Bændablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 8. júní 2004
Bændur geta pantað
merki á Netinu með
MARK
Allir nautgripa- og svínabændur
geta fengið aðgang að
tölvukerfinu MARK á Netinu með
því að sækja fyrst um veflykil til
tölvudeildar. MARK er samið af
tölvudeild fyrir landbúnaðar-
ráðuneytið og Embætti yfir-
dýralæknis. Aðgangur er frír. Í
MARK geta bændur fengið yfirlit
yfir skráða gripi í sinni hjörð
samkvæmt skýrsluhaldsgögnum í
nautgriparækt. Jafnframt geta
þeir pantað einstaklingsmerki,
skráð burð (þ.e.a.s. þeir sem ekki
skila inn skýrsluhaldi), skráð
afdrif og skráð flutning gripa. Í
MARK hafa allir ásetningsgripir
einkvæmt einstaklingsnúmer á
landsvísu sem fylgir grip alla ævi
hans. Gögn eru flutt úr skýrslu-
haldskerfi BÍ. Þannig þarf aðeins
að skrá upplýsingar á einum
stað. Rétt er að vekja athygli á
því að samkvæmt reglugerð um
skyldumerkingar búfjár nr.
463/2003 skulu allir nautgripir
sem fæddir eru eftir 1. september
2003 vera merktir með ein-
staklingsmerki og skráðir í tölvu-
kerfið MARK og gera þarf grein
fyrir afdrifum og flutningi gripa.
Þeir bændur sem ekki eru í
skýrsluhaldi geta fært allar
upplýsingar beint í MARK eða
skilað inn hjarðbókum til
Bændasamtakanna.
Um 70 bæir án ISDN
tengingar
Samgönguráðherra hefur skipað
stýrihóp sem hefur yfirumsjón
með gerð nýrrar fjarskipta-
áætlunar. Formaður stýrihópsins
er Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar.
"Stýrihópurinn skal í starfi sínu
hafa samráð við sérstakan
vettvang hagsmunaaðila og leita
m.a. þar sjónarmiða og tillagna
um aðgerðir", eins og segir í bréfi
frá samgönguráðuneytinu. Af
þessum ástæðum hefur
samgönguráðuneytið skipað
samráðshóp, Fyrir hönd Bænda-
samtaka Íslands er Jón Baldur
Lorange, forstöðumaður
tölvudeildar. Varamaður er Árni
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
UD verkefnisins. Í samráðs-
hópnum eru m.a. fulltrúi frá
Landssímanum, OgVodafone,
Snerpu á Ísafirði, Ríkisútvarpinu,
Svari, Fjarska, eMax og
Vegagerðinni auk fulltrúa frá
öllum stjórnmálaflokkum. Tveir
fundir hafa verið haldnir til þessa
þar sem farið hefur verið yfir
helstu atriði nýrrar fjarskipta-
áætlunar og fengin sjónarmið
samráðshópsins um áherslur
hvers og eins. Bændasamtökin
leggja höfuðáherslu á að öllum
bændum verði tryggð alþjónusta
samkvæmt núverandi fjarskipta-
lögum þ.e. gagnaflutningur 128
Kb./s en ennþá vantar nokkuð
upp á að því sé náð. Ennfremur
að kannað verði hvort möguleiki
væri að bjóða þeim notendum
sem aðeins ættu kost á ISDN
fast gjald óháð notkun. Það kom
fram í máli fulltrúa Landssímans
að næsta haust verði aðeins um
70 bæir sem ennþá geti ekki
fengið ISDN tengingu og að
Landssíminn hefði varið 500-600
milljónum til uppbyggingar ISDN
kerfisins til þessa. Þá kom fram
hjá forstjóra Póst- og fjarskipta-
stofnunar að settar yrðu verk-
lagsreglur varðandi umsóknir um
ISDN þannig að Landssíminn
yrði að svara þeim innan
ákveðins tíma. Rétt er að benda
áhugasömum á málatorg á
netinu www.malatorg.is sem
öllum er opið þar sem hægt er að
koma fram með ábendingar varð-
andi umrætt mál.
