Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 8. júní 2004 17
3
Norrænt mjólkuriðnaðarþing
Á fundinum ríkti gott andrúmsloft - og á stundum sendu menn leiftrandi
skemmtileg skeyti úr ræðustól. En umfram allt var þingið málefnalegt og
fróðlegt fyrir þá sem það sátu.
Mjólkuriðnaðurinn verður að
svara kröfum og væntingum
neytenda og þeim breytingum
sem eru að verða í umhverfi
okkar og aldursamsetningu
þjóða. Þegar lesið er á loftvog
neytenda vísar hún í átt til
þæginda, heilsu og nautnar.
Krafan til mjólkurvörunnar er
að hún sé þægileg í með-
förum, heilnæm og ljúffeng.
Þróa verður vörur sem koma
til móts við áhyggjur og vanda
neytenda vegna t.d. aukinnar
líkamsþyngdar, svefntruflana
og öldrunar og svara kröfum
um heilsusnakk í stað sætinda
og vörur sem stuðla að
þægindum og betra útliti.
Þetta var m.a. boðskapur
Katarinu Björling hjá Tetra Pak
International á 40. Norræna
mjólkuriðnaðarþinginu á Hótel
Nordica um síðustu helgi. Hún
benti á fjölmörg atriði sem
tengjast heilsu og framtíðar-
þróun. Að hennar dómi er
mikilvægt að vöruþróun miðist
við að létta fólki lífið í tíma-
skorti og tímapressu og taka
mið af sífellt meiri áherslu á
heilsubætandi aðgerðir og
athafnir. Þá þurfi að huga að
því framtíðarviðhorfi að um
2040 megi gera ráð fyrir að
helmingur íbúa Evrópu verði
yfir 50 ára að aldri. Fæða fyrir
fríska eldri borgara og fæða
fyrir sjúka eldri borgara muni
því komast æ meir á dagskrá.
Heilsan færist ofar
Katarina Björling minnti á
skýrslu Roper Reports World-
wide frá því í fyrra þar sem
gerð er grein fyrir heims-
könnun á 57 lísfgildum. Þar
lendir heilsa og þrek í þriðja
sæti á eftir fjölskyldu og
heiðarleika og á undan sjálfs-
virðingu, frelsi og réttlæti.
Heilsa og þrek hefur færst upp
um sex sæti frá síðustu sam-
bærilegu könnun. Roper hefur
einnig gert kannanir á því
hvaða þætti fólk telur mikil-
vægasta í sambandi við góða
heilsu:
1. Ná góðum
nætursvefni - 83%
2. Borða ferska ávexti og
grænmeti - 75%
3. Borða heilnæman og
næringarríkan mat - 72%
4. Drekka nóg af vatni - 70%
5. Halda sig
nálægt kjörþyngd - 68%
Maturinn lausnin
Fyrirbyggjandi heilsuvernd
er ákall tímans, bæði frá
yfirvöldum og neytendum, að
dómi Katarinu Björling. Þekk-
ing neytenda á tengslum matar
og heilsu mun fara vaxandi.
Um leið mun ný tækni og
þekking gera mjólkuriðnað-
inum kleyft að mæta óskum
um heilsubætandi vöru með
því að laða fram heilsutengda
eðliskosti mjólkurvöru, bæta
við lífvirkum og heilsu-
skapandi þáttum í vöruna og
þróa ný heilsutengd matvæli.
“Neytendur hafa áhyggur
af því að matar- og drykkjar-
venjur þeirra hafi haft neikvæð
áhrif á heilsu þeirra, sagði
Katarina Björling, og vitnaði til
orða Julian Stonewell hjá
Danisco, sem lýsa tækifærun-
um er felast í þessu viðhorfi:
"Maturinn hefur verið talinn
orsökin, og neytendur vonast
nú til þess að maturinn verði
lausnin.”
Katarina Björling hjá Tetra Pak International:
Heilsan
sífellt
mikil-
vægari
Katarina Björling: Fyrirbyggjandi
heilsuvernd er ákall tímans, og
neytendur setja heilsu og þrek
sífellt ofar sem lífsgildi.
"Það sem er hvað gleðilegast
fyrir okkur mjólkuriðnaðar-
fólk er að fita mjólkurinnar,
sem oft hefur sætt árásum
gegnum tíðina, er að fá fulla
uppreisn æru", segir Hólmgeir
Karlsson, formaður Norræna
mjólkurtækniráðsins, sem
skipulagði Norræna mjólkur-
iðnaðarþingið á Hótel Nordica
í Reykjavík.
Í viðtali við Bændablaðið
segir Hólmgeir að fita mjólk-
urinnar sé um margt sérstæð,
en það sem gerir hana hvað
eftirsóknarverðasta sé fjöl-
breytileiki fitusýra sem í henni
finnast og margar hverjar eru
okkur lífsnauðsynlegar. Þannig
færir mjólkurfitan okkur miklu
meira af þeim efnum, sem við
verðum að fá úr fæðunni, en
t.d. jurtaolíur gera.
"Það leikur enginn vafi á
því að mjólkurvörur eru mjög
hollar og mjög mikilvægur
undirstöðuþáttur í mataræði
okkar", segir Hólmgeir. "Það
þarf ekki annað en nefna að
mjólkin frá náttúrunnar hendi
er það sem kemur næst því sem
kalla mætti fullkomna fæðu.
Mjólkin er hvað best þekkt fyrir
að vera okkar langmikilvægasti
kalkgjafi, rík af hágæða
próteinum og að vera upp-
spretta vítamína og steinefna.
Þessu til viðbótar hafa svo
nýrri rannsóknir sýnt að mjólk
getur í mörgum tilfellum haft
bein heilsubætandi áhrfi, en
þar er um mjög flókið samspil
að ræða. Þannig er mjólkin
gríðarlega mikilvæg í mataræði
barna og ungmenna og getur
verið lykillinn að eðlilegum
þroska og færni þeirra."
Hólmgeir Karlsson,
formaður Norræna mjólkurtækniráðsins:
Mjólkurfitan
fær upp-
reisn æru
Ljósmyndir í opnu:
Motiv-Mynd