Bændablaðið - 31.08.2004, Qupperneq 27

Bændablaðið - 31.08.2004, Qupperneq 27
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 27 Þeir sem þekkja til innan veggja Nautastöðvarinnar á Hvanneyri átta sig strax á þessari einkennilegu “skepnu” sem Ingimar Einarsson, starfsmaður stöðvarinnar, klappar svo ljúflega. Ingimar hefur um langt skeið haft þann starfa að taka sæði úr nautum stöðvarinnar og þá kemur þessi gervikýr að góðum notum. Þess má geta að “kýrin” er klædd húð af skagfirskri kú. Skepnan hans Ingimars... Í vor ákvað veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar að banna netaveiði á silungi í Eyjafirði frá 15. maí til 15. ágúst. Vegna harðra viðbragða bænda á svæðinu var veiðibannið stytt og gilti frá 15. júlí til 15. ágúst. Hins vegar var ákveðið að framvegis gildi bannið frá 15. maí til 15. ágúst. Það var að ósk veiðifélaga á Eyjafjarðarsvæðinu sem þetta bann var sett á. Bændur héldu mikinn fund um málið, samþykktu ályktun sem send var veiðifélögunum þar sem banninu var mótmælt sem órök- studdu. Þessu neituðu veiði- félögin. Sveinberg Laxdal, bóndi á Túnsbergi, sagði í samtali við Bændablaðið að þá um leið hafi bændur ákveðið að kæra málið með stjórnsýslukæru til land- búnaðarráðuneytisins sem hafnaði kærunni. ,,Þannig er staðan núna og við erum að undirbúa kvörtun til um- boðsmanns Alþingis og hann fær málið til sín á næstu dögum. Við stofnuðum félag sem heitir Félag eigenda sjávarjarða við austan- verðan Eyjafjörð og höfum ráðið okkur lögmann, Jörund Gauksson. Við erum ákveðnir í að fara með þetta mál eins langt og við þurfum til að ná fram rétti okkar, jafnvel til Evrópudómstólsins ef með þarf," sagði Sveinberg. Hann sagði að bændur við Skjálfandaflóa og í Þistilfirði hefðu orðið fyrir svona banni líka. Þar eru sveitarstjórnir komnar í málið en sveitarstjórnir Sval- barðsstrandarhrepps og Grýtu- bakkahrepps eru búnar að álykta gegn banninu. ,,Það er verið að taka þessi hlunnindi af okkur. Bændur hafa alla tíð getað aflað heimilum sínum matar með því að leggja net frá landi. Það hefur aldrei verið veitt meira á þessu svæði en heimilin þurfa til matar. Sala hefur engin verið og mótmæli okkar byggjast á því að okkur þykir óþolandi að eignarréttur okkar skuli skertur með þessum hætti," sagði Sveinberg Laxdal. Netaveiðibannið á silungi í Eyjafirði Bændur vísa málinu til umboðsmanns Alþingis Handverksfélagið Fléttan í Austur- Skagafirði efndi í vetur til samkeppni um gerð minjagripa. Úrslit í keppninni voru kunngerð á samkomu sem haldin var í tilefni af velheppnaðri Jónsmessuhátíð á Hofsósi fyrir skömmu. Fyrstu verðlaun í keppninni, eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur, hlaut Ásdís Kjartansdóttir, húsfreyja á Melstað í Skagafirði. Hugmynd hennar byggðist á að nota efnivið sem sóttur er í sjávarfjöruna. Önnur verðlaun komu í hlut Sigurmons Þórðarsonar, bifreiðarstjóra á Hofsósi, og þau þriðju hlaut Þórey Jónsdóttir, húsmóðir í Keflavík í Skagafirði. Þá var ákveðið að veita þremur aðilum sérstök hvatningarverðlaun fyrir hugmyndir sínar. Þau sem þessa viðurkenningu hlutu voru: Jóhanna Thorarensen Hólum Hjaltadal, Ingibjörg Sigurðardóttir Hofsósi og Kjartan H. Grétarsson Reykjavík. Viðurkenningin felst í því að Atvinnuþróunarfélag Norður- lands vestra mun veita höfundunum ókeypis ráðgjöf í sambandi