Jón Baldur Lorange,
forstöðumaður tölvudeildar
Bændasamtakanna
Uppgræðsla á
hálendinu
Borgar Páll Bragason,
B.S. 90.
Uppgræðslutilraunir á hálendi
Íslands hafa verið gerðar síðan á
miðri síðustu öld. Markmið rit-
gerðarinnar var að taka saman
helstu niðurstöður þessara tilrauna
og koma þeim á aðgengilegt form.
Meðal þess sem rannsakað hefur
verið eru áhrif friðunar/beitar,
áhrif mismunandi áburðarmeð-
ferðar, samanburður á sáðstofnum,
áhrif vaxandi hæðar yfir sjó og
gróðurframvinda eftir áburðargjöf.
Erfðaáhrif á
lambavanhöld
Hallfríður Ósk Ólafsdóttir,
B.S.120
hoo@bondi.is Markmið verk-
efnisins var að kanna áhrifaþætti á
lambavanhöld í íslensku fé. Gögn
frá fimm árum með upplýsingum
um 700.000 lömb voru fengin frá
B.Í. og könnuð áhrif erfða- og um-
hverfisþátta á afdrif lambanna.
Tíðni vanhalda var nálægt 7,5%,
nokkuð misjafnt eftir tímabilum
ársins. Fjöldi lamba í burði, kyn,
aldur mæðra og í minna mæli
burðartími höfðu marktæk áhrif á
afdrif. Arfgengi beinna erfðaáhrifa
var 0,035 ± 0,001, sem er líklega
vanmat vegna skekktrar dreifingar
gagnanna og lágrar tíðni vanhalda.
Arfgengi mæðraáhrifa, reiknað á
úrtaki úr gögnunum var 0,062 ±
0,005, sem bendir til meiri erfða-
áhrifa frá mæðrum en lömbunum
sjálfum.
Nýting græn-
fóðurs á kúabeit
Ingibjörg Björnsdóttir,
B.S. 90.
nem.ingibjorgb@hvanneyri.is,
Hversu vel kýrnar nýta helstu
grænfóðurtegundir sem í notkun
eru hér á landi. Stuðst við niður-
stöður úr athugun sem framkvæmd
var á Hvanneyri sumarið 2003.
Eins fjallað almennt um
grænfóðurtegundirnar, beit og
beitarstjórn, heilsufar gripa á
grænfóðurbeit, atferli gripa á beit
og kostnað við grænfóðurbeit.
Tíðni sumarexems í
íslenskum hrossum
fæddum í
Þýskalandi
Lena Johanna Reiher,
B.S. 90.
nem.lenajr@hvanneyri.is
Könnun á tíðni sumarexems
(Culicoides hypersensitivity) í
þýskfæddum íslenskum hrossum
byggir á upplýsingum um 873
hross á ellefu búgörðum í Þýska-
landi. Búgarðarnir voru heimsóttir
og spurningalisti um öll íslensk
hross fædd á árunum 1990 til 2000
var lagður fyrir eigendur.
Fram kom að 41 hross eða 4,7
% höfðu fengið sumarexem. Upp-
lýsingar um fjórðung hrossanna
náðu aðeins fram að þeim tíma að
þau voru seld. Ef sá hópur var ekki
talinn með hækkaði tíðni sumar-
exems í 6,3 %.
Samspil áburðar-
gjafa í gróðrarstöð
og á foldu
Áhrif á lifun, frost-
lyftingu og vöxt
birkis og sitka-
bastarðs
Sigríður Júlía
Brynleifsdóttir, B.S. 90
sigga@vestskogar.is
Verkefnið fjallar um tilraun
þar sem prófað var að "hlaða"
næringarefnum í plöntur inni í
gróðrarstöð og þær síðan gróður-
settar út, ýmist með eða án
áburðar. Niðurstöður eftir þrjú
sumur sýna að vökvun með
áburðarblöndu getur ekki komið í
stað hefðbundinnar áburðargjafar
við gróðursetningu, ein og sér.
