blaðið - 06.05.2006, Síða 14

blaðið - 06.05.2006, Síða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. TEKIST Á UM TÆKNIATRIÐI Sú speki er viðtekin að á bæjar- og sveitarstjórnarstiginu sé sjaldn- ast tekist á um raunveruleg pólitísk átakaefni. Nálægð þessa stigs stjórnsýslunnar við almenning allan geri m.a. að verkum að í kosningum sé einkum tekist á um „praktísk“ úrlausnarefni, sem flest sýnast varða fyrirkomulag þjónustu við alþýðu manna. Ef horft er til baráttunnar sem nú er hafin í höfuðstaðnum verður vart annað sagt en þessi hafi verið raunin. Þetta er út af fyrir sig jákvætt; styrkur og sérstaða þessa stigs stjórnsýsl- unnar liggur í nálægðinni við almenning. Þjónustuhlutverk kjörinna full- trúa á bæjar- og sveitarstjónarstiginu verður seint dregið i efa. I upphafi baráttunnar hefur einna mest borið á umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar (sem er sérstakt fagnaðarefni) og leikskólamál. Um síðari málaflokkinn gildir að mjög hefur verið rætt um svonefndan „gjald- frjálsan' leikskóla. Með þessu er átt við að menn þurfi ekki að greiða fyrir þjónustu þessara mótunarstofnana, hún verði með öðrum orðum ókeypis. Vitanlega skiptir það fjölskyldufólk í Reykjavík miklu hvernig þjónustu þessari er háttað og hvaða gjalda krafist er fyrir hana. Kjarni málsins er þó sá, líkt og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, hefur bent á, að „gjaldfrjáls“ verður leikskólinn aldrei í raun; hann getur ekki einu sinni verið „ókeypis“. Skattgreiðendur standa undir þessari þjónustu. Þeim fækkar stöðugt fyrirbrigðunum í lífinu sem raunverulega eru „ókeypis" en þau bestu munu vera það (ennþá). Um „ókeypis“ leikskóla gildir að málið er fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Allir flokkar eru sammála um að þessu skuli stefnt en deilt er um útfærslu. Hið sama gildir um samgöngumál þótt þau séu að vísu hápólitísk sökum aðkomu ríkisvaldsins. Menn hljóta að sakna þess að ekki sé tekist á um viðameiri málefni. Hvað varð t.a.m. af hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um byggð við sund og í eyjum? Umtalsverður stórhugur einkenndi áætlun þessa og horft var til framtíðar. Nú er sem mál þetta hafi runnið saman við eterinn. Hvað veldur því að sjálfstæðismenn halda þessu máli ekki á lofti? Hið sama gildir um skatta. Hvers vegna er ekki tekist á um þá? Treystir enginn flokkanna sér til að heita kjósendum því að dregið verði úr óhóf- legum álögum í Reykjavík? Fleiri réttnefnd stórmál mætti nefna, t.a.m. orkusölu og umhverfisvernd. Þrjár vikur eru til kosninga og enn er því von til þess að frægasti Eyjólfur íslandssögunnar og jafnframt hinn langlífasti hressist. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeíld: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreífing: íslandspóstur. Varöan veitir þér betri kjör viö veröbréfa- viöskipti Kynntu þér hvaö viö getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöiö H/E, Éfi HEítí ViLHjÁLMiílt þ VÍLIIJÁLM550W 06 É6 Ú SÓSfALFFMÓKMTÍ ÍC vir M> AlLik m ALIT ákEYPí5 í KOSrt/AP ALMEWWiNGS. Þegar krati hittir krata Þverstæðan í lífi mínu er sú að þrátt fyrir að ég sé gamaldags sál þá hugsa ég afar Htið um fortíðina. Samt koma þær stundir að ég fæ sting i hjartað og fyllist angurværum sökn- uði vegna liðins tíma. Þetta gerðist á dögunum þegar Gísli S. Einarsson, verðandi bæjarstjóri á Akranesi, mætti með harmonikkuna sina í sjónvarps - og útvarpsþátt Reynis Traustasonar og Eiriks Jónssonar á NFS. Ég man svo vel eftir Gísla og harmonikkunni hans á fundum og skemmtunum hjá Alþýðuflokknum. Þá var gaman að vera hægri krati. Við áttum flokk og vorum montin af honum. Nú er okkur sagt að við eigum flokk en við skömmumst okkar fyrir hann því hann er stefnu- laus. Það á ekki við okkur krata að vera hluti af stefnulausri hjörð. Við viljum vita hvert leiðin liggur. Samfylking á tíma Sumir hafa fundið sér flóttaleið, eins og til dæmis Gísli sem sagði sig úr Samfylkingunni og er genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ég get ekki álasað honum. Gísli er glað- lyndur maður og bjartsýnn og veit sem er að alltaf má fá annað skip og annað föruneyti. Ég hef ákveðið að fara hvergi. Ég vil að kratarnir sigri innan