Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 8. júní 2004 31
Aðalfundur “Deildar
sauðfjárbænda innan B.S.V.”
verður mánudaginn 21. júní í fyrrum húsnæði
Héraðsskólans á Núpi og hefst hann kl. 20.30.
Dagskrá mun að sjálfsögðu snúast um
hagsmunamál sauðfjárbænda, en auk þess
munu kosnir fulltrúar á aðalfund L.S.
Fyrirhugað era ð stjórnarmaður LS. og/eða
framkvæmdastjóri mæti á fundinn.
Aðalfundur
Búnaðarsambands
Vestfjarða
verður haldinn þriðjudaginn 22.júní á sama stað
og hefst hann kl. 10.00 árdegis.
Öllum bændum er heimil fundarseta en aðeins
kjörnir fulltrúar hafa málfrelsi, tillögu- og
atkvæðisrétt. Fyrirhugað er að þeim fundi ljúki
ekki síðar en um kl 22.00. Stjórnarmaður og/eða
framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands
eru væntanlegir á fundinn.
Laugardaginn 29. maí voru
59 nemendur brautskráðir frá
Garðyrkjuskóla ríkisins,
Reykjum í Ölfusi Af þessum
hópi var 21 skógarbóndi að
ljúka þriggja ára námi í Grænni
skógum á Suðurlandi en þetta er
fyrsti hópurinn af
skógarbændum sem skólinn
útskrifar. Dúx skólans var
Guðrún Brynja Bárðardóttir,
sem útskrifaðist sem
blómaskreytir af
blómaskreytingabraut skólans.
Námsárangur nemenda var
mjög góður og fengu fjölmargir
viðurkenningar og bókagjafir
fyrir góða frammistöðu. Þetta
var seinasta útskrift
Garðyrkjuskólans í 65 ára sögu
hans því skólinn verður
sameinaður
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri frá og með næstu
áramótum en lög um það voru
samþykkt á síðasta starfsdegi
alþingis. Það verða
Rannsóknarstofnun
landbúnaðarsins (RALA),
Garðyrkjuskólinn og
Landbúnaðarháskólinn á
Hvanneyri sem sameinast í
þennan nýja háskóla. Eftir
útskriftina var öllum gestum
boðið að þiggja veitingar í
húsakynnum skólans en um 350
manns þáðu það.
59 nemendur brautskráðir
frá Garðyrkjuskólanum
Útskriftarhópur Garðyrkjuskólans ásamt nokkrum af starfsmönnum
skólans.
Guðrún Brynja Bárðardóttir úr
Þorlákshöfn var dúx skólans en
hún var með 9.4 í aðaleinkunn.
Hjónin á Prestbakkakoti á Síðu,
Sólveig Pálsdóttir og Jón
Þorbergsson voru heiðruð
sérstaklega í útskriftinni fyrir
frábæran árangur í Grænni
skógum en það voru Suður-
landskógar sem færðu þeim gjöf
af þessu tilefni.
Þórhallur Hróðmarsson, fyrrver-
andi kennslustjóri skólans, var
heiðraður sérstaklega í útskriftinni
fyrir störf sín í þágu íslenskrar
garðyrkju en hann hefur látið af
störfum við skólann eftir 33 ára
starf. Þjónustu-
miðstöð fyrir
Massey
Ferguson
og Fendt
dráttarvélar
Viðgerðir og
varahlutaútvegun
Smíðum
glussaslöngur í
allar gerðir
landbúnaðarvéla.
MF Þjónustan ehf
Grænumýri 5b,
270 Mosfellsbæ
Sími: 566-7217,
fax: 566-8317
Netfang: traktor@isl.is