Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 8. júní 2004 Hólmgeir Karlsson er í forsæti Norræna mjólkur- tækniráðsins, formaður undirbúningsnefndar var Pétur Sigurðsson, forstöðu- maður framleiðslusviðs MS, og formaður fagnefndar þingsins Einar Matthíasson, markaðs- og þróunarstjóri MS. Norrænt mjólkuriðnaðarþing Í apríl á þessu ári hóf mjólkursamsalan Central Lechera Asturiana að selja megrunarmjólk undir merkinu NATUR Linea. Hér er um að ræða mjólk þar sem náttúrulegt innihald af CLA fitusýru hefur verið aukið í því skyni að hraða niðurbroti á líkamsfitu og umbreytingu hennar í orku. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á CLA fitusýrunni- Conjugated Linoleio ACID - á undanförnum árum. Þykir sýnt að kýr á grasfóðri gefi af sér CLA ríka mjólk sem hefur áhrif á bruna líkamsfitu. Einnig hafa verið rannsökuð áhrif CLA sýru í þá veru að hindra krabbameins- myndun. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem neyta 3-4 skammta af mjólk á dag eru að jafnaði grennri en þeir sem ekki borða mjólkurvöru eða neyta hennar í litlu magni. Ýmis önnur lífvirk efni eru í mjólk auk kalksins og steinefna sem virka hvetjandi á niðurbrot líkams- fitu. Flóuð mjólk hefur þótt góð sem róandi drykkur fyrir svefninn. Nú er komin á markað mjólk í Bandaríkjun- um sem seld er undir heitinu "Night Time Milk". Kvöld- mjólk, Svefnmjólk eða Nátt- húfa kæmu ef till vill til greina sem söluheiti vörunnar hér á landi að dómi blaða- manns. Í mjólk spendýra er hor- mónið melatonin sem er breytilegt að magni eftir því hvernig líkamsklukkan gengur og auðveldar svefn. Melatonin er notað í svefnpillur og fæst gegn lyfseðli í apótekum í Evrópu. Í Bandaríkjunum er dálítið um það að það sé notað viðbætt í matvæli. Í kvöld- mjólkinni bandarísku er sagt að sé tvöfalt náttúrlegt magn melatonins. Í Finnlandi og Bretlandi eru tilraunir gerðar með allt að fimmföldun mela- tonins í mjólk. Kýr sem mjólkaður eru að nóttu til gefa af sér meira magn melatonins í mjólk er kýr mjólkaðar í birtu. Íslenskir næringarfræðing- ar segja að melatonin sé náttúrulegt og öruggt svefn- meðal, jafnvel í miklu magni. Hjá Mjólkursamsölunni fást þær upplýsingar að melatonin- mjólk sé vissulega í hug- myndabankanum sem forvitni- legur kostur, en ennþá sé talið hæpið að markaður hér stæði undir svo sérhæfðri vöru. Megrunar- mjólk á markað "Night Time Milk" komin á markað í Bandaríkjunum Kvöld- mjólk fyrir svefninn Hólmgeir Pétur Doktor Helge B. Castberg hjá Elopak í Noregi flutti fróðlegan fyrirlestur á Norræna mjólkuriðnaðarþinginu um framtíðarviðhorf, m.a. hvað umbúðir varðar. "Tæknin er fyrir hendi til þess að gera undur og stórvirki í nýjum umbúðum en það verður bið á að hún komist til framkvæmda í mjólkuriðnaði þar sem verið er að selja ódýrar og litlar einingar í smásölu," segir Helge. "Ég held að næstu árin veði haldið áfram með einfaldar umbúðir úr pappa, plasti og plasttrefjum vegna þess að það er auðvelt að eyða þeim og endurvinna. Strax og við erum farin að klæða umbúðir að innan með efnum sem eiga að stuðla að meira geymsluþoli, auka bragðgæði eða draga fram séreinkenni vörunnar, erum við farin að flækja endurvinnsluferlið og gera það erfiðara." Minnisrönd með útvarpsbylgjum Helge Castberg segir að innan fimm ára verði Wal Mart verslunarkeðjan komin með minnisrönd með útvarps- bylgjum á alla vöru í sínum verslunum. Það þýðir að ekki þarf að tína vörur upp úr inn- kaupakörfum þegar farið er í gegnum kassahlið, og kaup- endur geta fengið nákvæmar upplýsingar um innihald, verð og upprunasögu hverrar ein- ingar í körfunni. "Talandi vörur eru tæknilega mögulegar en verða að ég held aðeins notaðar til skemmtunar í auglýsinga- herferðum og kynningum. Það er í sjálfu sér auðvelt að láta tappa og lok bjóða góðan daginn við notkun, en það kostar sitt. Hið sama má segja um upplýsingar varðandi hita- stig og geymslu vöru sem hægt er að tjá með litabreytingum á umbúðum. Hugsanlegt er að það muni aukast að hægt verði að sjá á kælivöru eins og mjólk hvort hitastig hafi farið yfir 4 gráður einhversstaðar í geymsluferlinu. Vandinn er að mjólkurbú geta ekki tekið ábyrgð á kælingu vörunnar hjá smásala og verslunarkeðjurnar hafa ekki áhuga á þessu máli. Krafan verður því að koma frá neytendum." Nanótæknin framtíðin Persónulega segirst Helge Castberg binda mestar vonir við nanótæknina. "Bílafram- leiðanda í Bandaríkjunum hef- ur þegar tekist að smíða stuðara sem vegur aðeins 15% af þyngd venjulegs stuðara en heldur þó sama styrk og áður. Þetta þýðir að í framtíðinni gæti bíll sem nú vegur 1 tonn verið aðeins 150 kíló á þyngd. Þegar þessi tækni verður inn- leitt í umbúðaiðnaðinn verður allt léttara og meðfærilegra og hægt að koma fyrir upp- lýsingagjöfum og tækjum á ör- smáum flötum. Ég er sann- færður um að nanótæknin á eftir að breyta lífi okkar á rót- tækan hátt." Dr. Helge B. Castberg hjá Elopak í Noregi: Talandi vörur og nanótækni Fjölmargar hugmyndir um nýjar umbúðir fyrir mjólkurafurðir eru á teikniborðinu í rannsóknarstofum í Evrópu og Banda- ríkjunum, en flestar stranda á of miklum einingakostnaði eða ákvæðum í löggjöf. Nanótækni og útvarpsbylgjur munu þó gjörbylta umbúðaiðnaði innan 5 - 10 ára. 4 Fjórtán af átján Fjórtán af átján mikilvægustu vítamínum og steinefnum eru í mjólk. Í fimm desilítrum af mjólk eru svona mörg prósent af ráðlögðum dagskammti: Vitamín B 12 100%; Riboflavin 53%; Niacin 25%; Tiamin 18%; Vitamin B6 18%; Vitamin A 28%; Vitamin D 40%; Kalcium 75%; Kalium 27%; Fosfór 78 %; Magnesíum 21%; Selen 22%; Zink 32% og Joð 47% . Heimild: Rannsókn LUI fyrir Mjölkfrämjandet í Svíþjóð Helge B. Castberg. Mynd: GRJ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.