Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 8. júní 2004
2
Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra
setti Norræna
mjólkuriðnaðarþingið
kl. 10:00 á sunnudag,
6.júní, og síðan voru
haldin þrjú erindi um
framtíðarviðhorf í
mjólkuriðnaði. Í
málstofum var fjallað
um mjólk og heilsu út
frá ýmsum
sjónarhornum eins og
yfirskrift þeirra bar
með sér: Heilsubætandi
áhrif mjólkur;
Heilsutengdar vörur frá
neytendasjónarmiði;
Heilsubætandi
mjólkurvörur
(markfæði);
Markaðsmöguleikar
hefðbundinna
mjólkurafurða;
Kynbætur og
erfðatækni;
Framleiðsluferli
framtíðarinnar og
Rannsóknir og þróun.
Haldnir voru 25
fyrirlestrar og meðal
fyrirlesara voru margir
þekktir fræðimenn og
forráðamenn í
mjólkuriðnaði á
Norðurlöndum.
Nánar má lesa um 40.
Norræna
mjólkuriðnaðarþingið á
vefslóðinni
www.meierikongress.is
Norrænt mjólkuriðnaðarþing
Mjólkin er markfæða
náttúrunnar og hefur sem slík
margvísleg heilsubætandi
áhrif. Mjólkin er orkudrykkur
af náttúrunnar hendi, næringar-
og proteinríkur drykkur, sem
marga matvöruframleiðendur
myndi dreyma um að skapa, ef
hann væri ekki þegar til.
Mjólkin er smart matvara sem
gefur mikla næringu en inni-
heldur fáar kaloríur.
“Það er út frá þessum stað-
reyndum, sem fengið hafa marg-
víslega staðfestingu í geysi-
miklum rannsóknum á síðustu
árum sem fyrirlesarar á Norræna
mjólkuriðnaðarþinginu hafa
reifað sína framtíðarsýn”, segir
Einar Matthíasson formaður fag-
nefndar þingsins, sem haft hefur
veg og vanda að efnishlið þess.
Heilnæmi styrkt og bætt
“Í mjólkinni eru 14 af 18 lífs-
nauðsynlegum vítamínum og
steinefnum sem líkaminn þarf á
að halda. Heilbrigðisyfirvöld
margra landa ráðleggja fólki
ýmist að drekka tvö glös af mjólk
á dag, fimm desilítra af mjólk-
urvöru eða 3-4 skammta á dag.
Þetta er engin tilviljun því tvö
glös gefa 15-100% af dags-
þörfinni fyrir umrædd næring-
arefni”.
Einar segir að sambandið
milli rangra matarvenja, hreyf-
ingarleysis og lífstílskvilla eins
og ofþyngdar, glúkósofnæmis,
hás blóðþrýstings og aukinnar
blóðfitu sé almennt viðurkennt.
Það geti síðan leitt til áunninnar
sykursýki og hjarta- og æðasjúk-
dóma.
Rannsóknir hafi sýnt fram á
að í mjólk séu ýmis náttúruleg
efni sem hafi heilsubætandi áhrif
í þessum efnum og umræðan
innan mjólkuriðnaðarins beinist
að því að sannreyna þessi áhrif
og þróa vöru sem styrkir eða
bætir við heilnæmi mjólkuraf-
urða.
Heilsubætandi efni
“Athyglin beinist ekki síst að
fitusýrum eins og CLA sem ekki
aðeins brýtur niður líkamsfitu
heldur er talin hægja á myndun
krabbameinsfruma og hafa góð
áhrif á nýrnastarfsemi. Hormón
eins og melatonin sem bætir
svefn og lækkar líkamshita er
einnig áhugavert rannsóknarefni
og sums staðar farið að markaðs-
setja kvöldmjólk á þeim grunni.
Þá er mjög verið að skoða ýmis
næringarefni í mjólk sem reynast
vera lífvirk á þann veg, að eggja-
hvítuefni (prótein) brotnar niður
í meltingarfærunum í búta sem
geta reynst hafa holl áhrif á
líkamsstarfsemina. Þessi peptíð
er að finna bæði í mysupróteini
og ostapróteini. Þróaðar hafa
verið ýmsar vörur á þessum
grunni meðal annars LH sem
talið er hollt gegn blóðþrýstingi.”
SMART - umbúðir
Einar Matthíasson segir
einnig að athyglisvert hafi verið
að fylgjast með umræðum um
SMART-pökkun á mjólkur-
iðnaðarþinginu. Umbúðir eru í
mikilli þróun og í augsýn séu
pökkunaraðferðir sem draga
fram bragð, auka heilsutengda
eðliskosti vöru eða eru hluti af
vörunni á þann hátt að þær megi
borða með henni. Þá sé ekki
nokkur vafi á því að brátt verði
upplýsingatæknin hagnýtt í
umbúðum á ýmsa vegu í þágu
neytenda, t.d. með því að um-
búðirnar gefi til kynna með litar-
breytingum hversu lengi þær
hafi verið geymdar og hvort þær
hafi verið geymdar í verslunum
við rétt hitastig og kjöraðstæður.
Sannreyndar rannsóknir
“Við leggjum mikla áherslu á
að starf í mjólkuriðnaði byggist á
sannreyndum og ritrýndum
rannsóknum. Á þeim er hægt að
byggja framfarir í fóðrun kúa til
að styrkja ákveðna eðliskosti
mjólkur, þróun nýrrar fram-
leiðsluvöru og fræðandi mark-
aðssetningu um hollustu mjólk-
urafurða. Þær eru einnig vísir að
þróun margra tegunda
markfæðis, þar sem lögð er
áhersla á sértæk heilsubætandi
áhrif. Loks eru þessar rannsóknir
einnig að skila framförum í
lyfjagerð og framleiðslu fæðu-
bótaefna sem byggir á næring-
arefnum og hormónum úr
mjólk. Þetta er allt saman ný
vídd í mjólkuriðnaði sem á fram-
tíðina fyrir sér”, segir Einar
Matthíasson, markaðs- og
þróunarstjóri Mjólkursam-
sölunnar, að lokum.
Fulltrúar aðildarlanda við opnunar-
hátíðina. Frá vinstri: Hanne Marie
Storrö Noregi, Jonas Svensson
Svíþjóð, Rigget Förnäs heiðursfé-
lagi Norræna Mjólkurtækniráðsins,
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra, Hólmgeir Karlsson, formað-
ur Norræna mjólkurtækniráðsins,
Flemming Aamann Danmörku og
Heikki Lammela Finnlandi.
Einar Matthíasson: "Við þurfum
ekki að finna upp hjólið - við
höfum mjólkina sem orkudrykk frá
náttúrunnar hendi."
Einar Matthíasson, formaður fagnefndar
40. Norræna mjólkuriðnaðarþingsins:
Ný vídd í
mjólkuriðnaði