Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 40
Aðgerðir til að tryggja góða meðferð á
dýrum, hreinlæti við slátrun og gæði húða.
Sláturdýr þurfa
að vera hrein því:
1. Kjötið getur mengast sýklum og
rotnunargerlum í slátrun
Ýmsir sýklar, t.d. salmonella,
kamfýlóbakter og saurkólí, geta leynst
í saur sláturdýra sem virðast heilbrigð.
Við slátrun óhreinna sláturdýra (sjá
mynd 1) er hætta á mengun kjötsins
og afurðirnar geta því orðið
varhugaverðar til neyslu.
Þrátt fyrir strangar
hreinlætiskröfur mengast skrokkar
óhreinna sláturdýra af rotnunar-
gerlum. Það rýrir gæði og geymsluþol
afurðanna.
2. Dýravelferðar skal gætt í eldi
sláturdýra
Óhreinindi á húð geta valdið
sárum og sýkingum, auk þess getur
húðin brunnið undan skítnum.(Sjá
mynd 2). Það veldur vanlíðun,,
vanþrifum og lélegri fóðurnýtingu.
Slíkt samræmist ekki kröfum um
dýravelferð.
Óhrein sláturdýr geta bent til
vanhirðu eða lélegs aðbúnaðar.
Eftirlitsdýralækni ber að tilkynna
slíkar grunsemdir til
héraðsdýralæknis.
3. Húðir eru verðmæti
Óhreinindi valda oft
varanlegum húðskemmdum og þar
með verðfellingu á húðum.
4. Löggjafi og kaupendur gera
kröfur
Í lögum og reglugerðum eru
gerðar kröfur um að óhreinum dýrum
sé slátrað þannig að fyllsta hreinlætis
sé gætt. Eftirlitsdýralæknirgetur krafist
þess að slík dýr séu ekki tekin til
slátrunar eða slátrað sér. Minni hraði
á sláturlínu og meiri vinna eykur
kostnað við slátrun.
Óhreinkist skrokkar við slátrun,
ber að skera burt óhreinindin. Það
kostar meiri vinnu og henda verður
kjöti.
Stjórnvöld og kaupendur
(verslanir, kjötvinnslur, mötuneyti,
neytendur o.s.frv.) gera sífellt meiri
kröfur um hreinar afurðir. Mengaðar
afurðir geta valdið minni
markaðshlutdeild afurðastöðvar og
þar með fjárhagslegu tjóni.
Matvælafyrirtækjum er skylt að
hafa innra eftirlit og uppfylla þar með
lágmarkskröfur um hreinlæti og gæði.
Ein af forsendum þess að fyrirtækin
geti uppfyllt þessar kröfur er að
aðkeypt hráefni standist almennar
kröfur um heilbrigði og geymsluþol.
Fyrirbyggjandi aðgerðir:
Aðbúnaður
Nægur undirburður er nauðsynlegur.
Þrífa skal bása og stíur reglulega.
Stíugólf skal hannað þannig að ekki
safnist fyrir hland og skítur. Bitar
skulu vera hæfilega breiðir og millibil
nógu stór.
Hæfilega margir gripir skulu vera í
stíu svo skítur troðist niður. Gott er
að fóður og vatn séu sitt hvoru megin
í stíunni til að auka umferðina.
Góð loftræsting, sérstaklega að
vetrarlagi, til að koma í veg fyrir
slaga.
Miða skal básastærð við stærð gripa.
Umhirða
Klippa/rýja skal dýr um leið og þau
eru tekin á hús og síðan eftir þörfum
svo ekki myndist kleprar.
Fjarlægja skal óhreinindi jafnóðum af
dýrunum.
Hægt er að þrífa óhrein dýr fyrir
slátrun með því að bleyta þau
daglega með volgu grænsápuvatni
þar til kleprarnir fara að losna. Dýrin
eru þá kembd og skoluð vandlega.
Ekki má nota háþrýstidælu!
Fóðrun
Forðist fóður sem veldur skitu.
Flytjið gjafagrindur reglulega og setjið
þær á þurra staði.
Hrein dýr
Engin sýnileg óhreinindi
Óhrein dýr
Dýringin eru greinilega óhrein
á kvið
á bringu
á lærum
á síðum
á spegli og drundi
eða með skítabrynju á minni
svæðum á kvið, lærum, síðum, og víðar.
Mjög
óhrein
dýr
Dýrin eru mjög óhrein:
á kvið
á bringu
á lærum
á síðum
á spegli og drundi
eða með skítabrynju á minni
svæðum á kvið, lærum, síðum og víðar.
Sláturleyfishafi getur verðfellt
afurðir komi dýrin sannanlega
óhrein frá bónda.
Ráð og leiðbeiningar
Dýr óhreinkast vegna þess að aðbúnaði, umhirðu eða fóðrun er ábótavant