Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 8. júní 2004
Jón Albert
Sigurbjörnsson,
formaður LH
Aukið
fjármagn
vantar til reið-
vegagerðar
Landssamband hestamanna
hefur umsjón með lagningu
reiðvega á landinu og veitir
ríkið 40 milljónum króna á
ári til verkefnisins.
Landsambandið fær
helminginn, eða 20 milljónir
króna, til úthlutunar til
hestamannafélaganna sem
eru með skilgreind verkefni.
Hinn helminginn fær
Vegagerðin til að færa
reiðvegi frá þjóðvegi 1.
Jón Albert Sigurbjörnsson,
formaður Landssambands
hestamanna, segir að umsóknir
hestamannafélaganna um fé til
reiðvegagerðar hafi numið 135
milljónum króna fyrir þetta ár.
Hann segir allar umsóknirnar
hafa verið mjög vandaðar og
þær hefðu staðist allar kröfur en
fjármagn vanti. Jón Albert segir
að ófremdarástand ríki varðandi
reiðvegagerðina sökum
fjárskorts. Sveitarfélögin hafa
lítið komið að reiðvegagerð en
Jón Albert segir að það hafi þó
heldur aukist.
Hann bendir á að
hestamennska hafi aukist mjög
hin síðari ár og um leið hafi
hestaferðir um landið stóraukist
þannig að hér sé orðið um
stóran málaflokk að ræða. Því
sé nauðsynlegt að veita meira
fjármagni til reiðvegagerðar.
Jón Albert segir að
hestamannafélögin bjóði oft í
reiðvegagerð því félagar innan
þeirra eigi tæki til
vegagerðarinnar og oft sé um
mikla sjálfboðavinnu að ræða.
Laugardaginn 22. maí voru
útskrifaðir nemendur af 2. og 3.
ári hrossaræktardeildar Hóla-
skóla. 12 nemendur útskrifuð-
ust af 2. ári sem tamningamenn
og 8 af 3. ári sem þjálfarar og
reiðkennarar.
Tamningamenn:
Artemisia Constance Bertus
Brynjar Atli Kristinsson
Elisabeth Pauser
Filippa Christina Margareta
Montan
Hörður Óli Sæmundsson
Johanna Pölzelbauer
Jóhann K. Ragnarsson
Laura Christine Carolyne Benson
Sara Elisabeth Arnbro
Sigríður Þorsteinsdóttir
Terése Guðmundsson
Þorgils Magnússon
Þjálfarar og reiðkennarar:
Agnar Snorri Stefánsson
Ágúst Ágústsson
Elisabeth Jansen
Inga María Stefánsdóttir
Reynir Örn Pálmason
Mille Kyhl
Sandra Marin
Sölvi Sigurðsson
Artemisia Constance Bertus
stóð sig best meðal tamninga-
mannanna og fékk tamningabikar
FT. Agnar Snorri Stefánsson,
þjálfari og reiðkennari, fékk
Ástundarhestinn fyrir bestan
árangur í reiðmennsku og Elisa-
beth Jansen, þjálfari og reið-
kennari, fékk LH styttuna fyrir
bestan árangur í reiðkennslu.
Elisabeth fékk einnig Morgun-
blaðsstyttuna fyrir hæsta lokapróf.
Árangur beggja þessara hópa
var frábær. Fyrri met voru slegin
og meðaleinkunnir nemenda al-
mennt hafa aldrei verið svo háar
sem nú.
Útskriftarathöfnin hófst með
glæsilegri reiðsýningu á reiðvelli
Hólaskóla þar sem reiðkennarar og
þjálfarar sýndu. Síðan fluttu menn
sig inn í reiðhöllina og þar voru
flutt ávörp og nemendur út-
skrifaðir. Ávörp fluttu: Skúli
Skúlason rektor, Eysteinn Jónsson,
aðstoðarmaður landbúnaðarráð-
herra, Reynir Aðalsteinsson frá FT
og Sigfús Helgason frá LH. Einnig
heiðruðu nemendur 3. árs kennara
sína, þau Eyjólf Ísólfsson, Mette
Mannseth og Anton Níelsson auk
Sigurlaugar Stefánsdóttur á bóka-
safninu.
Útskrift tamningamanna, þjálfara og reiðkennara á Hólum
Sunnanvindur sólu frá
sveipar linda skýja,
fannatinda, björgin blá,
björk og rinda ljómar á.
/Jónas Hallgrímsson
Veðrið er fyrsta umræðuefni í tveggja
manna tali. Þegar við leggjum upp í ferð viljum
við fá veðurlýsingu og vitneskju um veðrið á
leiðinni og á áfangastað. Okkur nægir ekki að
vita um vind og hitastig heldur viljum við vita
hvort sé þoka, rigning, skýjað eða sólskin, hríð
eða skafrenningur.
