Bændablaðið - 31.08.2004, Qupperneq 24
24 Þriðjudagur 31. ágúst 2004
Landssam-
band kúa-
bænda
Haustfundir LK
Eins og kúabændur landsins vita var
haustfundum LK á síðasta ári frestað
vegna samningavinnunnar og því féllu
þeir niður það ár. Nú hefur verið
ákveðið að halda haustfundi LK og
aðildarfélaganna um allt land lok
október og byrjun nóvember nk.
Reiknað er með að fyrsti fundur verði
haldinn þriðjudaginn 26. október og
að haustfundunum ljúki miðviku-
daginn 3. nóvember. Flestir fundanna
verða á kvöldin. Á fundunum verður
farið yfir ýmiss innri málefni bú-
greinarinnar, s.s. samningamál og
hugsanleg áhrif WTO samkomulags á
nýjan mjólkursamning, verðlags- og
kjaramál sem og framleiðslu- og
sölumál mjólkur og nautakjöts. For-
svarsmenn LK verða með framsögur
á fundunum, en Magnús Ólafsson,
forstjóri Osta- og smjörsölunnar og
formaður Markaðsnefndar mjólkur-
iðnaðarins, verður einnig með fram-
sögu um markaðsmál mjólkurvara á
nokkrum fundum.
Verðbreytingar á kjöti minni en
breytingar á vísitölu neysluverðs
Hagstofa Íslands heldur utan um
verðbreytingar á kjöti til neytenda og
samkvæmt nýjum tölum fyrir ágúst
kemur í ljós að ef litið er til verð-
breytinga á öllu kjöti hérlendis sl. 2 ár,
þá hefur kjöt til neytenda hækkað að
jafnaði um 0,3% en vísitala neyslu-
verðs hinsvegar hækkað um 5,3%. Á
þessum tíma hefur nautakjöt (nýtt eða
frosið) hækkað um 1,4%.
Skýring á þessu felst fyrst og
fremst í miklu verðfalli sem varð
vegna offramboðs á svína- og
alífuglakjöti fyrir 2 árum, sem leiddi til
þess að verðhækkanir urðu mun
minni á öðru kjöti en á vísitölu
neysluverðs.
Sl. ár (september 2003 til ágúst
2004) hefur hinsvegar verð til
neytenda hækkað umfram vísitölu
neysluverðs. Vísitala neysluverðs
hefur hækkað um 3%, en "vísitala"
nautgripakjöts um 9,8%. Á sama tíma
hækkaði verð til nautgripabænda um
tæp 5%. Í byrjun ágúst hækkaði verð
frá sláturleyfshöfum til nautgripa-
bænda og ef tekið er mið af þeirri
verðhækkun nemur hækkun til
nautgripabænda sl. 12 mánuði um
11%, en rétt er að taka fram að
hugsanlegt er að áhrif vegna þessa
eigi eftir að koma fram í tölum frá
Hagstofunni í byrjun september.
Ánægjuleg þróun með hlutfall
ungnautakjöts á Íslandi
Á undanförum árum hefur hlutfall
ungnautakjöts á markaði hérlendis
aukist verulega (sjá mynd) og er nú
svo komið að magn nautakjöts af
ungum gripum er hátt í 70% af öllu
nautgripakjöti á markaðinum og hlut-
fallið því orðið áþekkt eða hærra en
gerist í nágrannalöndum okkar.
Nokkuð hröð breyting hefur orðið á
þessu hérlendis á síðustu árum og
hefur hlutfall ungnautakjöts aukist um
9,3% á fjórum árum og á sama tíma
hefur hlutfall kjöts af eldri gripum
minnkað um 14,9%.
Skrifstofa LK
Sími: 433 7077, fax: 433 7078.
Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Snemma í maí var haldið í
Reykjavík málþing undir heitinu
"Viljum við erfðabreytt
matvæli?". Þeir sem boðuðu til
málþingsins voru VOR- Verndun
og ræktun, sem er félag
framleiðenda í lífrænum búskap,
Neytendasamtökin og áhugahópur
neytenda. Frummælendur voru
Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti,
bóndi í lífrænni ræktun, Gunnar Á.
