Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 20
20 Þriðjudagur 8. júní 2004
Ég stunda nám við Vejlby Landbrugs-
skole sem er stærsti landbúnaðarskóli í Dan-
mörku og býður upp á margs konar land-
búnaðarmenntun. Skólinn er í fallegu um-
hverfi í útjaðri Árhúsa sem auk þess að vera
næststærsta borg Danmerkur er höfuðstaður
Jótlands. Auk náms í landnýtingar-
tæknifræði (jordbrugteknolog) býður skól-
inn upp á námslínurnar Modul 3 og 4 og
Agronom sem eru viðaukar við almenna
búfræðinámið. Skólinn deilir einnig húsnæði
með húsmæðraskóla og er mikill samgangur
á milli þeirra.
Landnýtingartæknifræði fellur undir
svokallað stutt framhaldsnám. Námið tekur
22 mánuði og skiptist upp í fjórar annir. Um
það bil 200 nemendur byrja ár
hvert á þessu námi, þar af
35% konur og
meðalaldurinn er 23 ár. Til
að öðlast inntökurétt þarf
maður annaðhvort að hafa
lokið búfræðinámi eða
stúdentsprófi. Ekki sakar að
hafa fræðilega kunnáttu og
reynslu af landbúnaðar-
störfum við upphaf skóla-
göngu. Þetta á einkum við
þá sem koma inn með
stúdentspróf en þeir sem eru
með búfræðimenntun upp-
fylla þessi skilyrði oftast.
Atvinnumöguleikar að
loknu námi eru fjölbreyttir.
Sem dæmi má nefna ráðgjöf
hérlendis og erlendis, sölumennska, kennsla,
umhverfis- og náttúruvinna margs konar,
framleiðslustjórn, rannsóknarstörf, fjármála-
miðlun, bústjórn, ráðunautastarf svo ekki sé
minnst á sjálfstæðan atvinnurekstur í land-
búnaði. Þannig hafa margir tekið þetta nám
áður en þeir kaupa sína eigin jörð og byrja
búskap. Þá býður námið líka upp á
áframhaldandi menntun við Landbúnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfn og annað
háskólanám bæði í Danmörku og öðrum
löndum.
Námið er byggt upp í
fimm liðum.
Allir
nemendur taka fyrirtækjarekstur, alþjóða-
væðingu, miðlun og tölvufræði sem skyldu-
nám. Eftir vali hvers og eins nemanda um
sérhæfingu er farið í bóklegan þátt sem er
grunnur til að byggja ofan á seinna í náminu.
Hægt er að velja milli sex sérsviða þ.e.
fjármálabraut, nautgriparæktarbraut, svína-
ræktarbraut, jarðræktarbraut, byggingar- og
tæknibraut og að lokum umhverfis-
og náttúrubraut. Kennslan fer fram
í bekkjum og jafnhliða skila
nemendur ýmsum verkefnum og
mikið er lagt upp úr
verkskipulagningu í náminu. Mörg
verkefnanna eru unnin í hópavinnu
sem eykur hæfileika nemenda til að
vinna saman og rökræða.
Markmiðið með miðlun er að
nemendur geti átt samskipti og
komið boðskap sínum á framfæri til
væntanlegra starfsfélaga og
viðskiptavina. Nemendum standa
til boða valfög þar sem þeir
geta náð að sérhæfa sig
enn frekar, t.d. í
ráðgjöf, kennslu
eða
stofnun fyrirtækja.
Starfsnámið taka nemendurnir yfir
sumartímann milli skólaáranna að lágmarki í
tvær vikur en flestir velja að dvelja lengur.
Valið fellur oft á tvo vinnustaði, til að gera
sér mynd af möguleikum framtíðarinnar. Í
starfsnáminu skapast oft tengsl og snúa
nemendur ósjaldan til baka að loknu námi
sem fastir starfsmenn. Lokaverkefni er svo
unnið í enda fjórðu og síðustu annar en þar
einbeita nemendur sér að því að finna svar
við sjálfvöldu efni. Við úrvinnslu
verkefnisins vinna nemendurnir sjálfstætt,
nota þá visku og hæfileika sem þeir hafa
öðlast í náminu. Verkefninu lýkur síðan með
því að það er lagt fram sem grein í fagblað,
kynning á fundi, sem tölvuforrit eða
bæklingur.
Námið er nemendum endurgjaldslaust en
borga þarf fyrir bækur, bæklinga, ljósrit og
annað efni sem fylgir náminu. Hægt er að
sækja um svokallaðan námsmannastuðning
(SU) hafi maður verið í landinu í ákveðinn
tíma og uppfyllt nokkur skilyrði. Við skólann
er bæði hægt að leigja herbergi á heimavist eða
íbúðir þar sem nokkrir búa saman. Skólinn
rekur eigið mötuneyti þar sem hægt er að
kaupa morgun-, hádegis- og kvöldverð auk
morgun- og miðdegiskaffis á viðráðanlegu
verði. Góðir möguleikar eru til að mynda
félagsskap og hefur skólinn upp á að bjóða
góða aðstöðu til íþróttaiðkunar svo ekki sé
minnst á skólabarinn sem er opinn að minnsta
kosti einu sinni í viku.
Fyrir mig hefur skólinn verið góð
brýning á þeirri visku sem ég hafði
aflað mér við nám og starf í
landbúnaði. Auk þess hef ég
fengið betri skilning á því hvers
vegna hlutirnir eru eins og þeir
eru en áður bara fengið að vita að
svona væru þeir Í mínu tilfelli
hefur námið gefið aukinn skilning á
bæði fóðrun og ræktun nautgripa sem er gott
veganesti til að taka með sér út í raunverulega
lífið. Námið er mjög alhliða sem eykur
möguleika á atvinnu í framtíðinni. Á sama
tíma gefur námið möguleika á að sérhæfa sig í
því sem maður hefur mestan áhuga á og þar
með orðið hvað sáttastur við útkomuna.