Slíkt verður ekki mælt nema að veðurstöðin
sé mönnuð. Stöðugt verður fullkomnari tækni í
sjálfvirkum veðurmælingum en akkúrat veðrið
er ekki mælt nema mannshöndin komi þar að.
Nákvæmar fréttir af veðri sem víðast af landinu
og lesnar upp í útvarpi styrkir vitund okkar og
samkennd sem einnar þjóðar óháð búsetu.
Lokun mannaðra veðurstöðva snertir því fleiri
þætti en að mæta skerðingu á fjárveitingum til
Veðurstofunnar.
Reykhólar og Blönduós
Glöggar upplýsingar um veðurfar eru
forsenda fyrir mat á skilyrðum til búsetu,
vegalagninga, uppbyggingu atvinnufyrirtækja
auk öryggis í umferð á sjó, landi og í lofti.
Í ferðaþjónustu skiptir veðrið máli og sér
hver sjálfan sig í því að fá fréttir af veðri á
fyrirhuguðum áfangastað.
Mun fátæklegra er að heyra nú frá
Blönduósi aðeins um vindátt og hitastig en
ekkert um úrkomu, skyggni eða skýjafar en
þeirri stöð var lokað um síðustu áramót. Til
stendur að loka veðurathugunarstöðinni á Reyk-
hólum með sama hætti. Veðurlýsing á þessum
stöðum gefur til kynna raunverulegt veður á
stóru svæði og mikil umferð er til dæmis um
Blönduós þar sem skyggni skiptir miklu máli
fyrir öryggið. Mér finnst að það eigi að
endurskoða ákvörðun um lokun þessara stöðva.
Hveravellir- mönnuð veðurstöð í tæp 40 ár
Mönnuð veðurathugunarstöð hefur verið
rekin á Hveravöllum síðan 1965 og hefur
fyrirhuguð lokun hennar vakið hörð viðbrögð.
Sjálfvirkar stöðvar mæla suma þætti vel en
ráða ekki við ýmsa þætti sem veðurathugunar-
menn einir geta mælt og metið.
Vegna mikillar og vaxandi umferðar um há-
lendið hefur mjög aukist þörf fyrir upplýsingar
um veðrið á hálendinu sem og veðurhorfur.
Upplýsingar um veður, vind, snjólag og
skýjahulu berast þaðan á 3ja tíma fresti allt árið
um kring. Þessar upplýsingar eru nýttar við
veðurspá fyrir hálendið og til að meta og gefa
upplýsingar um almenn flugskilyrði yfir landinu
og hafa grundvallarþýðingu fyrir sjónflug.
Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga og fleiri
sveitarstjórnir á aðliggjandi svæðum hálendisins
hafa lýst þungum áhyggjum af lokun mannaðrar
veðurstöðvar á Hveravöllum. Bent er á aukna
áherslu stjórnvalda á ferðaþjónustu og aukna
umferð um hálendið. Hefur mikill fjöldi
ferðamanna, sem um hálendið fer, heyrt í útvarpi
eða fengið beinar upplýsingar í stöðinni um
veður, færð, skyggni og annað sem að ferðum
snýr sumar jafnt sem vetur. "Má leiða sterk rök
að því að í ýmsum tilvikum hafi slíkar
upplýsingar komið í veg fyrir alvarlega
erfiðleika í vetrarferðum fólks."
Til varnar Hveravöllum
Mönnun veðurathugunarstöðvar árið um
kring er gríðarlegt hagsmunamál fyrir öflun og
nýtingu fullkomnustu veðurupplýsinga á hálend-
inu í fjölþættum tilgangi til lengri eða skemmri
tíma. Viðvera fólks árið um kring er einnig
nauðsynleg í öryggisskyni og til að þjónusta
ferðafólk og hafa gætur á þessari dýru
náttúruperlu sem Hveravellir eru.
Tekið er undir áskorun þeirra fjölmörgu
hagsmunaaðila og hollvina Hveravalla sem
krefjast þess að heilsársmönnun veðurathugunar-
og eftirlitsstöðvar á Hveravöllum verði tryggð.
Lokun veðurathugunarstöðvarinnar á Hvera-
völlum væri mikil afturför og okkur öllum til
mikils vansa.
“Brigðult er veður þótt blítt sýnist.”
Jón Bjarnason,
þingmaður Vinstri-grænna
Um lokun mannaðra veðurstöðva
Skagfirsk skýjamyndun. Þessi ljósmynd var tekin fyrir nokkrum dögum.
Gæðastýring í
sauðfjárrækt
Námskeið í gæðastýringu í
sauðfjárrækt fyrir nýja
þátttakendur verða haldin á
eftirtöldum stöðum:
21. júní - Sel Hótel
Mývatnssveit
22. júní - Hvanneyri, salur
bútæknideildar RALA
23. júní - Selfoss, Salur BSSL
Námskeiðin hefjast kl. 10 fyrir
hádegi og þeim lýkur kl. 17.
Bændasamtök Íslands