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Vottunarstofunnar TÚN, Jóhannes
Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna og Þórður
Halldórsson, garðyrkjubóndi í
lífrænni ræktun og formaður
VOR. Fundarstjóri var Svanborg
R. Jónsdóttir kennari og verslunin
Yggdrasill bauð málþingsgestum
lífrænt vottaðar veitingar í
fundarhléi.
Útbreiðsla erfðabreyttra lífvera
(GMO) og notkun þeirra við
matvæla- og lyfjaframleiðslu hefur
verið furðu lítil og svo til
gagnrýnislaus hérlendis þótt þetta
mál hafi fengið gífurlega
umfjöllun erlendis um árabil. Þar
við bætist að lagasetning og
reglugerðarsmíð um þessi efni er
veikburða og seint á ferðinni hér á
landi og er sennilega vægt til orða
tekið að tómlætis hafi gætt um
ýmsa þætti þessara mála. Nokkur
þáttaskil urðu þó í vetur þegar
Náttúrulækningafélagið beitti sér
fyrir ágætum kvöldfundi um
erfðabreyttar lífverur. Þar komu
fram ýmsar gagnlegar upplýsingar
um þessi efni og umræður
endurspegluðu mjög andstæð
sjónarmið, annars vegar þeirra
sem telja litla eða enga vankanta á
útbreiðslu erfðabreyttra lífvera og
hins vegar þeirra sem vilja að farið
sé varlega og vilja alls ekki að
þessum efnivið sé sleppt lausum í
landbúnaði og þar með
matvælaframleiðslu. Í fyrri
fylkingunni ber mest á
talsmönnum líftæknifyrirtækja
sem eiga mikilla hagsmuna að
gæta vegna vona um
atvinnusköpun og stórgróða, og í
seinni fylkingunni fara fremstir
lífrænir bændur,
umhverfisverndarfólk og
forystumenn neytenda. Umfjöllun
um áform líftæknifyrirtækisins
ORF Líftækni ehf. var mjög
fyrirferðarmikil á fundi
Náttúrulækningafélagsins. Þar
vakti m.a. athygli að þótt talsmenn
þess teldu enga hættu á mengun
frá ræktun erfðabreytts byggs í
sveitum landsins vildu þeir ekki
ábyrgjast hugsanlegar skaðabætur
til lífrænna bænda sem gætu tapað
vottun á afurðum sínum ef í þeim
fyndist aðkomið erfðabreytt efni.
Það skal tekið fram að notkun
erfðabreyttra lífvera, hvort sem er
jurta- eða dýrakyns, er bönnuð í
lífrænni ræktun.
Segja má að málþingið í maí
hafi verið rökrétt framhald fundar
Náttúrulækningafélagsins, þ.e. að
ræða betur matvælaþáttinn og
sérstaklega viðhorf neytenda hér
og erlendis.
Guðfinnur Jakobsson benti á
að með útbreiðslu erfðabreyttra
lífvera væri verið að grípa inn í
lífkeðjuna með óafturkræfum og
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Ræktun erfðabreyttra jurta,
einkum soyabauna, maíss,
olíurepju og bómullar hafi byrjað
fyrir aðeins tæpum áratug, einkum
í Bandaríkjunum, Argentínu,
Kanada og Kína. Enn sem komið
er hafi uppskera á hverja
flatareiningu ekki aukist og
notkun eiturefna ekki minnkað
gagnstætt því sem spáð var. Þeir
Gunnar Á. Gunnarsson og Þórður
Halldórsson tilgreindu ýmsar
erlendar upplýsingar, m.a. um
mengun frá ökrum þar sem sáð
hefur verið erfðabreyttu fræi, um
málaferli þar sem
fjölþjóðafyrirtæki hafa lögsótt
bændur vegna einkaleyfa á
erfðabreyttu fræi og um þá hættu
sem skapast ef þessi stórfyrirtæki
komast í einokunaraðstöðu við
sölu fræs, áburðar, eiturefna o.fl.
