blaðið - 06.05.2006, Side 10

blaðið - 06.05.2006, Side 10
10 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaAÍð 1.590 pr.m2 ___ m m DIUUIU/MCIIIUI nui Fa tugguna sina Það er ekki bara í sveitum landsins sem sauðburður er hafinn, því það á einnig við um Húsdýragarðinn í Reykjavík. Lömbin vekja mikla athygli hjá yngstu gestum garðsins, og ekki er verra þegar leyfi faest til að gefa þeim þó ekki sé nema örfá strá, eins og hún Gyða Asdís Kristinsdóttir fékk að reyna f vikunni. Vinnandi börnum fækkar víða um heim Ný skýrsla Alþjóðavinnumálastofnunarinnar leiðir í ljós að börnum sem neyðast til að vinna til að draga fram lífið hefur fækkað mikið. í fyrsta skipti á síðari tímum hefur fækkað þeim börnum sem neyðast til að stunda vinnu til að draga fram lífið. Þykja þetta fagnaðartíðindi og til marks um að alþjóðlegar her- ferðir sem blásið hefur verið til í því skyni að vekja athygli á hlutskipti þessara barna hafi skilað árangri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aætlað er að um 122 milljón ir barna stundi vinnu f Asíu. (ILO). Nú eru 218 milljónir barna skil- greindar sem „verkamenn" (á enskri tungu „child labourers“). Þeim hefur fækkað um heil 11% frá síð- ustu könnun sem birt var árið 2002. Þá voru 246 miljónir barna taldar falla undir þessa skilgreiningu. Ástandið er á hinn bóginn afar mismunandi í hinum ólíku hlutum heimsins. Fækkun barnungra verka- manna hefur orðið mest i Rómönsku- Ameríku. Staðan í Afríku hefur hins vegar lítið breyst. I skýrslu ILO er vísað til þess að alþjóðlegar herferðir til að vekja á því athygli að víða um heim séu börn dæmd til þrældóms hafi skilað árangri. Lagabreytingar eru og nefndar til sögu. Hafa vonir nú vaknað um að uppræta megi nokkur birtingarform barnavinnu á næstu árum. í skýrslu ILO er því haldið fram að þessa jákvæðu þróun megi leggja að jöfnu við vatnaskil. I fyrsta skipti í sögunni megi nú telja raunhæft það langtímamarkmið að uppræta með öllu vinnu barna. I skýrslunni kemur fram að á síðustu fjórum árum hefur þeim fækkað til muna börnum sem vinna hættuleg störf sem t.a.m. fela í sér umgengni við eiturefni. Það sama á við um börn sem starfa í „kynlífsiðnaði". Fjöldi barna sem starfa við það sem skilgreint er sem hættulegar aðstæður hefur minnkað um 26% frá síðustu könnun. Þá hefur mjög ungum vinnandi börnum um heim allan fækkað um 33%. Guy nokkur Thijs sem starfar á vegum ILO að því að fækka barnungum verka- mönnum segir þetta „afar ánægju- leg“ tíðindi. „Stjórnvöld hafa breytt um stefnu, löggjöf hefur verið breytt, áætl- unum hrint í framkvæmd og greini- legt er að aukin áhersla er lögð á að uppræta barnavinnu. Ég tel því að við séum komin umfram það stig að vinna eingöngu að því að auka skilning á þessum vanda,“ sagði Thjis í samtali við Breska ríkisút-: varpið, BBC. „Nú er svo komið að stjórnvöld í mörgum ríkjum leggja fram fjármuni í því skyni að stöðva vinnu barna og taka þennan vanda alvarlega,“ bætti hann við. I skýrslu ILO er sérstaklega vísað til Brasiliu þar sem fjöldi vinnandi barna á aldrinum fimm til níu ára hefur minnkað um 60%. í Róm- önsku-Ameríku hefur barnungum þrælum fækkað nokkurn veginn að því skapi. Ástandið er þó víða óbreytt. f Afr- íku sunnan Sahara eru 26% barna við störf af einhverju tagi. Mestur er fjöldinn þó í Asíu, þar vinna 122 milljónir barna vinnu af hendi. Samkvæmt vinnusáttmála ILO þurfa aðildarríki hans að skilgreina við hvaða aldur skuli miðað til að vinna barna teljist lögleg. f flestum þróuðum ríkjum er miðað við 15 ára aldur en víða í þróunarríkjum er miðað við 14 ár. HARÐVIÐARVAL þegar þú kaupir gólfefni Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is TILBOÐ! Einn gámur eitt verð: Plastparket: Eik Classic með áföstu hljóðeinangrandi undirlagi og eikarlistum LtviNa ■HYMER Lúxus á hjólum Hjólhýsi verða ekki öllu vandaðri eða glæsilegri en Hymer hjólhýsin enda hafa framleiðendur þeirra verið í fararbroddi hjólhýsaframleiðenda í Evrópu síðustu áratugi. Nqva ’jöirwa Mt mm Opið virka daga 10-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 12-16 ELLINGSENl evró Grandagarði 2, sími 580 8500

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.