Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 8. júní 2004 19 Björn sagði í samtali við Bændablaðið að laugin hafi verið í niðurníðslu síðan hún þornaði upp 1974. Í laugina rann vatn úr heitri uppsprettu sem þornaði upp þegar borað var eftir heitu vatni á Reykhólum. ,,Ég hef tekið eftir því að Ís- lendingar sem hingað koma hafa margir hverjir lesið íslensku forn- sögurnar og þeir spyrja gjarnan um eitt og annað úr sögunum eins og til að mynda þessa laug. Hingað komu í fyrra ljósmyndari og blaða- maður frá tímaritinu National Geograpic. Þá lenti ég í óþægilegri stöðu þegar þeir spurðu mig hvar laugin væri og Ólafseyjar en þangað sótti Grettir naut sem er frægur atburður í Grettissögu. Maður var heldur niðurlútur að þurfa að benda þeim á hvar laugin var, uppþornuð og á kafi í grasi," sagði Björn. Hann segist enn ekki hafa fengið svar við erindinu frá sveit- arstjórn Reykhólahrepps en í fund- argerð er vel tekið í erindið. Björn segist hafa sett sig í samband við Grettistaks-verkefnið á Lauga- bakka. En það er að fá fjárveit- ingu til að hrinda af stað verkefni til að varðveita minjar um Gretti og gera þær sýnilegar út um allt land. Björn segir að byggja ætti laugina upp eins og gert var við Snorralaug í Reykholti og setja söguskilti á þremur tungumálum við hana. Þess má geta að til er önnur laug kennd við Gretti en hún er á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Sú laug var í niður- níðslu en hefur verið byggð upp. Vill byggja upp Grettislaug á Reykhólum Björn Samúelsson, sem rekur Gistiheimili á Reykhólum ásamt konu sinni, Ágústu Bragadóttur, en starfar annars sem vélstjóri hjá þörungaverksmiðjunni, hefur sent sveitarstjórn Reykhólahrepps erindi varðandi uppbyggingu gömlu laugarinnar sem sagt er frá í Grettissögu þegar Grettir Ásmundarson dvaldi á Reykhólum og er laugin kennd við hann. Sömuleiðis er Björn við undirbúningsvinnu að uppsetningu á útsýnisskífu nálægt þessum fornfræga staðar. Smáauglýsingar Bændablaðsins Sími 5630300. Netfang: bbl@bondi.is Eins og myndin sýnir er Grettis- laug á Reykhólum ekki merkileg að sjá en nú vilja menn byggja hana upp. Lengst til vinstri á myndinni er Björn Samúelsson aðalhvatamaður að uppbyggingu laugarinnar. Næstur honum á myndinni er Páll Stefánsson frá Kirkjubóli í Korpudal, Stella Guð- mundsdóttir frá Ferðaþjónustunni í Heydal, Hallgerður Jónsdóttir frá Kirkjubóli, Þórður Halldórsson frá Laugalandi snýr baki við mynda- vélinni og Jóhann Ásmundsson á Hnjóti. Ársfundur 2004 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í B-sal á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, þriðjudaginn 15. júní 2004 og hefst kl. 16:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Flutt skýrsla stjórnar 2. Kynntur ársreikningur 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins 5. Önnur mál Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á ársfund sjóðsins. Þeir sem vilja nýta sér þennan rétt þurfa að tilkynna það skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 8. júní og munu þeir fá afhent fundargögn í upphafi fundar. Lífeyrissjóður bænda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.