Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 8. júní 2004 15
1
Ef Bandaríkjamenn ykju
almennt neyslu sína af
mjólkurvörum upp í 3- 4
skammta á dag, eins og
ráðlagt er af næringarfræð-
ingum, væri á fyrsta ári hægt
að spara 26 milljarða dollara
og á fimmta ári meir en 200
milljarða dollara í bandaríska
heilbrigðiskerfinu. Þetta kom
fram í fyrirlestri David A.
McCarrons, prófessors við
Næringarfræðideild
Kaliforníuháskóla, á síðari
degi 40. Norræna
mjólkuriðnaðarþingsins, sem
lauk á Hótel Nordica í
Reykjavík á mánudag.
Til þess að gefa hugmynd
um stærðarhlutföllin í þessu
dæmi má leika sér að því að
yfirfæra bandarísku tölurnar
yfir á íslenska höfðatölu og þá
væri um að ræða milli 3. - 4.
milljarða króna sparnað á
fyrsta ári og 24 milljarða króna
sparnað í heilbrigðiskerfinu á
fimmta ári.
Viðamiklar rannsóknir
Niðurstöður viðamikilla
rannsókna McCarrons og
samstarfsmanna hans, sem
þessi heimsþekkti
vísindamaður kynnti á
ráðstefnunni á Hótel Nordica,
benda eindregið til þess að
mjólkurvörur geti skilað
miklum árangri í baráttu við
helstu lífsstílssjúkdóma
samtímans, svo sem ofþyngd,
hjarta- og æðasjúkdóma,
háþrýsting, áunna sykursýki,
nýrnasteina, vannæringu
meðal aldraðra, ákveðnar
þungunaraðstæður og vissar
tegundir krabbameina.
Kostnaður við meðhöndlun
kvilla af þessu tagi er
verulegur hluti
heilbrigðisútgjalda í
Bandaríkjunum.
Rannsóknirnar hafa miðað að
því að safna saman
rannsóknarniðurstöðum sem
allar styrkja heilsubætandi
langtímaáhrif mjólkurvöru,
prófa niðurstöðurnar með
samanburðarrannsóknum og
tengja ætluð heilsuáhrif við
kostnað samfélagsins af
einstökum tegundum
sjúkdóma og kvilla.
Bæði feitt og magurt
McCarron telur að í stað
þess að bandarísk
heilbrigðisyfirvöld haldi sér
við 2-3 skammta á magurri
mjólkurvöru sem þátt í
daglegu mataræði, ætti að auka
ráðlegginguna í 3-4 skammta á
dag og binda hana ekki
einvörðungu við fituskerta
mjólkurvöru því að öll
efnaflóra mjólkurinnar sé
mikilvæg þegar heilsubætandi
áhrif hennar eru metin. Í mjólk
eru 14 af 18 mikilvægustu
vítamínum og steinefnum sem
við þurfum daglega og ýmis
lífvirk efni og fitusýrur sem eru
líkamanum nauðsynleg.
Sérfræðihópur á vegum
bandarískra stjórnvaslda hefur
nýverið lagt til að hafin verði
barátta gegn sætindum og gosi
í skólum vegna þess að 7, 2
milljónir barna á aldrinum 6-
19 ára þjáist af offitu sem muni
leiða til mikils kostnaðar og
vandræða í heilbrigðiskerfinu
þegar fram líða stundir. Börn
og unglingar fá í sig of margar
hitaeiningar vegna gosdrykkju
og sætindaáts. Það leiðir til
þess að þau drekka minna af
mjólk sem aftur leiðir til
aukinnar hættu á
beinþynningu og beinbrotum.
Tannheilsu barna- og unglinga
í Bandaríkjunum hrakar einnig.
Prófessor við Kaliforníuháskóla:
Almennari og meiri neysla
mjólkurvöru getur sparað
stórfé í heilbrigðiskerfinu
Niðurstöður
McCarrons og
samstarfsmanna
hans í
Kaliforníuháskóla
og ráðleggingar
sérfræðihópsins
áðurnefnda hafa
vakið mikla
athygli á
Bandaríkjaþingi og
þar eru nú til
umfjöllunar
tillögur um að
mjólk verði alls
staðar gerð
aðgengileg fyrir
börn og unglinga í
skólum landsins
og hvatt til
aukinnar neyslu
hennar með
ýmsum ráðum.
"Ef hver maður fengi sér 3-4
skammta af mjólkurvöru á dag
myndi það leiða til 200 milljarða
dollara sparnaðar í bandaríska
heilbrigðiskerfinu á fimmta ári",
sagði David A. McCarron á
Norræna mjólkuriðnaðarþinginu.
Mjólk og heilsa var umfjöllunarefnið á
Norræna mjólkuriðnaðarþinginu sem stóð á
Hótel Nordica í Reykjavík dagana 5. - 7.
júní. Þátttakendur voru um 330 og þar af
voru hátt í þrjú hundruð frá Danmörku,
Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Þetta er í
fertugasta sinn sem starfsmanna- og
tæknifélög mjólkuriðnaðarins á
Norðurlöndum efna til fagráðstefnu af
þessu tagi, en sú fyrsta var haldin í Osló
árið 1920. Þingið er þriðja hvert ár á vegum
Norræna mjólkurtækniráðsins og var það
áður á Íslandi 1973 og 1989. Tæknifélag
mjólkuriðnaðarins á Íslandi annaðist
skipulagningu þingsins. Það bar nú í fyrsta
sinn ábyrgð á efnisumfjöllun þess, enda er
Íslendingur, Hólmgeir Karlsson, markaðs-
og þróunarstjóri Norðurmjólkur, í fyrsta
sinn í áttatíu og fimm ára sögu þessa
samstarfs formaður Norræna
mjólkurtækniráðsins.
Markaður fyrir heilsuvörur er sívaxandi í
heiminum í takt við áherslu stjórnvalda og
almennings á fyrirbyggjandi heilsuvernd. Í
nýlegri alþjóðlegri könnun á vegum Roper´s
á 57 lífsgildum kemur í ljós að heilsa og þrek
er sett í þriðja sæti á eftir fjölskyldu og
heiðarleika og á undan sjálfsvirðingu og
réttlæti og hefur færst upp um mörg sæti á
þessum lífsgildalista. Mjólkuriðnaðurinn á
Norðurlöndum er framarlega í vöruþróun
sem kemur til móts við ný vihorf á þessu
sviði. Niðurstöður rannsókna, sem kynntar
voru á ráðstefnunni á Hótel Nordica, benda
eindregið til þess að mjólkurvörur geti skilað
miklum árangri í baráttu við helstu
lífsstílssjúkdóma samtímans, svo sem
ofþyngd, hjarta- og æðasjúkdóma,
háþrýsting, áunna sykursýki, vannæringu
meðal aldraðra og vissar tegundir
krabbameina.
Norrænt mjólkuriðnaðarþing
Norræna mjólkuriðnaðarþingið
Heilsubætandi
áhrif mjólkurvöru