Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 8. júní 2004 23
BÆNDUR ATHUGIÐ
Vegna mikillar sölu á nýjum dráttarvélum
getum við boðið úrval af góðum notuðum
vélum af ýmsum gerðum.
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
Nýr mjólkur-
samningur
samþykktur
Atkvæði um nýjan mjólkur-
samning voru talin þriðjudaginn
1. júní sl. Á kjörskrá voru 1.529
og var kosningaþátttaka 67%.
Alls var 961 með samþykkt
samningsins eða 94% en þeir sem
höfnuðu samningnum voru 43
eða 4%. Auðir og ógildir seðlar
voru 17 eða 2% atkvæða.
Haraldur Benediktsson, for-
maður Bændasamtaka Íslands,
sagði í samtali við Bændablaðið að
hann væri ánægður með hvað þátt-
takan í kosningunni hafi verið
mikil. Um póstkosningu var að
ræða á hinum mikla annatíma
bænda um þetta leyti árs. ,,Úrslit
kosninganna eru líka afar ánægju-
leg og sýna að bændur eru tilbúnir
til að taka þeim breytingum sem
þeir verða að gera á sínu umhverfi.
Bændur skilja fullkomlega kall
tímans í því og niðurstaðan segir
okkur að þeir vilja og ætla að standa
sig á komandi tímum. Þeir eru
ánægðir með það umhverfi sem
þeim er skapað og því er þessi
niðurstaða verðmæt fyrir heildar-
samtök bænda og styrkir þau enn
frekar,“ sagði Haraldur Benedikts-
son.
Þórólfur Sveinsson, formaður
Landssamband kúabænda, sagði
niðurstöðu kosninganna ánægju-
lega. Hann segir úrslitin ekki hafa
komið sér mjög á óvart enda hefði
hann ekki mikið verið að velta þeim
fyrir sér og ekki sett sig í spámanns
stellingar. ,,Úrslit kosninganna
segja okkur hins vegar að bændur
eru sáttir við það sem við vorum að
gera og það er það sem skiptir
máli,“ sagði Þórólfur Sveinsson.
fjölnota
gripaflutningakerrur
4 - 5 hesta kerrur á hagstæðu verði
Lágmúla 7
S: 588 2600
og 893 1722
Eigum einnig kerrur sem rúma tvo til þrjá
hesta á aðeins kr. 438.660- án/vsk.
Ný
send
ing!