aðfanga. Þeir töldu að
líftæknifyrirtækið ORF gæti
skaðað hreinleikaímynd íslensks
landbúnaðar með ræktun byggs á
ökrum í sveitum landsins þar sem
ekki yrði hægt að hafa stjórn á
útbreiðslu hins erfðabreytta
efniviðar. Jarðvegurinn myndi
mengast, búfé gæti komist inn á
slíka akra og með fuglum loftsins
gæti erfðabreytt efni borist víða.
Sérstaklega yrði þetta alvarlegt
gagnvart þróun lífræns
landbúnaðar hér á landi sem væri
vaxtarbroddur með
framtíðarmöguleika. Erlendis væri
jafnvel reynt að fá yfirlýsingar
stjórnvalda um að tiltekin
landsvæði verði algerlega friðuð
gegn ræktun erfðabreyttra jurta
(Austurríki, Ítalía). Það myndi
vekja mikla athygli í heiminum ef
Ísland yrði friðlýst að þessu leyti.
Jóhannes Gunnarsson sagði ekkert
hafa enn bent til þess að bændur
og neytendur högnuðust á ræktun
erfðabreyttra jurta til
matvælaframleiðslu. Neytendur
víða um lönd hefðu gagnrýnt
þessa þróun harðlega og vildu að
farið verði hægar í sakirnar. Enn
væri mörgu ósvarað og ljóst að
stjórnvöld væru undir miklum
þrýstingi, einkum frá
Bandaríkjunum þar sem flest stóru
líftæknifyrirtækin hefðu mikil
áhrif. Hann sagði
Neytendasamtökin fylgjast vel
með þróun þessara mála. Mikill
meirihluti neytenda í Evrópu vildi
ekki erfðabreytt matvæli.
Í framsöguerindum og
umræðum kom skýrt fram að í
fyrsta lagi þurfi að gera ræktendur
erfðabreyttra nytjajurta ábyrga
fyrir þeim skaða sem þeir kunna
að valda bæði í hefðbundnum
landbúnaði og í lífrænni ræktun. Í
öðru lagi yrði að skylda
framleiðendur og dreifingaraðila
matvæla og fóðurs með
erfðabreyttum lífverum að merkja
vörurnar greinilega. Hér vantar
enn reglur um þessi efni og svo
mikið er andvaraleysið að
Umhverfisstofnun veitti
líftæknifyrirtækinu ORF leyfi til
útiræktunar á erfðabreyttu byggi á
árinu 2003. Fram komu þau
sjónarmið á málþinginu að slík
ræktun ætti aðeins að fara fram í
gróðurhúsum "undir lás og slá",
þarna ætti svokölluð
"varúðarregla" að gilda enda ljóst
að dreifing erfðabreyttra lífvera og
sá landbúnaður sem þeim tengist
ætti lítið skylt við sjálfbæra þróun.
Nýlega var greint frá því í hinu
virta vísindariti New Scientist (17.
apríl 2004, bls. 40-43) að stórfelld
ræktun erfðabreyttra soyabauna í
Argentínu undanfarin sjö ár hafi
átt verulegan þátt í að skapa
mikinn efnahagsvanda vegna
ósjálfbærra breytinga í
landbúnaðarframleiðslu.
Þær umræður og blaðaskrif
sem orðið hafa síðustu mánuðina
benda til þess að stjórnvöld þurfi
að endurskoða afstöðu sína til
dreifingar erfðabreyttra lífvera hér
á landi. Til þessa hafa hugsanleg
jákvæð áhrif fengið mesta athygli
enda óspart rekin áróður í þá veru.
Það gengur ekki lengur að þeir
sem eru að benda á hugsanlega
eða líklega vankanta, og þar með
sennileg neikvæð áhrif á ímynd
íslensk landbúnaðar, séu
stimplaðir sem þröngsýnir
öfgamenn. Ég tel að í þessum
efnum þurfi að sýna meiri varkárni
og móta reglur sem samræmast
markmiðum sjálfbærrar þróunar
þannig að bændur og neytendur
geti við unað. Líftæknifyrirtækin
eiga ekki að ráða ferðinni.