Skólinn byrjar snemma í september ár
hvert og rennur umsóknarfrestur út
1. júlí sama ár þannig að
það er ekki eftir neinu
að bíða fyrir áhuga-
sama að sækja um
inngöngu. Heimasíða
skólans er www.vl.dk
og ég er einnig
tilbúinn til aðstoðar ef
einhver vill komast
hingað út til náms
eða starfs.
Sæmundur Jón
Jónsson,
jk02sjj@vl.dk
Öðruvísi land-
búnaðarnám erlendis
Ítilefni þess að ég er að ljúka námi mínu sem "jordbrugsteknolog"(landnýtingartæknifræði) langar mig að fræða lesendur um þessa menntun.Tímasetningin er valin með það í huga að núna eru margir búfræðingar aðútskrifast frá Hvanneyri og eru margir þeirra eflaust að velta fyrir sér hvað nútaki við. Sjálfur stóð ég í þeirra sporum fyrir þremur árum og vissi ekki hvað égátti að taka mér fyrir hendur. Eftir að hafa unnið á nokkrum framúrskarandi
kúabúum heima á Íslandi leitaði hugurinn út. Þar sem áhuginn fyrir fjórfætlingunum
var mikill lá beinast við að halda til Danmerkur sem ég vil kalla Mekka
nautgriparæktar í Evrópu ef ekki í heiminum öllum. Þar vann ég á stóru kúabúi í tíu
mánuði eins og ég greindi frá í grein í 10. tölublaði Bændablaðsins 2002. Sú reynsla var
mér mikilvæg þar sem ég komst bæði betur inn í dönskuna og fékk réttari mynd af
danska landbúnaðinum áður en ég byrjaði í skólanum.
Förutíu jarðir eru samning-
bundnar Skjólskógum á Vest-
fjörðum og margar fleiri bíða
eftir að fá samning. Sæmundur
Þorvaldsson, framkvæmdastjóri
Skjólskóga, sagði nauðsynlegt
fyrir þá sem hafa áhuga á að
koma inn í Skjólskóga að hafa
svo sem eins og tveggja ára um-
hugsunarfrest.
,,Ef menn hafa lítið leitt
hugann að nýtingu á landi sínu
er nauðsynlegt að þeir velti
vöngum og skoði málið
gaumgæfilega. Það gerist nær
alltaf að fyrstu hugmyndir
manna breytast mjög ef málið er
skoðað í eitt til tvö ár. Oftast er
það í þá veru að taka stærra
land undir skógrækt og skjól-
belti," sagði Sæmundur.
Hann segir að af þeim 40
jörðum sem eru
samningsbundnar Skjólskógum
á Vestfjörðum væri um
þriðjungur með einhverja
timburskógarækt og sumar ein-
göngu. Aðar jarðir eru mest að
rækta það sem kallað er beitar-
skógar ætlaðir til skjóls í bit-
högum þegar þeir hafa vaxið
upp fyrir kjafta grasbíta.
Varðandi skjólbeltin leggja
Skjólskógar mesta áherslu á
umhverfi túna því árangurinn
kemur hratt, eða eftir 4 til 5 ár.
Hann segir skógrækt taka tíma
en skjólbeltaræktin geri það
ekki.
Skjólskógar á Vestfjörðum
byrjuðu árið 1998 og síðan þá er
búið að gróðursetja um eina
milljón skógarplantna og á milli
60 og 70 km af skjólbeltum. Í
byrjun var aðeins notast við
víðitegundir í skjólbelti og
taldar mestar líkur á að hann
næði árangri en nú eru menn
farnir að fjölga tegundum eftir
að í ljós hefur komið að
skjólbeltaræktunin tekst
fullkomlega og skilar þeim
árangri sem til er ætlast. Grös
skýld skjólbeltum spretta betur
og kýr á beit í skjóli mjólka 15-
20% meira en þær sem eyða
þurfa orku í að berjast við
kulda.
Í ár verða gróðursettar um
420.000 plöntur á þeim 40
bæjum sem eru innan
Skjólskóga og bæja sem eru að
fá samning á þessu ári. Sæ-
mundur segir að hlutfall
timburskóga fari hækkandi
enda sé verið að taka inn
eyðijarðir þar sem áherslur eru
aðrar en á búum með
hefðbundinn búskap.
Skjólskógar á Vestfjörðum
Skjólbeltin tæpir
70 kílómetrar
Upp í sveit
Íslenski bæklingurinn "Upp í
sveit" er nú kominn út hjá
Ferðaþjónustu bænda og er
fáanlegur á öllum helstu
upplýsingamiðstöðvum, Essó
bensínstöðvum hringinn í
kringum landið og hjá bændum. Í
bæklingnum er að finna
upplýsingar um gistingu á 124
ferðaþjónustubæjum um land allt.
Gistingin er fjölbreytt og ættu allir
að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Eins og sjá má á forsíðunni
nefnum við bændagistingu,
sveitahótel, sumarhús og
heimagistingu. Afþreying er
einnig orðin mjög fjölbreytt, má
þar nefna hestaferðir, golfvelli við
bæina eða í nágrenninu, merktar
gönguleiðir þar sem oft er hægt að
fá leiðsögn, fuglaskoðun,
bátsferðir, sveitaheimsókn barna
og söla á veiðileyfum. Einnig má
nefna ferðir á fjórhjólum og
snjósleðaferðir.
Upplýsingar um gistingu og
afþreyingu má að sjálfsögðu
einnig nálgast á heimasíðunni FB
- www.sveit.is