Rannsóknin leiddi í ljós að hægt er
að bæta lífslíkur og vöxt ef
plönturnar eru áburðarhlaðnar í
gróðrarstöð og einnig borinn á þær
áburður við gróðursetningu.
Forystufé, skyldleiki
og ræktun stofnsins
Sigríður Jóhannesdóttir,
B.S. 120.
nem.sigridurj@hvanneyri.is
Tilgangur verkefnisins var að afla
gagna um skyldleika forystufjár og
gera tillögur um verndun og
ræktun stofnsins til framtíðar.
Misítarlegar ætternisupplýs-
ingar fengust um 464 kindur, sem
er einungis hluti stofnsins, og því
tókst ekki að meta skyldleika
forystufjárins í heild.
Koma þarf á skýrsluhaldi fyrir
stofninn með ætternisupplýsingum
sem styrkja stöðu sæðinga. Hefja
þarf varðveislu á erfðaefni með
frystingu sæðis. Gera þarf að
ræktunaráætlun þar sem reynt að
koma í veg fyrir aukningu í skyld-
leikarækt með skipulögðum
pörunum.
Efla þarf Forystufjárræktarfé-
lag Íslands og stuðla þannig að
góðri kynningu stofnsins.
Fjárhúsgólf,
samanburður sex
gólfgerða
Sigurður Þór
Guðmundsson, B.S. 90.
nem.sigurdurthg@hvanneyri.is
Rannsóknin var gerð í til-
raunafjárhúsum að Hesti í Borg-
arfirði veturinn 2002-2003. Eins
voru um 50 bændur heimsóttir og
skoðuð hjá þeim fjárhús sumarið
2003. Borin eru saman sex eftir-
farandi gólfefni undir sauðfé;
epoxyrimlar, fururimlar, harð-
viðarrimlar, hálmur, málmristar og
steypurimlar. Til að meta hvert
gólf fyrir sig var skoðað slit og
ending, afurðir, heilbrigði, hrein-
leiki, ullarmat og bleyta, klaufaslit,
vinna og kostnaður.
Vægi grenndarvalla í
skipulagi
Sigurjón Einarsson,
B.S. 90.
nem.sigurjone@hvanneyri.is
Verkefnið byggist á saman-
burði skipulagsáætlana fyrir þrjú
hverfi í Reykjavík með tilliti til
leiksvæða innan þeirra. Tekinn var
fyrir staðall sem gefinn var út af
Reykjavíkurborg og kannað
hvernig hann hefur verið notaður í
skipulagsferlinu fyrir þessi hverfi.
Rannsóknin fólst í vettvangs-
ferðum, kortagerð og greiningu
skipulagsgagna. Aðalmarkmið
verkefnisins var að kanna þá þróun
sem átt hefur sér stað í skipu-
lagsvinnu borgarhverfa á árabilinu
1967 - 1997 með tilliti leiksvæða
innan þeirra.
Vitar: Aðgengi,
umhverfi, útivist og
menningarminjar við
ströndina
Valdimar Harðarson,
B.S. 90.
nem.valdimarh@hvanneyri.is
Í ritgerðinni er horft til vita frá
ýmsum sjónarhornum. Þeir eru
merkileg mannvirki, þeir hafa
ákveðna þýðingu í hugum okkar
og eru oft á eftirsóknarverðum
stöðum til útivistar. Breytingar eru
á rekstri vita, sjálfvirkni hefur gert
vitaverði óþarfa og jarðeignir og
vitavarðarbústaðir hafa þar af
leiðandi verið seld. Varað er við
þessu og vakin athygli á þörfinni
fyrir að gera verndaráætlanir fyrir
vita og menningarminjar við
ströndina. Strandmenning er einn
mikilvægasti hlutinn af sögu
okkar.
