Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 8. júní 2004 27 Það er ekki langt síðan Ferðaþjónusta bænda hóf að bjóða fólki ferðir til útlanda. Í ár hafa verið farnar og munu verða farnar fjölmargar ferðir til hinna ýmsu landa í veröldinni. Ljóst er að utanlandsdeild FB er í mikilli uppsveiflu. Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri utanlandsdeildarinnar, sagði í samtali við Bændablaðið að fyrsta ferðin á árinu hafi verið farin í febrúar sl. og var þar um skíðaferð að ræða. Síðan var boðið uppá 15 daga ferð til Kína í apríl sl. sem tókst einstaklega vel en mikið reynir á hæfileika starfsmanna ferðaskrifstofa sem skipuleggja ferðir til jafn fjarlægra landa og Kína. Flogið var frá Íslandi til Frankfurt og þaðan til Sjanghæ og síðan heim á leið frá Peking. Í júní er í boði hjólaferð um Alpana og síðan verða í boði margar ferðir síðari hluta ársins. Þar má nefna bændaferð til Skotlands 24. ágúst nk. og er uppselt í þá ferð nú þegar. Um svipað leyti verður farin gönguferð um Alpana. Þá verða farnar tvær ferðir til Kína. Lagt verður af stað í þær 2. og 3. september nk. og er þar um óskyldar ferðir að ræða og munu hóparnir ekkert hafa saman að sælda á leiðinni. Uppselt er í ferðina 2. september. Í lok september verður farið til Lapplands á vegum FB og er þar um að ræða sérferð fyrir ferðaþjónustufólk. Í október verður boðið upp á vínsmökkunarferð til Frankenhéraðs í Þýskalandi og í nóvember verður farið til Burma og loks verða farnar helgarferðir á jólamarkaði í Þýskalandi. Utanlandsdeild Ferðaþjónustu bænda í mikilli sókn Hópurinn frá Ferðaþjónustu bænda við Kínamúrinn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.