó að vanhöld undan fyrsta kálfs kvígum eru 20,5%. Vart þarf að taka fram að þessar tölur eiga sér ekki nokkra hliðstæðu í hinum vestræna heimi og er því brýnna en nokkru sinni fyrr að komast að rótum þessa vanda. Árið 2001 gerði Baldur H. Benjamínsson nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasam- tökum Íslands athugun á þessum málum þar sem lagðar voru til grundvallar upplýsingar úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar um 163.530 burði. Þar voru athuguð áhrif ýmissa um- hverfisþátta, s.s. burðarnúmer, lengd með- göngu, munur á milli búa, hvort faðir kálfsins var heimanaut eða sæðinganaut, áhrif skyld- leikaræktar o.s.frv. Eins og við mátti búast var tíðni vanhalda lang mest við fyrsta burð einnig ef lengd meðgöngu vék verulega frá meðaltali. Munur á milli búa er einnig verulegur, allt frá engum vanhöldum upp í ríflega þriðjung af fæddum kálfum. Þá eru einnig til bú þar sem vel yfir helmingur kálfa undan fyrsta kálfs kvígum fæðist dauður. Munur á vanhöldum er heimanautum í óhag, þar segir Baldur að skýringin sé a.m.k. að hluta til sú að væntan- legur burðardagur er ekki þekktur, eftirlit og undirbúningur fari því fyrir ofan garð og neðan. Þá ber líka að geta þess að munur milli nauta er talsverður, allt frá 5-6% upp í 18-20% vanhöld meðal afkvæma. Skyldleikarækt í íslenska kúastofninum hefur til þessa ekki verið talin sérstakt vandamál en þó hefur hún greinileg áhrif á vanhöldin. Baldur segir að þau áhrif muni aukast á næstu árum, vegna stífs úrvals eftir einstaklingslíkani. “Ekki þarf að fjölyrða um neikvæð áhrif þessara miklu kálfavanhalda á búskapinn, í fyrsta lagi er hér um beint fjárhagslegt tjón að ræða, þá skerðir þetta úrvalsmöguleika bænda mikið, endurnýjunarþörfin er meiri en nokkru sinni áður og í raun meiri en stofninn stendur undir. Í fjórða lagi er hér um vanda sem snertir ,,Það er ótrúlega margt sem vinnst við það að frysta skógar- plöntur á haustin og allt vinnuferli bæði hjá bændum, plöntufram- leiðendum og Suðurlandsskógum mun breytast þegar farið verður út í þetta. Plönturnar eru teknar úr bökkunum sem þær vaxa upp í og settar í laupa sem síðan eru settir inn á frysti og frystir við mínus 4- 5 gráður. Þar með eru menn lausir við þá kalhættu sem er alltaf til staðar hjá okkur á veturna og vorin," sagði Björn. Hann segir að áður en plantan sé fryst verði hún að fara í gegnum frostþolsprófun. Þegar hún hefur sýnt nægilegt frostþol þá er hún sett inn í frysti og geymd þar til vors. Björn segir að plöntun á vorin sé mest spennandi við verkefnið. Bændur sem planta nú í byrjun maí taka ákveðna áhættu vegna hugsanlegra vor- frosta. Sú planta sem kemur úr frysti kveikir ekki á sér fyrr en eftir 3 vikur og því gerir það henni ekkert þótt komi frost í maí. Hún er allan maímánuð að undir- búa sig fyrir sumarið. Norðmenn segja að með þessari frystiaðferð séu hreinlega engin vetraraföll á plöntunum en hér á landi hafa menn lent í ótrúlega miklum skakkaföllum vegna frostkafla á vorin. Þegar plantan er tekin úr fryst- inum er hún sett í vatnsbað í 20 tíma í 8 gráðu heitu vatni og er þá tilbúin til útplönturnar. Plantan er í laupnum allan tímann sem hún er í frysti og líka þegar hún er þýdd upp. Þess vegna getur bónd- inn tekið plönturnar í skottið á bíl sínum í stað þess að vera með kerru. Björn segir að þetta muni spara óhemju mikið í flutn- ingskostnaði. ,,Það tekur okkur 3 til 5 ár að setja þetta í gang m.a. vegna þess að plöntuframleiðendur þurfa að breyta vinnutilhögun hjá sér og hugsanlega að kaupa sér nýjan vökvunarbúnað og fleira sem krafist verður af þeim. Á móti kemur að plöntuframleiðendur þurfa ekki að hafa nema eitt sett af bökkum vegna þess að bakkarnir losna þegar plönturnar fara í frystingu. Þeir geta minnkað rými í plöntustöðunni hjá sér um helming vegna þess að þeir losna við plönturnar út á haustin í stað þess að þurfa að geyma þær til vors. Það má því segja að þetta snerti allt ferli Suðurlandsskóga. Þar er ekkert undanskilið," segir Björn B. Jónsson. Kálfadauði alvarlegt vandamál Skógarplöntur settar í frost! Suðurlandsskógar hafa ákveðið að koma sér upp frystigeymslum fyrir skógarplöntur og er undirbúningur þegar hafinn. Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, sagði í samtali við Bændablaðið að hann hafi lengi haft þetta sem áhugamál og að þetta sé nokkuð sem hann telji að verði að koma, alla vega á Suðurlandi. Hann segir að Norðmönnum hafi tekist vel með þessa nýju aðferð. Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri var slitið við hátíðlega athöfn í Reykholtskirkju í Borgarfirði fyrir skömmu. Vestfirðingurinn Marta Sigríður Örnólfsdóttir útskrifaðist úr búvísindadeild. Dóttir hennar Unnur Eyrún var í kirkjunni en taldi réttast og best að hreiðra um sig í fangi móður sinnar. Við segjum nánar frá útskriftarhátíðinni í Reykholti á blaðsíðu 12. Framhald á næstu síðu. Mjólkurneysla bætir heilsuna og dregur úr kostnaði hins opinbera

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.