Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 8. júní 2004 13          ! "#  "#$ "#             %&          !     % ' ()' ** +   #" ," - ." .&   #  +  ' ../ # './ " "./" 0. 1# Vesturlandsdeild Veiðimála- stofnunar hefur flutt aðsetur sitt úr Borgarnesi að Hvanneyri. Hjá deildinni starfa tveir menn, þeir Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur og deildarstjóri Vesturlandsdeildar, og Björn Theodórsson fiskeldisfræðingur. Björn sagði í samtali við Bændablaðið að þeim líkaði af- skaplega vel að vera fluttir að Hvanneyri. ,,Það hefur verið að gerast smátt og smátt að stofnanir sem tengjast landbúnaðinum hafa dregist saman á einn stað, Hvanneyri, sem er afskaplega við- eigandi. Við erum vel í sveit settir innan um ágætis fólk á fjöl- mörgum stofnunum," sagði Björn. Starfssvæði þeirra Sigurðar og Björns er stórt. Það nær yfir allt Vesturland og Vestfirði eða frá Botnsá í Hvalfirði, um Borgar- fjörð, Snæfellsnes, Dali,Vestfirði og að Hrútafjarðará. Þeirra störf eru rannsóknir, ráðgjöf og þjónusta við ár og vötn á svæðinu, sem og umsjón með kræklinga- verkefninu sem er landsvísu. ,,Nú er sá tími sem við erum að útbúa sleppitjarnir fyrir verðandi sjógönguseiði úr heimastofnum ánna sem verið er að flytja í árnar úr fiskræktarstöðinni Laxeyri ehf. Það eru okkar vorverk meðal annars," sagði Björn Theodórsson. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Björn .t.v. við mælingar en það er Sigurður Már sem er að mæla leiðni og hita. Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar flutt að Hvanneyri Flagheflar Vinnslubreidd 2,5 m Verð kr. 198.000 m. vsk. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík Sími 588 1130

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.