Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 8. júní 2004
Hótel Tangi á
Vopnafirði gert upp
Vopnafjarðarhreppur hefur keypt Hótel Tanga á Vopnafirði af
Byggðastofnun. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri
Vopnafjarðarhrepps, segir að það sé ekki æskilegt að
sveitarfélagið eigi og reki hótel. Hins vegar séu allir sammála um
að rekstur af þessum toga verði að vera til í sveitarfélaginu og
þess vegna hafi sveitarfélagið keypt hótelið. Það er gamaldags og
heldur illa farið þannig að Þorsteinn segir nauðsynlegt að gera á
því endurbætur enda sé hugmyndin að selja hótelið aftur.
Hótelið verður opið í sumar og verða því aðeins allra
nauðsynlegustu endurbætur gerðar í vor. Síðan er fyrirhugað að
þeim verði haldið áfram næsta haust og vetur og lokið fyrir vorið
2005. Að þessum endurbótum loknum vonast menn til að fá Eddu-
hótela stimpil á það.
Þorsteinn segir að það sé ekkert fast í hendi með kaupendur að
hótelinu þegar þar að kemur. Aftur á móti ætti að vera auðveldara að
selja það þegar búið er að gera það upp.
Björgvin G. Sigurðsson lagði
fram á Alþingi fyrirspurn til
Guðna Ágústssonar landbúnað-
arráðherra um hvort til standi
að sameina Landgræðslu
ríkisins og Skógrækt ríkisins.
Af svari ráðherra má ætla að
svo verði. Hann sagði m.a.
,,Hvað spurninguna varðar vil
ég svara henni á þann veg að ég
tel í rauninni mikilvægt að fara
yfir allt stoðkerfi landbúnaðarins
með það í huga að það verði sem
skilvirkast og þjóni sem best
hagsmunum landbúnaðarins og
bændanna í breyttu þjóðfélagi..."
Og síðan: ,,...Það þarf að fara
rækilega yfir samruna Land-
græðslu ríkisins og Skógræktar
ríkisins og hinna stórfenglegu
skógræktarverkefna, landshluta-
verkefnanna, og hvernig við þjón-
um best þeim nýja og öfluga at-
vinnuvegi sem er að rísa í land-
inu. Við gerum okkur grein fyrir
því að hlutverk Skógræktar
ríkisins og Landgræðslu ríkisins
hefur breyst mjög á síðustu árum.
Þær eru ekki lengur fram-
kvæmdastofnanir heldur fyrst og
fremst þjónustu- og ráðgjafar-
fyrirtæki..." ,,...Ég vil undirstrika
það og taka undir það að við þurf-
um vissulega að fara yfir þessi
mál miðað við nýjar aðstæður og
breytingar í landbúnaði. Ég tel því
fulla ástæðu til að skoða fyrst og
fremst hvernig ráðgjafarþjónustu,
kennslu og rannsóknum verði best
fyrir komið í framtíðinni og
útiloka ekkert um að það beri að
endurskipuleggja og þess vegna
sameina þessar stofnanir..."
Björgvin G. Sigurðsson sagði
í samtali við Bændablaðið að sér
þætti svarið ánægjulegt og ljóst
að landbúnaðarráðherra tekur vel
í þær hugmyndir um sameiningu.
,,Ég hef verið talsmaður þess
að kraftar þessara tveggja
stofnana verði sameinaðir undir
einu merki. Margir innan þessara
stofnana hafa bent mér á að sam-
legðaráhrifin gætu orðið mjög
mikil og starfsemi beggja til
framdráttar. Þess vegna tók ég
málið upp á Alþingi og fagna því
hve undirtektir landbúnaðarráð-
herra voru jákvæðar," sagði
Björgvin G. Sigurðsson.
Skógræktin og Landgræðslan sameinuð?