við framleiðslu á þeirra munum. Alls bárust þrjátíu tillögur í samkeppninni. Handverksfélagið Fléttan var stofnað fyrri- hluta ársins 2003 og eru félagar 46. Við athöfnina á Hofsósi lét formaður félagsins, Elínborg Hilmarsdóttir, þess getið að Fléttan hafi auk Atvinnuþróunarfélagsins notið stuðnings Byggðastofnunar,sveitarfélagsins Skagafjarðar og Smáverkefnasjóðs land- búnaðarins við að hrinda minjagripa- samkeppninni í framkvæmd. Á meðfylgjandi mynd má sjá fjögur þeirra sem hlutu viður- kenningar hjá Fléttunni. Frá vinstri: Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigurmon Þórðarson, Ásdís Kjartansdóttir og Jóhanna Thorarensen. /ÖÞ. Áhugaverðar hugmyndir að minjagripumSláturfélag Suðurlands tapar Tap samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2004 nam 97,6 milljónum króna en 2,2 milljóna króna hagnaður var af rekstri á öðrum ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tapið 59,9 milljónum króna. Verri afkoma nú skýrist fyrst og fremst vegna afkomu dótturfélaga sem nú eru hluti af samstæðuuppgjöri. Eigið fé SS er 1.074 milljónir og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 29%. Afkoma Sláturfélagsins hefur jafnan verið þyngst framan af ár- inu en best á síðasta ársfjórðungi. Þetta stafar m.a. af afkomu af- urðadeildar en umsvif hennar auk- ast við haustslátrun sauðfjár. Í fréttatilkynningu frá SS segir að kjötmarkaðurinn sé nú farinn að færast hægt í átt að auknu jafn- vægi sem á að leiða til betri afkomu í rekstri félagsins á síðari árshelmingi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SS. Lifandi landbúnaður blæs til sóknar Lifandi landbúnaður; grasrótarhreyfing kvenna í landbúnaði, blæs til sóknar og auglýsir verkefnið Stórbaggar í stæðunni. Hámarksfjöldi þátttakenda í hvert verkefni eru 15 konur. Í fyrsta verkefnishópnum er æskilegt að taki þátt reyndar konur sem geta bæði verið virkir þátttakendur og eins lagt mat á verkefnið í heild. Skráningarform og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lifandi landbúnaðar undir landbunadur.is og bondi.is Í gegn um verkefnið Stórbaggar í stæðunni hittast núverandi leiðtogar og leiðtogar framtíðarinnar – hvar verður þú? Kynntu þér verkefnið á heimasíðu Lifandi landbúnaðar undir landbunadur.is og bondi.is Hver er ávinningur kvenna af því að taka þátt í verkefninu Stórbaggar í stæðunni? Meðbyr og tækifæri Ný tengsl og markviss þátttaka í tengslaneti kvenna í Lifandi landbúnaði Aðferðir, tækni og árangur- hagnýt þekking Nýjar hugmyndir – ónýtt tækifæri – eitthvað fyrir þig ? Persónuleg skrifleg umsögn – styrkleikar og veikleikar - stefnumótun Hagnýt þekking, reynsla og víðsýni Framtíðarsýn í landbúnaði Yfirlit yfir stöðu kvenna innan landbúnaðarins Mentoring- gagnkvæm tengsl og handleiðsla Tækifæri til þess að hafa áhrif á allt verkefnið til frambúðar Þarna hittast núverandi leiðtogar og leiðtogar framtíðarinnar - hvar verður þú ? Umsjón með undirbúningi, verkefnisstjórnun, kennslu og endurmati eru: Kristín Linda Jónsdóttir, Miðhvammi bóndi og ritstjóri midhvammur@simnet.is s 4643521 Ragnhildur Sigurðardóttir, Álftavatni, Lifandi Landbúnaður ragnhildur.umhverfi@simnet.is simi 4356695 Hansina B Einarsdóttir, Hótel Glym, Skref fyrir skref hansina@hotelglymur.is simi 4303100

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.