Ólafur R. Dýrmundsson,
landsráðunautur í lífrænum
búskap og landnýtingu,
Bændasamtökum Íslands
Andstaða gegn
erfðabreyttum
matvælum
N
okkrar umræður urðu um þá algengu staðhæfingu að
notkun erfðabreyttra lífvera til jurtakynbóta væri eina
raunhæfa leiðin til að sjá heimsbyggðinni fyrir nægilegum
matvælum í framtíðinni. Nú ætti að hressa upp á hina
svokölluðu "Grænu byltingu" sem væri að ganga sér til
húðar vegna margvíslegra umhverfis- og þjóðfélagsvandamála sem
hún hefur skapað. Líkt og Græna byltingin myndi notkun erfðabreyttra
nytjajurta valda miklum skaða og stuðla að aukningu
gróðurhúsalofttegunda, sem tengjast loftslagsbreytingum, vegna þess
að ræktunaraðferðirnar eru þær sömu eða því sem næst. Áfram muni
ræktunin byggjast á mikilli notkun tilbúins áburðar, eiturefnadreifingu
og áveitum þannig að einhæf og mengandi ræktun, uppsöfnun salts í
jarðvegi og jarðvegseyðing í akurlendi haldi áfram. Bent var á hina
sjálfbæru búskaparhætti lífrænnar ræktunar sem eina þeirra leiða sem
færar væru til að framleiða matvæli án þess að valda stórskaða á
umhverfi og sveitabyggð, ekki síst í þriðja heiminum./ÓRD
Theódór Kristjánsson
líffræðingur varði
meistaraverkefni sitt,
,,Endurnýting á fersku vatni í
bleikjueldi", við Háskóla
Íslands miðvikudaginn 2. júní.
Verkefnið var unnið undir
leiðsögn Helga Thorarensen,
Hólaskóla, og Loga Jónssonar
hjá Háskóla Íslands
Niðurstöður Theódórs
benda til þess að uppsöfnun
ammóníaks sé helsti
takmarkandi þáttur við
endurnýtingu á fersku vatni í
bleikjueldi. Hins vegar má
draga úr vatnsnotkun í
bleikjueldi allt að 16 falt með
einfaldri endurnýtingu.
Mjög mikið vatn þarf til
fiskeldis og sagði Theódór í
samtali við Bændablaðið að
verkefnið gengi út á það sýna
fram á að hægt er að draga úr
frumrennsli vatns og nýta það
vatn sem er til staðar betur en
gert hefur verið. Sem dæmi um
hve vatnsnotkunin er mikil í
fiskeldi sagði Theódór að til að
framleiða eitt kíló af bleikju
þyrfti 100-120 þúsund lítra af 8
gráðu heitu vatni.
Theódór segir að
sérstaklega í Evrópu sé mikil
hefð fyrir því að endurnýta
vatn í fiskeldi ekki síst vegna
umhverfisreglugerða. Í
Danmörku, Þýskalandi og
Hollandi verða menn að
hreinsa allt skolp frá
fiskeldisstöðvunum og þegar
búið er að hreinsa vatn sem
einu sinni er búið að fara í
gegnum stöðina er að
sjálfsögðu upplagt að nota það
aftur.
,,Ef hiti er af skornum
skammti geta menn dregið úr
rennsli á köldu vatni og notað
varmann betur úr heita
vatninu við endurnýtingu
vatnsins. Hér á landi er það oft
á tíðum þannig að hiti er af
skornum skammti. Þá geta
menn hækkað eldishitann með
því að draga úr rennsli á köldu
vatni og ná þannig meiri
framleiðslu úr einingunni,"
segir Theódór Kristjánsson.
Hægt að draga verulega
úr vatnsnotkun í bleikjueldi