Hér horfum við yfir Breiðuvík á Snæfellsnesi - og fegurðin er mikil. Næst okkur eru tvö lítil steinsteypt hús sem gjarnan mættu fara að hverfa en þau eiga
sér merka sögu. Samkvæmt heimildum blaðsins þá var það Vikurfélaginu hf sem byggði þau í tengslum við námuvinnslu við við Snæfellsjökul sem
hófst laust fyrir seinni heimstyrjöld og lauk ekki fyrr en um 1980. Vikurvinnslan var merkur þáttur í atvinnusögu undir Jökli. Fólk fékk vinnu og gat veitt
sér og sínum ýmislegt sem áður var var fjarlægur draumur.
velferð búfjárins og ímynd
framleiðslunnar í augum neyt-
enda. Til að minnka kálfavan-
höldin hafa sumir bændur gefið
kúm og kvígum forðastauta
(All-trace, RumBul) með víta-
mínum og steinefnum. Baldur
segir að á því búi sem hann
þekki best til á hafi öllum grip-
um verið gefnir slíkir stautar
nokkrum vikum fyrir burð með
góðum árangri. Vanhöld hafa
verið um og innan við 5%
undanfarin ár. Þó hefur heyrst
af búum þar sem slíkt hefur
ekki borið árangur. Þá eru allar
kýr og kvígur á búinu sæddar
þannig að burðardagur er
þekktur og hægt að vera á varð-
bergi," sagði Baldur.
Gögn úr skýrsluhaldi
gætu komið til hjálpar
Þessa dagana er verið að
greina á annað hundrað heysýni
m.t.t. snefilefnamagns og er
þess vænst að þar megi varpa
nokkru ljósi á orsakir vandans.
Þá hafa fóðurfræðingar bent á
möguleikann á að mikil gjöf á
súrsuðu byggi geti haft neikvæð
áhrif á vanhöld kálfa þar sem
súrsunin eyðileggi E-vítamínið
í bygginu. Að lokum sagði
Baldur að miklvægt væri að
nýta frekar gögn úr skýrslu-
haldinu til að finna orsök
vandamálsins, t.d. að fara í út-
reikning á erfðastuðlum og
kanna tengsl þessa eiginleika
við aðra eiginleika í ræktunar-
starfinu, einnig vill hann skoða
áhrif aukningar á skyldleika-
rækt frekar.
Sæðistaka á sæðingastöðinni í
Gunnarsholti stendur nú yfir og er til
30. júní. Þetta er áttunda árið í röð
sem sæðistaka fer fram á stöðinni úr
bestu stóðhestum landsins en það eru
dýralæknarnir Páll Stefánsson og
Lars Hansen frá Dýralækninga-
þjónstu Suðurlands sem hafa veg og
vanda af starfseminni. Orri frá Þúfu
er undirstaðan í rekstri stöðvarinnar
en alls verða teknir úr honum um 300
skammtar af sæði en hver skammtur
kostar 350.000 krónur. Hesturinn er
orðinn 18 vetra gamall en stendur sig
þrátt fyrir það mjög vel. Hann hefur
gefið af sér um 600 afkvæmi og á
mörg af bestu hrossum landsins.
Orrafélagið svonefnda sér um rekstur
hestsins en þar eru um 30 hluthafar.
Erfitt er að meta andvirði Orra en
boðnar hafa verið í hann 100
milljónir króna svo dæmi sé nefnt.
Sæði verður tekið úr tveimur öðrum
stóðhestum á stöðinni en það eru
Andvari frá Ey og Adam frá Ás-
mundastöðum./MHH
Dýrmætir dropar!
Páll Stefánsson sér um að rann-
saka sæðið úr Orra og blanda það
í réttum hlutföllum en hægt er að
nota hvern skammt í fimm til sex
merar. Bænablaðsmynd: MHH
Orri frá Þúfu, dýrasti og vinsælasti
stóðhestur landsins, sem verður í
notkun til 30. júní á sæðinga-
stöðinni í Gunnarsholti. Það er
Sigurður Óli Kristinsson, starfs-
maður stöðvarinnar, sem heldur í
hestinn.
Kálfadauði
Vansköpuð lömb
Á ferðum mínum um landið í
vor hef ég orðið var við að
eitthvað hefur fæðst af
vansköpuðum lömbum, sem
grunur er um að megi rekja til
ákveðinna sæðingahrúta.
Ákaflega mikilvægt er að strax
sé mögulegt að gera sér sem
besta grein fyrir hvað
hugsanlega er hér um að ræða.
Slíkt er aðeins mögulegt með
því að ná saman sem mestum
upplýsingum sem hægt er að fá
um þetta.
Það er því ósk mín til þeirra
bænda, sem hafa gott skýrsluhald
og telja sig hafa orðið vara við
slíkar meinsemdir, að þeir komi
upplýsingum þar um til mín.
Nauðsynlegt er að fá upplýsingar
um foreldra viðkomandi lambs og
í hverju vansköpun lýsti sér.
Jón Viðar Jónmundsson
Framhald af forsíðu.