Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 8. júní 2004 21 Byggðasafn Skagfirðinga, Forn- leifavernd ríkisins, Hólaskóli - háskólinn á Hólum, Húsafriðun- arnefnd ríkisins og Þjóðminja- safn Íslands hafa á undanförn- um misserum unnið að gerð námsefnis fyrir staðarverði. Fyrsta námskeiðið af þessu tagi var haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 21. - 24. maí. Í upphafi námskeiðs undirrituðu forsvars- menn ofangreindra stofnana formlegt samkomulag um menntun staðarvarða. Markmiðið með menntun staðarvarða er að mennta / þjálfa fólk til móttöku gesta á sögu- og menningarstöðum þjóðarinnar (Skálholt, Reykholt, Hólar, Gásir, o.s.frv.), í friðuðum húsum og á öðrum stöðum þar sem menning- arminjar er að finna, sem og á söfnum og sýningum sem byggjast á sögu og menningu (sbr. sýningar byggðasafna og sérsafna, Njálu- slóðir, Eiríksstaðir, galdrasýning, o.s.frv.). Markmiðið er að gera nemendur sjálfbjarga í öflun upp- lýsinga um minjavernd í víðasta skilningi þess orðs og hæfari til að kynna sögu og menningu þjóð- arinnar. Þær stofnanir sem að þessum samningi koma munu leggja áherslu á að æskilegt sé að starfs- menn þeirra hafi lokið staðar- varðanámi og útskrifaðir staðar- verðir njóti forgangs við ráðning- ar. Framlag stofnana felst í kennslu og kostnaði við hana en ofangreindir aðilar leggja allir til kennslukrafta á námskeiðinu. Ferðamáladeild Hólaskóla mun vera framkvæmdar- og umsjónar- aðili námskeiðs fyrir staðarverði. Kennt verður í einni fjögurra daga lotu. Verkþjálfun fer síðan fram á völdum stöðum og loka- verkefni verður unnið á verk- þjálfunartíma. Þessir námsþættir eru einnig fléttaðir inn í kennslu á ferðamálabraut Hólaskóla og nem- endur sem ljúka 45 eininga diplo- manámi þar útskrifast því jafn- framt semstaðarverðir. Nánari upplýsingar veitir: Guð- rún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla, ggunn@holar.is sími 894 2315. Nemendur og kennarar á námskeiðinu fyrir framan Nýjabæ á Hólum. Námskeið fyrir staðarverði: Nýtt námsefni um menningar- og minjavernd MF og Perkins varahlutir Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 Jötunn Vélar - Sterkur félagi - buvelar.is                                    !  "        !#$% &$  '()*+)      !# , %  !  & ! &   -      !"#$%  &' (!)*+$,- & Kawasaki KVF700 4x4 V-Twin Eitt kraftmesta fjórhjól á markaðnum í dag Hentar sérlega vel í búskapinn Hafið samband eða kíkið í kaffi! Rúlluplast M R / jú ní 2 00 4 / 0 6 Korngarðar 5 • 104 Reykjavík Símar: 540 1100 • Fax: 540 1101 Rétta plastið tryggir gæðin MR selur umbúðir fyrir hey í hæsta gæðaflokki frá Hollenska fyrirtækinu VISSCHER HOLLAND. Umbúðir fyrir hey Magn Þyngd Verð Verð pr. pall. pr. Rúllu án vsk m.vsk Rúlluplast: Grænt 75 cm 30 rl 29 kg 5.995,- 7.464,- Hvítt 75 cm 30 rl 29 kg 5.995,- 7.464,- Rúllunet 12gr x 3000m 47 kg 13.900,- 17.306,- Garn (2 rl í pakka) 9 kg 1.990,- 2.478,-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.