Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. júní 2004 9
Fjós eru okkar fag
Landstólpi ehf.
Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson
s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190
Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf
- Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar
- Hafið samband - við mætum á staðinn
Weelink - fóðrunarkerfi
Ametrac - innréttingar í fjós
Promat og AgriProm - dýnur
Zeus og Appel - steinbitar
Dairypower - flórsköfukerfi
PropyDos - súrdoðabrjóturinn
Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur
Uno Borgstrand - loftræsting
Ivar Haahr - opinn mænir
Lynx - eftirlitsmyndavélar
Carfed - plastgrindur í gólf
Jónas sagði í samtali við
Bændablaðið að Skipulagsstofnun
hefði nýverið staðfest áætlun Leið-
ar ehf. um mat á umhverfisáhrifum
vegarins. Hið eiginlega um-
hverfismat fer fram í sumar. Þá
verður fuglalíf, gróðurfar, jarð-
fræði o.fl. á svæðinu athugað en
kostnaður við umhverfismatið
hleypur á nokkrum milljónum
króna. Einnig verður í sumar unn-
ið að hönnun vegarins.
Jónas var spurður hvers vegna
hann hefði svona mikinn áhuga á
þessari vegagerð. Hann sagðist
hafa búið lengi fyrir vestan og
heyrt menn tala mikið um vega-
bætur á þessum slóðum en lítið
væri gert. Svo sjá menn Hval-
fjarðargöngin sem gerð voru af
einkahlutafélagi og ganga vel.
Jónas sagðist viss um að Leið ehf.
myndi seint hagnast fjárhagslega á
þessari vegagerð. Ef ríkið hins
vegar greiddi árlega leigu af vegin-
um eða legði framlag til verksins
með öðrum hætti ætti þetta að geta
gengið.
Þess má geta að fylgjast má
með framvindu verksins á vefsíðu
Leiðar á slóðinni www.leid.is.
Einar Örn Thorlacíus, sveitar-
stjóri Reykhólahrepps, sagði að
menn þar í sveit fögnuðu þessum
vegi. Hólmavík væri næsti þétt-
býlisstaður við Reykhólahrepp því
þangað væri styttra en í Búðardal.
Nú er hægt að fara þarna á milli á
vegartroðningi yfir hásumarið en
troðningurinn er lokaður á öðrum
tíma ársins.
Nýr vegur milli
Reykhólahrepps og
Hólmavíkurhrepps
Einkafyrirtæki farið af stað með málið
Jónas Guðmundsson, sem gegnir embætti sýslumanns í Bolungarvík,
er mikill áhugamaður um lagningu vegar um Arnkötludal og Gauts-
dal milli Hólmavíkurhrepps og Reykhólahrepps - Stranddalavegar
eins og hann er stundum nefndur. Hann beitti sér fyrir stofnun
félagsins Leiðar ehf. sem hefur hafið undirbúning að gerð vegarins.
Síðan er ætlunin að sjá til hvort stjórnvöld komi ekki til móts við fé-
lagið þegar fram í sækir. Þessi vegur, sem verður um 25 km, mun
stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 40 km yfir veturinn
auk þess að tengja saman Hólmavíkurhrepp, Reykhólahrepp og Dali.
Sumarvegurinn yfir Þorskafjarðarheiði er hins vegar styttri fyrir
vegfarendur á leið til og frá norðanverðum Vestfjörðum en nýtist
ekki sem tenging milli sveitarfélaganna á Ströndum og við norðan-
verðan Breiðafjörð.
Smáauglýsingar
Bændablaðsins
Sími 563 0300