Áhrif hitastigs á
þróun asparryðs í
nokkrum
asparklónum
Elín Bergsdóttir, Bsc.
nem.elinb@hvanneyri.is
Alaskaaspir hafa mismikið þol
gagnvart ryðsjúkdómum og hafa
staðið yfir tilraunir til að finna
þolnustu klónana. Það sem ekki er
vitað eru áhrif hitastigs á þróun
ryðsins. Í þessari tilraun kom í ljós
að hitastig hefur töluverð áhrif og í
stuttu máli má segja að hver
hækkandi gráða flýti ryði um einn
dag.
Yfirlit lokaverkefna frá LBH
Í Bændablaðinu 25. maí s.l. er
vikið að ummælum mínum um
Mjólkursamninginn á kynningar-
fundi í Borgarnesi. Það sem þar er
sagt virðist mér rétt eftir haft og
því vel til skila haldið sem ég taldi
jákvætt við samninginn en nokkru
miður því sem ég fann að. Þar á ég
fyrst og fremst við skerðingar á
beingreiðslum við 40+kúa bú-
stærð, en einnnig hinar "ófram-
leiðslutengdar greiðslur." Þótt
fjárhæðirnar séu ekki háar þá er
allt óljóst um túlkun og þetta
skapar hættu á að fólk grípi til
óheppilegra og óhagkvæmra úr-
ræða eins og að skipta samrekstri
niður í smærri einingar, stofnun
nýrra lögbýla o.s.frv. Örugglega
mun þetta tefja fyrir því að menn
sameinist um fjósrekstur og fæla
það fólk frá, sem gæti verið að
velta því fyrir sér að taka við búi
eða ganga inn í búrekstur með
öðrum, því auðvitað eru skilaboðin
þau að stjórnvöld séu tilbúin að
leggja stein í götu þeirra sem
hyggjast koma sér upp
sómasamlegri aðstöðu og búum
lífvænlegum til frambúðar.
Þvert á skilgreind markmið
samningsins munu þessi ákvæði því:
·Spilla fyrir því að stuðningur
ríkisns nýtist sem best til að
lækka vöruverð
·Hægja á þróun til
hagkvæmni
·Draga úr möguleikum
greinarinnar til að undirbúa sig
fyrir samkeppni frá innflutningi
·Vinna gegn endurnýjun í
stéttinni
Þá er í samningnum fyrirvari
um breytingar vegna væntanlegra
alþjóðasamninga,sem ekki er
óeðlilegt, en auk þess vilja stjórn-
völd hafa óbundnar hendur til að
heimila innflutning mjólkurvara án
tolla. Þegar þetta allt er lesið
saman og um leið haft í huga að
þessi sömu stjórnvöld bönnuðu
fyrir skemmstu innflutning á
norsku fósturvísunum, sem hefðu
líklega getað lækkað fram-
leiðslukostnað mjólkur um 14-
20%, hlýtur maður að spyrja: hvert
er verið að stefna? Á að hrinda
okkur út í baráttu um tilveru-
grundvöllinn með a.m.k. aðra
hendina bundna á bak?
Hvert sem svarið við því kann
að vera er að m.k. ofmælt að þessi
samningur tryggi okkur þolanlegt
umhverfi til 2012 eins og gefið er í
skyn á forsíðu Bændablaðsins 11.
maí.
Að mínu áliti höfðum við hins
vegar höfðum við hins vegar ekki
stöðu til að hafna samningnum, en
þessar hugleiðingar eru settar fram
til að benda á ábyrgð stjórnvalda á
ágöllum hans.
Guðmundur Þorsteinsson,
Skálpastöðum.
Fáein orð um Mjólkur-
samninginn af gefnu tilefni