Samfylkingarinnar. Mér er sagt að ég geti beðið endalaust eftir því. Ég ætla mér samt að bíða. Þrjóska þarf ekki að vera slæmur eiginleiki, það getur nefnilega búið töluverð þolinmæði í henni. Ég hef nógan tíma. Ég er hins vegar ekki viss um að Samfylkingin hafi jafn mikinn tíma og ég tel mig hafa. Ég sé ekki betur en að núverandi forystumenn hafi einungis tima fram að næstu kosn- ingum til að vinna þjóðina á sitt band. Ef það tekst ekki þá eru þeir í „djúpum skít“ svo ég grípi til orða- lags sem tveir sjö ára guttar sem ég kenndi á sinum tíma notuðu þegar þeir vissu að þeir höfðu ekki staðið Kolbrún Bergþórsdóttir sig eins og ætlast var til. „Nú erum við í djúpum skít,“ sögðu þeir mæðu- lega eftir að hafa svikist um heima- lærdóminn. Ég fyrirgaf þeim sam- stundis. Ég hef ekki alveg þennan sama skilning þegar Samfylkingin á i hlut. Þar geri ég kröfur um vinnu- hörku. En ég sé ekki að þar sé verið að vinna vinnuna sína. Eina ráð manna á þeim bæ er að vera á móti öllu því sem ríkisstjórnin gerir og vona að þjóðin komi til þeirra. Mér hefur alltaf fundist að stjórnmála- menn eigi að tala við þjóð sína og laða hana þannig að sér. Kannski er ég að misskilja eitthvað. Hægri kratar heilsast Stundum hafa fyrrum allaballar í Samfylkingunni samband og segja þreytulegri röddu: „Hvaða bull er þetta með hægri kratisma? Það veit enginn hverjir þessir svokölluðu hægri kratar eru.“ Eg er hrekklaus sál og í stundar kviðakasti hugsa ég: „Getur þetta verið rétt? Erum við hægri kratarnir ekki tillengur?" Égveltiþví fyrir mér hvort rétt sé að viðurkenna uppgjöf. En næsta dag er ég kannski í strætó og þá stendur upp ósköp venjulegur farþegi og gengur framhjá um leið og hann hvíslar til mín í sama stíl og félagar í frönsku andspyrnu- hreyfingunni gera í kvikmyndum frá stríðsárunum. „Ég er lika hægri krati,“ segir þessi ókunni farþegi. Stundum fer ég í boð og lendi í sam- ræðum við manneskju sem ég hef ekki hitt áður. Hún talar einkar gáfu- lega. Ég þykist þekkja einkennin og spyr hálf feimnislega: „Ertu kannski hægri krati?“ Hún kinkar kolli. Við þurfum ekki að segja meira. Ég finn að við skiljum hvor aðra. Við erum hluti af hreyfingu þar sem fólk fer ekki um í hópum og kyrjar slagorð eins og Vinstri grænir gera. En við erum þarna og vitum hvert af öðru. Sú vitneskja nægir mér alveg Höfundur er blaðamaður m j j Landsbankinn Njóttu þess að vera í Vörðunni Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Pátttaka íslenskra auðmanna í Gum- ball 3000, alþjóðlegum kappakstri fræga fólksins, rlka fólksins og ,hinna útvöldu", hefur vakið áhuga einhverra. Keppnin snýst sem kunnugt er um að komast á sem skemmstum tíma á milli staða í útlandinu eftir venjulegum þjóð- vegum. Málið er því að brjóta lögin og komast undanlöggunniensafna sektum ella. ÞeirJón As- geir Jóhannesson og Hannes Smárason eru á meðal fulltrúa fslands í keppninni en ef til hefði verið ráð að efna til undankeppni aiþýðunnar hér á landi. Fyrr í vik- unni var maður á sextugsaldri stöðvaður á 139 km. hraða í Vatnsdalnum. Og það sem meira er, þetta er í áttunda skiptið á árinu sem lögreglan á Blönduósi tekur manninn fyrir hrað- akstur. Samtals munu sektir mannsins á árinu nema 170 þúsund krónum. Þetta kallast einlægur brota- vilji. Hvað höfðingjarnir hafast að... Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur skipað sér f hóp bestu dálkahöfunda landsins. Skarpar og skemmtilegar Viðhorfsgreinar Kristjáns eru með þvf besta sem boðið er upp á f fjölmiðlum f dag. (síðustu grein sinni lýsir Kristján þvl yfir að hann vonist til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda í Reykja- vík, ailt sé betra en R-listinn. Kristján fer þó lofsamlegum orðum um Svandísi Svavarsdóttur, oddvita Vinstri hreyfingar- innar- græns framboðs í Reykjavík, og segir hana koma svo vel fyrir að öf- undin bókstaflega leki af öðrum flokkum. Síðan ber Kristján upp þessa beinskeyttu spurningu: ,Tvær ráðgátur hafa engir stjórnmálaspekingar enn leyst; hvers vegna hæfileikafólkið ersvona dæmaiaust margt í liði Steingríms almanna- tengslajöfurs og hvers vegna flokkurinn er SAMT með svona afleitar og úreltar skoðanir á mörgum þjóðmálum."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.