Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 29
Þriðjudagur 8. júní 2004 29
www.sveit.is s: 570 2790
ævintýraheimur
...allt innifalið!
Fararstjóri Magnús Björnsson
Verð 258.000 kr. á mann í tvíbýli
Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.sveit.is
K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A
3.-17. september
K
Ö
-H
Ö
N
N
U
N
/P
M
C
Félagið Búsæld var stofnað í
desember sl. af 6 bændum á
Norður- og Austurlandi til þess að
kaupa hlut í Norðlenska. Hópur-
inn hafði unnið á vegum búnaðar-
sambandanna í Eyjafirði og Suður-
Þingeyjarsýslu ásamt bændum af
Austurlandi að málinu og ákvað
síðan í desember sl. að stofna lög-
aðila til að vinna áfram að þessu
viðfangsefni og þar með varð
Búsæld til.
Jón Benediktsson, bóndi á
Auðnum og einn af stofnendum
Búsældar, segir að nýlega sé búið
að senda út til bænda form að við-
skiptasamningum og samþykktir
Búsældar og því ekki hægt að
segja um á þessari stundu hversu
margir bændur verða með í
félaginu. Þeim fjölgi með hverjum
degi. Hann segir að vissulega sé
mismunandi hljóð í bændum
vegna þessa máls en á heildina
litið hafi það verið gott. Aðal-
starfssvæði félagsins nær um Eyja-
fjarðarsvæðið, S-Þingeyjarsýslu
og það svæði Austurlands sem
Kaupfélag Héraðsbúa slátraði fyrir
og síðar Sláturfélag Austurlands
en slátrun hefur verið hætt þar. Jón
segir að félagið sé engan veginn
einskorðað við þetta svæði og
menn utan þess geti komist inn í
félagsskapinn.
,,Ég er vongóður um að það
verði mikill meirihluti bænda á
svæðinu sem gengur til liðs við
þennan félagsskap en aðalfundur
félagsins verður haldinn um
mánaðamótin júní/júlí," segir Jón.
Unnið hefur verið að þessum
kaupum í heilt ár og segist Jón
telja að nú þegar kaupin eru gerð
sé réttur tími til þeirra. Fyrir ári
hafi staðan verið þannig að varla
hafi verið hægt að koma nálægt
þessu.
,,Svo gerðist það í fyrrasumar
að það tókst að snúa rekstri
Norðlenska við og hann er kominn
á rétt ról. Það er búið að losa sig
við vandræðin frá Goða-sam-
einingunni og endurskipuleggja
allan reksturinn. Næstum allar
eignir frá sameiningunni, sem
þarna voru inni og þurfti að selja,
má segja að hafi selst á hrakvirði
og margt fleira olli verulegu tapi.
Allt þetta er búið að hreinsa út og
reksturinn kominn í það horf að
hann er vel viðunandi. Framleiðsla
og sala er vaxandi og gríðarleg
aukning hefur orðið í framleiðni
miðað við fjölda starfsfólks. Efna-
hagurinn hefur einnig styrkst
mjög, sem sjá má af því að nauta-
kjöt er nú greitt í vikunni eftir
slátrun, verð á svínakjöti hefur
verið hækkað verulega og greitt
var að fullu fyrir útflutning í
byrjun maí, þremur mánuðum fyrr
en áætlað var. Þannig að ég er
bjartsýnn á framhaldið en þetta
hefur verið erfiður tími bæði fyrir
fyrirtækið og starfsfólkið," segir
Jón Benediktsson.
Búsæld kaupir 36,75%
hlut í Norðlenska
Rekstur fyrirtækisins kominn fyrir vind
Stjórn Búsældar hefur gengið frá samkomulagi við Kaupfélag
Eyfirðinga um kaup á hlutafé af KEA fyrir 132 milljónir króna í
Norðlenska og að auki kaup á nýju hlutafé í fyrirtækinu að upphæð
15 milljónir króna. Þar með á Búsæld um 37% hlut í Norðlenska.
Úr vinnslusal Norðlenska
www.sveit.is